Við næst?

Hvenær ætli við fáum fyrirspurnir um svona turna hérna á Íslandi? Hver ætli afstaða þjóðarinnar til slíkra turna verði þegar þar að kemur?
mbl.is Bænaturnabannið kært til Mannréttindadómstólsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Vonandi „umturnast“ hún ekki.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.12.2009 kl. 22:18

2 identicon

Ég held að afstaða borgaryfirvalda í Reykjavík sé a.m.k. ljós. Mörg ár eru síðan múslimar á Íslandi sóttu um lóð undir bænahús (þó ekki með turni, að ég held). Enn hafa engin svör borist.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:20

3 identicon

Mega kristnir byggja Kirkju í Múslimaríki.?

Númi (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:46

4 identicon

Glætan að þú fáir að reisa kirkjur villt og galið í einhverju múslima ríki....... Svisslendingar eru bara búnir að fá nóg af þessari sambúð svo einfalt er það......meirihlutinn eða LÝÐRÆÐIÐ fékk að ráða eitthvað sem við Íslendingar ættum líka að fá að gera, kjósa um mikilvæg málefni!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:57

5 identicon

í Indonesíu ríkur trúfresli og það er fjölmennasta múslimaríkið í heiminum.

raggi (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:01

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er þegjandi samkomulag um það á Íslandi að ekki verði reist moska. Það er ágætt samkomulag og horfir til góðs samfélagsfriðar.

Gústaf Níelsson, 16.12.2009 kl. 23:38

7 identicon

Að nota Indónesíu sem dæmi er virkilega villandi. Það er mjög mikið af kristintrúuðu fólki þar líka. Réttara væri að bera saman við land sem er nánast bara með islamtrúað fólk.

Skapti (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:42

8 identicon

Það er FULLT af kristnum kirkjum í múslimaríkjum. Þetta er mikil fáfræði hjá ykkur að einfaldlega reikna með því að svo sé ekki.

Þær eru meira að segja töluvert fleiri heldur en moskurnar á vesturlöndum.

Eigum við sem þykjumst tilheyra hinum frjálsa heimi að hafa minna trúfrelsi heldur en múslimaríkin? 

Geiri (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 00:30

9 Smámynd: Páll Jónsson

Furðuleg þessi rök að þar sem til eru múslimaríki sem banna kristnar kirkjur þá eigum við að banna moskur múslima. Eigum við sem sagt að passa okkur að vera ekki frjálslyndari en íhaldssömustu múslimar?

Ef þetta er viðhorfið þá er ég fluttur til Bandaríkjanna... sem trúleysingi þá vil ég fremur búa með trúuðum  Bandaríkjamönnum sem bera virðingu fyrir frelsi heldur en trúarlega hlutlausum Evrópubúum sem dettur svona kjaftæði í hug.

Páll Jónsson, 17.12.2009 kl. 01:11

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sé að Siggi Vilhelms talar um að menn hafi sótt um bænahús í borginni en ekki fengið afgreiðslu sinna mál - það hlýtur að vera sérstakt. Veit einhver eitthvað um málið, þetta er ekki mitt byggðarlag þannig að ég þekki þetta ekki.

Gísli Foster Hjartarson, 17.12.2009 kl. 08:15

11 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Félag múslima á Íslandi sótti um lóð fyrir tæplega 9 árum síðan. Ennþá í dag hefur Reykjavíkurborg ekki séð ástæðu til að finna lóð fyrir félagið og er málið bara að veltast um í kerfinu.

Ég er sammála Páli með þessar röksemdarfærslu "Ef þeir leyfa ekki - þá ætlum við ekki" sem er ótrúlega barnalegt viðhorf. Annars hef ég séð Kirkju og Synagogu í Egyptlandi, Morokkó og svo eru kirkjur í Palestínu og Jórdaníu.

Yousef Ingi Tamimi, 17.12.2009 kl. 09:51

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gústaf Níelsson skrifar: „Það er þegjandi samkomulag um það á Íslandi að ekki verði reist moska. Það er ágætt samkomulag og horfir til góðs samfélagsfriðar.“

Þetta vekur spurningar um það hverjir standa að þessu þegjandi samkomulagi. Hér er komið hrópandi dæmi um mismunun sem á ekki að líðast hér á landi. Páll Jónsson hittir naglann á höfuðið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 17.12.2009 kl. 10:07

13 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Gaman væri ef blessaður Moggann myndi ganga í málið og spyrja hvað sé að frétta af því.

Ég hélt að hér ríkti trúfrelsi en allir fylgdu sömu lögum. Er reyndar ekki alveg viss um þetta með að fylgja lögum eftir allt sem gengið hefur á hér á landi en.....

Yousef Ingi þú veist kannski hvort gengið hefur verið af krafti á eftir borgaryfirvöldum?

Gísli Foster Hjartarson, 17.12.2009 kl. 11:44

14 Smámynd: Yousef Ingi Tamimi

Sæll Gísli.

 FMÍ hefur reglulega pressað á borgarstjórninna í að koma upp lóð fyrir okkur og hefur Salmann formaður oft farið á fund til að ræða málin. Þeir finna alltaf nýja og nýja afsakanir til að tefja þetta og nýjasta er sú að þeir vita ekki hverjum þeir eiga að veita lóðina - (í dag er til FMÍ og svo einnig lítill hópur múslima í félagi er ekki skráð sem trúfélag) En það stendur hjá þeim alveg skýrt og greinilega að FMÍ með Salmann í forsvari hafi sótt um lóð árið 1999.

Yousef Ingi Tamimi, 17.12.2009 kl. 19:21

15 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir þetta Yousef - finnst þetta skrýtin afstaða borgarstjórnar, það er eins og menn þori ekki að taka hreina afstöðu.

Gísli Foster Hjartarson, 17.12.2009 kl. 21:16

16 identicon

Það  fara  ekki  neinar  trúarlegar  athafnir  fram  í  mínarettum  moskanna.  Auk  þess  þá  er  íslam  ekki  trúarbrögð   að  skilningi  vestrænna  manna  heldur  pólitísk  hreyfing.

 Á  þessari  slóð  er  athyglisverð  grein    eftir  frambjóðanda  í  5.  svæði  MN  í Bandaríkjunum  til  Bandaríkjaþings: 

http://hrydjuverk.wordpress.com/2009/12/16/islam-%c3%a6tti-ekki-a%c3%b0-njota-sto%c3%b0u-til-rettinda-a-notkun-fyrstu-lagabreytingarinnar/

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband