13.11.2011 | 07:17
Standa sig vel
Það verður ekki af þeim tekið blessuðum að þeir eru að standa sig vel í þjónustu við Eyjamenn og þá er þurfa að komast hingað. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þeir sína þessa lipurð og sveigjanleika í þjóustunni. Vel gert hjá þeim. - takk fyrir góða þjónustu
![]() |
Loftbrú milli lands og Eyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2011 | 17:19
Flottir strákar!
2 flott lið. Gaman að þetta samstarf skuli lifa. Ekki grunaði mig það þegar maður kom þessu á á sínum tíma. Hafði gaman af því í gær þegar ég heyrði í Þórarni Inga að hann átti ekki orð til að lýsa aðstöðunni sem er hjá þessu litla liði. 6 grasvellir, gerfigrasvöllur lítið knattspyrnuhús og þessi ágæti heimavöllur. Vona að þessar elskur njóti dvalarinnar
![]() |
Þrír Eyjamenn við æfingar hjá Crewe |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2011 | 16:49
Magnað fólk
Það er svo magnað fólk sem gefur sig í þessi störf að það hálfa væri nóg. Við verðum seint minnt nægilega á það hversu ótrúlegt þetta fólk er og þau störf er það innir af hendi. Held að margir átti sig ekki á mikilvægi þessra björgunarsveita fyrr en það lendir í einhverjum hremmingum sjálft.
Munum eftir öllu þessu fólki og þeirra mikilvægi þætti nú þegar flugeldasalan fer á flug í desember en þar er einmitt stærsta fjáröflun sveitanna. Skilst að viðtökurnar við björgunarkarlinum um daginn hafi verið góðar og er það vel.
![]() |
Eitt stærsta verkefni síðari ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2011 | 07:19
Það má ekki......
Veit ekki hvað skal segja. Auðvitað veit ég að þetta er ekki gott mál þegar fólk ánetjast þessu spiladrasli. Börn eða fullorðnir það skiptir ekki máli. EN með að banna alltaf allt sýnt og heilagt. Ég veit ekki er ekkert svo viss um að það skili því sem skila þarf. Ef að menn ætla að banna spilun á svona leikjum sem eru á erlendri grundu þá hljóta menn að stoppa slíka spilamennsku innan lands. Rétt eins og aðra happadrættisfíkn? Alveg óháð því hvaða happdrættisþema er í gangi. Það er ekki hægt að fara að leyfa happadræti af því að það er innanlands en banna af því að það er erlent!
Halda menn virkilega að þeir stoppi þetta svona?
![]() |
Ungmenni ánetjast spilum á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2011 | 20:03
En hvað ef maður.......
![]() |
Dæmd fyrir að bíta í pung |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2011 | 19:51
Gott framtak
![]() |
Færði leitarfólki plokkfisk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2011 | 16:52
Ekki króna!
![]() |
Hefur fellt niður 390 milljarða skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2011 | 04:54
Einkar athyglisvert
Þetta mál er allrar athygli vert - svo ekki sé meira sagt. FOrkastanleg vinnubrögð hjá Stabæk ef rétt er. Ekki síður athyglisvert ef Vålerenga hefut tekið þát í svona viðskiptum. Halda menn að ef að þeir bjóða nokkrum liðum einhver vildarkjör undir borðið að þá muni það bara ganga upp!!! Það endar alltaf á því að eitthvað lekur. Tala nú ekki um þegar um er að ræða leikmann sem er með þeim skárri i viðkomandi deild.
Hlakka til að fylgjast með framvindu þessa máls. Vona að refingin verði hörð, já jafnvel bara harðari, eg menn ná að sanna glæpinn svo ekki verði um villst.
.....svo er það þetta. Ekki stór mál en......veit ekki hver var á vaktinni:
Síðan hefur komið fram, að Stabæk bauð norska félagið Rosenborg, sem einnig hafði áhuga á að kaupa Veigar Pál, svipaðan samning. - hlýtur að eiga vera félaginu ....og annað misræmi
Lögreglan í Noregi hefur haft samband við norska knattspyrnusambandið vegna gruns um að dönsk hegningarlög hafi verið brotin þegar knattspyrnufélagið Vålerenga keypti Veigar Pál Gunnarsson af liðinu Stabæk í ágúst.
Við teljum að það sé ástæða til að afla upplýsinga um hvað gerðist í tengslum við þessi kaup og hvort norsk hegningarlög hafi verið brotin," sagði Gro Smoegli, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Óslóarlögreglunnar, við TV2 í kvöld.
![]() |
Norska lögreglan rannsakar félagaskipti Veigars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 14:09
Frábært en........
..... þetta hérna skil ég aftur á móti ekki:
María lyfti 165 kg í hnébeygju sem er nýtt Íslandsmet en hún bætti metið um 7,5 kg. Í bekkpressunni gekk henni ekki eins vel en þar lyfti hún mest 97,5 kg en hún felldi 102,5 kg. Í réttstöðulyftunni náði María að lyfta 170 kg. og hún lauk því keppni með samtals 437,5 kg. en það sami árangur og hún náði á Evrópumótinu.
Veit að ég er nú ekki mikill íþróttagúrú en hélt að maður myndi ekki fella þyngdir í lyftingum.
![]() |
María setti Íslandsmet og varð 13. á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 06:09
Magnaður leikvangur
Stór og flottur leikvangur sem Newcastle á. Jújú víst er hann ekki allur glænýr en flottur engu að síður. Í gegnum árin hef ég sennilega komið á eitthvað á þriðja tug valla í Englandi en hvergi hef ég upplifað stemmningu eins og vellinum er þá hér St. James's Park. Það var eins og að koma inn í svart/hvítt haf að koma þarna og stuðningurinn við liðið - Já sæll, hef hvergi séð þetta toppað og hef ég nú komið á völlinn hjá öllum stærst liðum landsins nema Chelsea, en stuðningsmenn þeirra eru nú svo sem ekki þekktir fyrir að fara á kostum. Þó völlurinn hafi fengið nýtt nafn þá er það nú enn sama liðið sem þarna spilar heimaleiki sína og það er það sem mestu máli skiptir.
Hitti Newcastle aðdáandi í Krónunni um daginn og hann sagði með bros á vör. Kannski að maður geti látið sig dreyma ummeistaradeildina næsta haust!!! ...svo stækkaði brosið
![]() |
Newcastle ekki lengur á St. James' Park |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.11.2011 | 20:37
Smáaurar og fleira gott
Menn kunna nú að fá mann til að brosa í fjárlaganefnd. Hefði verið einhver hugur í mönnum þá hefðum við fengið svona svipaða upphæð og verið var að afskrifa á suma eða um 2 milljarða til að komast nær því að klára höfnina. gera hana skipum hæfa allt árið. Svo þarf að klára þetta mál með nýja ferju. Baldur er ekki lausnin. Sé heldur enga sanngirni, ja eða skynsemi í því að ætla að fara að vera með 2 skip ísiglingum hér á milli. Annað alltaf bundið við bryggju. Sættum okkur við Herjólf, eins og við höfum alltaf gert. Hann hefur reynst vel. Við eigum ekki að vera að reyna að leysa kjarkleysi vegagerðarinnar og fjárveitingavladsins með því að fá Baldur að láni. Menn verða að huga að öllum þeim fyrirtækjum sem í Eyjum eru og stóla á örugga vöruflutninga.
Víst geta menn sagt að ég sé að gleyma ferðamannabransanum og það má vel vera, en hann er nú ekkert á vetrum viðað við á sumrum. Við þurfum að geta boðið upp á sem næst 2 öruggum ferðum á dag og þegar komið er að því þá held ég einfaldlega að Herjólfur sé málið. - Já já ég kippi mér ekkert upp við það þó einhverjir séu mér algjörlega ósammála.
Baldur reyndist okkur vel í lok sumars en framundan er vetur. Verði hann á pari við síðasta vetur þá verður Baldur bara bundinn við bryggju hér í Eyjum. Ef veðrið verður mikið skárra þá á einfaldlega að vera hægt að halda höfninni opinni fyrir Herjólf.
Svo er nú annað sem ég skil engan veginn. Það er sitthvort fargjaldið eftir því hvort farið er í Þorlákshöfn eða Landeyjahöfn - hvað er það? Hvers vegna á ég sem kúnni að þurfa að borga miklu hærra gjald fyrir að ferðast með skipinu ef sigld er til Þorlákshafnar? Af hverju á ég að borga mun hærra gjald fyrir það sem er að miklu leyti aulaskapur þeirra er ganga áttu frá höfninni og samgöngum þangað? Rukkar Icelandair aukalega ef þeir þurfa að lenda í Reykjavík í stað Keflavíkur?
![]() |
135 milljóna fjárheimild vegna Herjólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2011 | 18:13
Isss þetta er ekki neitt!
Eins tregur og ég nú er þá hefði ég trúað að það vanti allavega töluna 1 ef ekki 2 fyrir framan þessa tölu 77. Þetta hljómar bara eins og þetta hafi allt verið keyrt áfram af einhverjum kórdrengjum. Er nokkuð viss um að þarna úti finnast einhverjir sem eru sammála mér.
......The Truth Is Out There
![]() |
77 mál til sérstaks saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2011 | 10:17
Pappakassi!
![]() |
Tévez fór til Argentínu án leyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)