Hvað er í gangi

Er alveg hættur að skilja hvað er í gangi þarna - heldur fólk virkilega að það sé hægt að snúa sig út úr þessu? öllu saman og labba bara frá því sem að fyrri ríkisstjórn lofaði að ábyrgjast, erum við ekki aumkunarverð þjóð þegar uppi er staðið - Halda menn að ma´lið breytist bara allt í einu þegar hver og einn er búinn að tala í 3 skipti, til hvers að standa í eilífu málþófi, skondið að heyra fólk sem sakað hefur aðra í gegnum tíðina um málþóf nú klæða sig í þann galla og hanga á málþófsreipinu sem best það getur. Fagleg vinnubrögð? veit ekki - vonandi fer nú að sjá fyrir endann á þessu þvargi.
mbl.is Fundi frestað á sjötta tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða ákvörðun sem fyrri ríkistjórn tók? Þetta er allt á herðum þessarar ríkistjórnar.

Landið (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þessi lagasetning um IceSlave í sumar og núna aftur er alfarið á ábyrgð Samspillngar og Vinstri SnúSnú . . .

Axel Pétur Axelsson, 3.12.2009 kl. 09:45

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það var Svavar og Indriði sem sömdu þennan samning í boði VG og Samfylkingar. Þessi samningur er algjört afsal til þjóða sem hafa sýnt okkur fjandsemi. Lagalega virðast allir á því að okkur beri ekki skylda til að greiða þetta. Undirritun á memo er ekki lögformlegur samningur enda vita það allar lýðræðisþjóðir að Ríkisstjórnir geta ekki afsalað rétti og fjármunum þjóða nema það sé samþykkt lýðræðislega af Alþingi. Gerum ekki skömmina meiri með því að taka á þjóðina klyfjar sem ekki þarf að bera. Nóg er samt. Það er þegar komin fram lög um skilmála fyrir Ríkisábyrgð á þennan samning og hann þarf að standa til að ógna ekki lífskylirðum þessarar þjóðar. Við samþykktum í ágúst að við ætluðum að borga þrátt fyrir að við teljum engan lagagrundvöll fyrir því til þess að sýna samningsvilja. Ef þessir lágmarksfyrirvarar eru ekki nægir eigum við ekki að samþykkja samninginn. Það er ekki nóg að Samfylkingin langi bara svo mikið til þess eða að fólki innan hennar finnist það rétt. Réttur þjóðarinnar segir annað.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.12.2009 kl. 09:49

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Lofaði ekki fyrri ríkisstjórn að semja um málið og ábyrgjast greiðslur? Veit ealveg að samningurinn er nýr. Við getume kki bara barið hausnum í steininn þetta voru íslenskir bankar og undir íslenskum lögum er það ekki er sanngjarnt að ábyrgjast bara fullar greiðslur til Íslendinganna sem áttu þarna fé en aðrir fá ekki allt sitt? Menn sögðust ábyrgjast innistæður bankanna var það ekki - var það ekki sem ríkisstjórn þess tíma sagði? Er ekki rétt munað hjá mér að þó svo að við borgum þessu erlendi fólki eitthvað þá erum við ekki einu sinni að borga þeim fulla innistæðu.

Gísli Foster Hjartarson, 3.12.2009 kl. 09:59

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Var það ekki það sem við gerðum í ágúst? Síðasta Ríkisstjórn samþykkti ekki hvað sem er heldur að hún ætlaði að semja undir hagfræðilegri krísu og byssukjöftum. Allar greiðslur til Íslendinga byggja á neyðarlögum og allir sem áttu peninga inn á bönkum á Íslandi fengu sínar innistæður hvort sem það voru Íslendingar eða útlendingar og þannig var jafnræðis gætt. Ef rök þín héldu þá væru Bresk stjórnvöld búin að brjóta jafnræðisregluna þína með því að ákveða að bjarga sumum bönkum en ekki öðrum. Með því að ábyrgjast greiðslur hærri en 20 þús evrur voru þau að gera sínar neyðarráðstafanir til að verja sínar fjármálastofnanir líkt og Ísland gerði. Þessi rök þín halda ekki. Eðli tryggingasjóða er að þeir eigi að geta bjargað minni háttar áföllum en ekki kerfishruni. Ef öll hús á Íslandi myndu brenna í einu er alveg ljóst að tryggingafélögin hefðu ekki bolmagn til að greiða tryggingarnar. Ef innistæður ættu að vera nægar til að greiða alla húsbrunana þyrftu allar greiðslur í áratugi til trygginga að liggja inni á tryggingasjóðum og það sér það hver maður að slíkt er ekki hægt. Við uppfylltum skilyrði EES samningsins sem jafnframt bannar ríkisábyrgðir líkt og margoft hefur verið um rætt. Ef tryggingasjóðurinn ætti að hafa þær innistæður sem nú er krafist afturvirkt hefði átt að vera inni í honum um 6000 milljarðar. Þetta er fáránlegar kröfur. Þeir þurfa að samþykkja skilyrði ríkisábyrgðar síðan í ágúst eða einfaldlega fá ekki ríkisábyrgð.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.12.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband