18.2.2011 | 16:08
Í nógu að snúast!!!!
Það er hreint og beint allt að verað vitalsut hjá blaðamanni mbl.is sem fjallar um málefni Herjólfs, Landeyjahafnar og frelsiskipsins, eins og einn kallaði sem hingað kom kallaði Skandia í dag. Flest mál í samfélaginu verða að smá málum samanborið við STÓRA-Landeyjahafnarmálið á síðum mbl.is.
Hvort það er gott eða slæmt veit ég ekki, en ég veit að það verður vel þegið og tímabært þegar Gulli og félagar byrja að sigla ferjunni aftur inn á milli garða í Landeyjahöfn.
![]() |
Landeyjarhöfn ekki opnuð fyrir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2011 | 13:11
Gaman gaman
![]() |
Loðnukvótinn aukinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2011 | 09:59
Snillingar
Ótrúlegir margir þessir snóker kappar. Datt einmitt inn í að horfa á úrslitaleikinn á þýska meistaramótinu í Berlín um daginn á Eurosport - Ding Dong og kvöldið var farið. Þvílík skemmtun og spenna. Sá samt ekki fullkominn leik þar þó svo að menn næði sér upp í 3ja stafa tölu.
![]() |
Fullkominn leikur í tíunda skipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2011 | 20:46
Dropi í hafið
Það verð ég að segja að þetta er dropi í hafið og ég er þess fullviss að þetta er hverrar krónu virði - vitið til. Það held ég að það sé nú meira vit í að verja einhverjum milljónum í þetta heldur en sumum þessum milljörðum sem verið er að henda í t.d. suma Sparisjóðina. tala menn ekki um 15 milljarða í Sparisjóð Keflavíkur!! Menn fóru á einkaflipp með það sem þeir töldu orðið sína eign og við eigum að girða upp um þetta lið - mætti ég þá frekar biðja um stjórnlagaþing. Það er engin að æsa sig yfir þessum milljörðum - athyglisvert. Hvað kostuðu illa ígrundaðar ákvarðanir í Seðlabankanum okkur fyrir hrun? Hvað fá stjórnmálaflokkarnir í styrk á ári?
En að ætla að fá þessu ágæta fólki það hlutverk að endurskoða stjórnarskrána og koma með tillögur að vonandi betri stjórnarskrá og allt fer á hliðina. Sú afstaða finnst mér alveg með ólíkindum. Þó svo að þessar kosningar hafi verið dæmdar ógildar, sökum framkvæmdagalla, ekki svindls, þá lít ég á það fólk sem þarna sem þá aðila sem leita á til og skipa í starfshóp um tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta fólk er fullfært um að koma með tillögur sem yrðu þjóðinni til sóma og hægt væri svo að leggja fyrir hana og alþingi til samþykktar, þó svo að tillögur þeirra yrðu ekki allar endanlegar þá gætu þær verið góð viðbót og endurskoðun á þeim grunni er við nú höfum.
Ekki gleyma að stjórnarskráin er hornsteinn hvers samfélags.
![]() |
Fjögurra mánaða þinghald kostar 408 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 20:32
Yrði algjört áfall
það yrði nú ljóta afhroðið hjá okkur með öll þessi viðskipti í Evrum ef hún skyldi nú misstíga sig illa og verða að engu. Það er ég hræddur um að margir yrðu brjál. Við skulum bara vona að hún haldi sjó okkur til stuðnings.
Heyri það líka á umfjölluninni um þessar umræður að bráðum fáum við vitræna umræðu um ESB kosti og galla. Hvað innganga getur gert gott fyrir heimilið í innkaupum og í betri lánum, Hvað innganga getur gert margt slæmt fyrir heimilið og svo framvegis. Hvað verður um bændur? Hvað verður um þetta og hvað verður um hitt.
![]() |
Slæmt fyrir Ísland ef evran hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.2.2011 | 16:29
Hæ hó jibbí.............
...og svo framvegis
Það er nú gott að Skandia er komin af stað til að reyna að koma þessu í gang þarna hjá okkur. Munar öllu og það verður náttúrulega væntanlega allur annar bragur á þessu þegar þetta skip, sem er nú öflugra en blessað dæluskipið sem við höfðum, er búið að athafna sig þarna um stundarsakir.
Mikið er um úrtölufólk um blessaða Landeyjahöfn. Athyglisvert er að heyra að flest af því fólki er ekki búsett í Eyjum, og jafnvel tengist ekki Eyjum á neinn hátt. Þetta fólk hefur bara þessa íslensku sérvisku að vera á móti öllu og reyna að níða af öllum skóinn. Er viss um að þjóðin á heimsmet í því. Auðvitað hefur ekki allt gengið sem skyldi í upphafi, þó samt hafi ansi margar ferðir verið farnar hér á milli og tugþúsundir manna og kvenna, innlendra sem erlendra nýtt sér það - ekki gleyma því. Hingað í prentsmiðjuna hringdi meira að segja kona áðan og var að biðja um styrk fyrir ákveðið málefni og samtalið endaði á löngu spjalli um Landeyjahöfn. Þessi kona, sem tengist ekki Eyjum á nokkurn hátt var að vona að þetta væri að komast í fastar skorður því hana langar svo svakalega að geta skroppið hér yfir og fengið sér kaffibolla og notið náttúrunnar. Ég vona að nú styttist í það þetta verði að veruleika hjá blessaðri konunni.
Fyrir þá sem allt sjá þessu til foráttu set ég bara þennan litla pistil hér með og minni á að enginn verður óbarinn biskup:
![]() |
Skandia farin að dæla sandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2011 | 16:07
Eru menn ekki að grínast?
Ef að ég væri ekki fullorðinn Íslendingur myndi ég halda að menn væru að grínast með þetta. Það er náttúrulega ekkert eðlilegt við þennan tíma sem að nefndin tekur sér til að útkljá svona málefni. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að við þetta má ekki búa. Með þessum viðbrögðum er bara verið að halda fyrirtækjum í gíslingu. Þetta verður að laga og það á innan við 6 vikum. menn þurfa að setja nefndinni mun strangari starfsreglur, það sýnist mér alveg liggja í augum uppi.
Það er atvinnulífinu mjög mikilvægt að sá tími sem tekur að fá úrskurði stjórnsýslunnar í einstökum málum sé eins skammur og unnt er. Í því tilviki sem hér er rakið er úrskurðartíminn allt of langur og alveg ljóst að nefndin virðir alls ekki ákvæði laga sem um hana gildir. Það er ljóst að þessi langi afgreiðslutími er verulega íþyngjandi fyrir alla þá sem sækja mál fyrir þessum aðilum. Nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða og tryggi að farið sé að lögum. Ástandið er óviðunandi,
Tek heilshugar undir þessar athugasemdir samtaka atvinnulífsins.
![]() |
Úrskurðarnefnd virðir ekki lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 15:46
Þetta kætir karlinn!
![]() |
Knattspyrnuleikir verði í opinni dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2011 | 14:25
Úlfaldinn og mýflugan
Alveg finnst mér þetta makalaust. Þetta eru umræður á hinu háa Alþingi, ekki satt? Þarf að spyrja spurning eftir einhverju ákveðnu formi? Þó manni líki ekki spurningar þarf þá að svara svona? það er pottþétt hægt að svara öðruvísi og komast þannig frá málinu að báðir aðilar skilji sáttir og skilaboðin komist til skila.
Langar nú samt að hvetja báðar þessar þingkonur til að halda áfram að vera þær sjálfar, því án þeirra hefði ekki orðið nein frétt úr þesssu. Þær eiga líka báðar að njóta þess að sitja á þingi þetta kjörtímabil því ég er ekkert viss um að þær verði á þessum vinnustað þegar búið verður að kjósa aftur.
![]() |
Á ekki að spyrja svona vitleysislegra spurninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2011 | 09:59
Förum við sömu leið?
![]() |
Breska bótakerfið stokkað upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 20:59
Menn sögðu líka......
![]() |
Írakar munu lenda í vandræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2011 | 18:52
Axlaböndum Davíðs kastað!!!
![]() |
Ekkert gleðiefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.2.2011 | 16:15
Jibbí.....
![]() |
Icesave-samningur samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)