Skrifstofustjórarnir 5...

...hlutu sem sagt ekki náð fyrir dómnefnd!! Mér þótti það einkar athyglisvert að af 25 sem sóttu um voru 5 skrifstofustjórar úr Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Maður spyr sig hvað eru eiginlega margir skrifstofustjórar þarna? Ef þetta snýst um eitthvert launadæmi og að titill þurfi að fylgja hverjum launaflokki þá held ég að menn ættu að fara að stokka upp kerfið. - Þjóðin er kannski orðin svona titlasjúk?

Svo er þetta spurningin hvað er að frétta með samdrátt og hagræðingar í öllum ráðuneytum? Alls staðar verið í allskynshagræðingum, uppsögn, launaklækkunum og öðru en hvað er að gerast í öllum ráðuneytunum?


mbl.is Skipuð ráðuneytisstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Torfi heitinn Hjartarson f/v tollstjóri hafði mestar áhyggjur af því hvað hann ætti að gera við allt fólkið þegar stimpilklukka var sett upp á Tollstjóraskrifstofunni.

axel (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Gísli - undarlegt að fjölga þegar á að fækka

Jón Snæbjörnsson, 2.12.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Átti sem sagt að hafa ráðuneytið ráðuneytisstjóralaust? Í sparnaðarskyni? Verðum við nú ekki að reikna frekar með því að starfsmenn ráðuneytanna séu að vinna og vera þeirra þar þjóni einhverjum tilgangi. Mér ofbýður nú ekkert að það séu 5 skrifstofustjórar í ráðuneyti af þessari stærðargráðu. Skólamál (öll skólastig), menningarmál, íþróttamál, vísindi og rannsóknir auk svo allra stjórnsýsluþáttanna. 

Stefán Bogi Sveinsson, 2.12.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stefán Bogi sé enga ástæðu til þess að hafa alla þessa skrifstofustjóra - kannski er það nú bara orðið svo að engin geri neitt nema að bera einhvern svona titil og einn slíkan þarf inn að hverju borði? Veit ekki hef ekki unnið á svona stað.

Sagði aldrei að ekki hefði átt að ráða ráðuneytisstjóra, setti út á alla þessa "skrifstofustjóra elítu" :-)

En það hlýtur að vera hugað að endurskipulagningu þarna eins og annars staðar þó svo að ráðuneytið sé stórt.

Gísli Foster Hjartarson, 2.12.2009 kl. 14:17

5 identicon

Manneskja sem hefur stýrt EES samningnum um frjálst flæði fjármagns á milli landa er ekki mjög hátt skrifuð hjá mér. Var það ekki einmitt þetta "frjálsa" og "óhefta" flæði fjármagns á borð við Icesave, edge og öðrum undrum veraldar sem kom okkur á kúpuna? Gaman væri að fá hennar skoðun á því hvernig þessir samningar um frjálst og óheft flæði fjármagns milli ríkja hafi reynst okkur Íslendingum? Kannski Katrín bjóði henni til Kanada í pop og kók, og haldi áfram að gæta aðhalds í ríkisútgjöldum?

joi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.