Draumur hvers knattspyrnumanns.....

...að verða atvinnumaður í knattspyrnu.  Að fá tækifæri til að æfa hjá Brighton, og eiga möguleika á samningi,  er svo eins nálægt toppnum í þessu öllu og hugsast getur. Vona svo sannarlega að pilti gangi vel að sanna sig hjá mínum mönnum.  Það var nú bara í sumar sem að Brighton hafði áhuga á því að klófesta Hemma Hreiðars og Ívar Ingimars. til að styrkja leikmannahópinn, svo straumarnir í átt að Íslandi eru sterkari þessa mánuðina. Já og Gus Poyet skoðaði Gunnar Heiðar síðasta vor.
mbl.is Kjartan Henry til skoðunar hjá Brighton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður vinur kveður

Á lífsleiðinni hittir maður og kynnist helling af fólki. Sumt skilur eftir sig spor annað ekki. Held að óhætt sé að fullyrða að sá félagi er kvaddi í byrjun liðinnar þessarar viku, Sigurgeir Scheving, skilur eftir sig spor hjá mér sem ekki verða fyllt.

Fyrir nokkrum árum kom hann askvaðandi inn í prentsmiðju. Maður sem ég þekkti aðeins af afspurn, enda hann ekki af minni kynslóð. Auðvitað vissi maður hver hann var. Vel þekktur í bæjarfélaginu. Oft hafði ég séð hann á sviði hjá Leikfélaginu, já eða séð verk sem hann leikstýrði. Manninn þekkti ég ekkert, En eftir þessa heimsókn hans og beiðni um að við myndum prenta fyrir hann fór hann að koma oftar. Með okkur tókst þessi líka ágæti vinskapur. Sigurgeir var opinn og skemmtilegur karakter með skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var afar fylginn sér, hann fó r í málin og þau voru kláruð. Dugnaðurinn og eljan í honum, og þeim hjónum reyndar, við rekstur bíósins, gistiheimila og rútuferða var með ólíkindum. Heimsóknir hans voru nær undantekningarlaust ansi skemmtilegar og fjörugar. Skipti engu máli hvort við vorum að tala um hugðarefni hans, mín, bæjarmál, landsmál, heimsmál,  já eða bara liðið okkar - ÍBV.  Það var ekki logn í kringum Sigurgeir. Enda lítið líf í eilífu logni.

Ég er ekki maður til að fjalla um lífsskeið Sigurgeirs enda þekkti ég hann ekki í mörg ár. Langar bara rétt aðeins að þakka fyrir mín góðu kynni af honum. Hann gaf mér mikið, ég vona að ég hafi nú stundum náð líka að gleðja hann á einn eða annan hátt. Aldrei stóð á því hjá honum að hrósa manni og klappa á bakið þegar hann var sáttur við skrif hjá manni. Já og hvetja mann til að halda áfram að standa í skrifum um hitt og þetta sem að maður vildi tjá sig um. Ekki vorum við samt alltaf alveg sammála. Gleymi því ekki þegar ég varð fertugur var það minnsta mál hjá honum að lána mér bíóið til að sýna U2 tónleikamyndbönd nokkur kvöld í röð.

Hlakka til að hitta Sigurgeir aftur. Er þess full viss að þá verður tekið upp skemmtilegt spjall.

Sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til Ruth, barna, stjúpbarna og annarra ættingja.

Blessuð sé minning Sigurgeirs Scheving.

Hvíl í friði vinur


Eru Eyjar Útlönd?

Þetta er náttúrulega líka spurning umþað hvort Vestmannaeyjar eru útlönd. Tel nokkrar líkur áað þessi peyji vilja stíga varlega til jarðar varðandi það að fara til útlanda og nálgast þau hægt og rólega og byrja því dvöl sína "erlendis" í Eyjum!!!
mbl.is Þorsteinn á leið úr landi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanlegt

Flott skip og lýtur vel út. Skil samt ekki af hverju ekki er á því almennilegur þyrlupallur. Hélt að það væri nánast staðalbúnaður á svona skipum. Heyrði að menn hefðu sagt að menn hefðu ekki efni á því.

Væri gaman að sjá t.d. hvað sá kostnaður er mikill miðað við t.d. allt það sem búið er að afskrifa hjá sumum í samfélaginu.


mbl.is Þór í heimahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonlaus stjórnarandstaða!!!

Þetta er náttúrulega bara eins og góður brandari þetta traust sem stjórnarandstaðan fær þarna. Það vantar ekki hávaðann í þetta lið en fólk virðist sjá í gegnum þetta og sjá að þetta er innantómt hjal. Sama má reyndar segja um skoðun fólks á ríkisstjórninni og Alþingi.  ...........það er nokkuð í að þetta fólk nái aftur fótfestu á svellinu - svo mikið er víst.  Er samt ekki í neinum vafa um það að allt þetta fólk er að gera sitt besta. Stundum er bara það besta sem maður getur gert ekki nógu gott í augum annarra!!!!

Ánægður að sjá vini mína í lögreglunni skora hátt.


mbl.is Traust til stjórnarandstöðunnar minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vita nú allir.....

...hvert Fjalar er að fara.

 

......jú mikið rétt - í annað lið!


mbl.is Fjalar hættur með Fylkismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar skrýtnir?

Rekstur flugfélaga í járnum um allan heim. Ja maður heyrir ekki betur. En þá íhuga menn að stofna enn eitt flugfélagið til að berjast á þessum litla markaði sem Ísland í raun er. Sjá menn fyrir sér vænlegan bisness? Eða eru menn bara í sínum eigin draumaheimi og bíða eftir að vekjaraklukkan hringi?
mbl.is Krefst lögbanns á starfsemi fyrrum forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta nú rétt?

Jújú víst má bæta samgöngurnar - það er að segja tryggja öryggi þeirra betur. Að vísu er oftast hægt að sigla í Þorlákshöfn, nema í kolvitlausu veðri. En fólk er komið með smjörþefinn af Landeyjahöfn og vill auðvitað hafa hana opna allt árið. - skil það vel - mikil samgöngubót, þegar hún virkar. Höfnina þarf auðvitað að klára og gera endanlega. Vandamálið með skip er annað sem skoða þarf.

En hérna finnst mér Sigurmundur fara fram úr sjálfum sér!!!!

Núverandi ástand sé óviðunandi og samgöngumál Eyjamanna í dag séu í raun svipuð því sem hafi verið uppi á teningnum fyrir 40 árum.

Var það ekki þannig fyrir 40 árum að Herjólfur sigldi til Reykjavíkur og ekki daglega? - við skulum ekki draga upp svartari mynd af raunveruleikanum en þörf er á þó svo að við viljum bættari samgöngur.

 

 


mbl.is „Þingmennirnir komnir fram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta sem gæti átt sér stað?

Það held ég að það yrði fengur fyrir LC FC að fá O'Neill aftur tilstarfa. Maður sem þekkir félagið. Hefur taugar til þess. Stuðningsmenn dá. Einfaldlega þjálfari sem hefur sýnt það oftar en einu sinni að hann getur kreist það besta út úr þeim mannskap sem hann hefur til að vinna með. Svoleiðis stjórar eru ekki á hverju strái. Það að ná að kreista allt það besta úr mannskapnum táknar ekki að liðið sé alltaf að landa titlum - því mannskapurinn er ekki alltaf nægilega góður til þess. Yrði gaman að sjá karlinn taka við liðinu.
mbl.is Tekur O'Neill aftur við Leicester?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 ár á sama stað!!!

Reiknast til að um þessar mundir sé ég búinn að vera inn á topp 50 listanum yfir mest lesnu bloggin  á mbl.is samfleytt í 3 ár. Rugl er þetta.

Þjóðin í hjólförunum

Er þess alveg full viss að þjóðin mun  í nokkra áratugi í viðbót hjakka í sama farinu. Smákóngar hér og þar munu rífa kjaft og þykjast vita hitt og þetta betur en aðrir. Allt út frá eigin hagsmunum. Faglegir hlutir verða alltaf gagnrýndir, sem og ógaflegir. Einhverjir telja flokkspólitíska hagsmuni og einkavinavæðinguna þurfa að ríkja áfram. Aðrir vilja slíta sig frá þeim öngum en þá mæta hinir og svo framvegis - við verðum áfram þjóð í krýsu. Bananalýðveldi sem ekki mun njóta ávaxtar.

Við munum hjakka í sama farinu - alveg sama hver ýtir á rassgatið á okkur. - Sorglegt en ......!!!


mbl.is Stjórn Bankasýslu vill hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mariner seigur

Tel þetta hárrétta ákvörðun hjá Steina Mariner Eyjapeyja, og gömlum leikfélaga. Ef að hann er svona ósáttur við þetta ferli er rétt að stíga til hliðar. Hvernig hefði samstarf formanns og þjáflara orðið ef að formaðurinn hafði ekki áhuga á að ráða formanninn. Það hefði aldrei gengið, aldrei.

Nú er bara að sjá hvort menn ná að landa Guðjóni, já og hverjir munu skipa nýtt ráð.

Steini getur þá bara tekið hlaupin fastari tökum  Smile


mbl.is Þorsteinn mótfallinn ráðningu Guðjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hhhmmmmmmm

Veit ekki hvað ykkur finnst. En get sagt það að mér finnst þetta svolítið spes. Til hvers þarf að láta það berast í fjölmiðla að ákveðið hafi verið að tala við Guðjón um að taka að sér þjálfun hjá félaginu - þ.e.a.s. ef samkomlag næst.  Fáum við svo kannski daglegar fréttir af því hvernig viðræðurnar ganga?
mbl.is Ákveðið að semja við Guðjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.