31.7.2011 | 12:32
Sjúkt laugardagskvöld, vægast sagt
Það er ég hræddur um að gærkvöldið í brekkunni hafi gjörsamlega verið magnað. Vinir mínir að norðan í Hvanndalsbræðrum byrjuðu kvölddagskrána á sinn hátt, síðan kom Jón Jónsson. svo kom magnað atriði frá Fjallabræðrum, voru miklu betri en í fyrra, toppuðu svo fjörið með því að bæta við Lúðrasveit Vestmannaeyja og með þeim tók þeir t.d. flotta útgáfu af hinu hugljúfa lagi AC/DC Thunderstruck. Ingólfur Þórarinsson, Ingó úr veðurguðunum, tók síðan við af eþim með kassagítarinn - kræst hvað drengurinn kann þetta, hreint magnaður. Er viss um að hann næði því að láta alla brekkuna reka við á sama tíma ef hann vildi. Hann hreinlega vafði brekkunni um fingur sér og mannskapurinn söng með eins og enginn væri morgundagurinn. Eins og einhver sagði baksviðs það er talið í öll lög í heimi og brekkan syngur allt með frá A til Ö - frábært að heyra þetta í gærkvöldi. Síðan var komið að atriði kvöldsins Dúndurfréttum. Þeir tóku magnað prógramm og bættu svo við Eiríki Haukssyni og bættu bara í. Þetta var ótrúlega flott og fyrir minn smekk sennilegast besta atriði sem verið hefur verið sett upp í Herjólfsdal - hreint út sagt stórkostlegt - Takk fyrir þetta piltar - sjúkt. hreint og klárt.
Svo er það þannig að maður heldur alltaf að búið sé að toppa sig í fluegldasýningum - koma þá ekki snillingarnir hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja með eina snilldina enn og gera sér verkið erfiðara fyrir á næsta ári - glæsileg sýning.
Svo tóku dansleikirnir við og allir virtust í besta skapi. Ég fór heim þegar að Magni og Hvanndalsbræður voru að ljúka sínu setti. Væri synd að segja að Magni kunni ekki að fá fólkið með sér.
Núna er sunnudagurinn eftir og það var kannski viðeigandi að þegar ég labbaði út úr dalnum að þá keyrði framhjá mér bekkjarbíll fullur af fólki og í honum ómaði Eyjan græna með Bubba og fólkið söng með hástöfum Eyjan mín, Eyjan mín .......... En Bubbi mætir einmitt til leiks í kvöld, og verður með sing-along prógramm af sínum bestu lögum.
Gæslumenn segja að kvöldið hafi verið afar rólegt - sem er frábært að heyra.
.....Jæja nú er að njóta sunnudagsins. Fjörið hefst á barnadagskrá eftir 2 tíma og endar vonandi seint og um síðir í fyrramálið. Þið sem ekki eruð í Eyjum getið sett ykkur í gírinn því Rokkland Óla Palla verður sent út frá Eyjum í dag sem og kvölddagskráin - allt í beinni auðvitað - gleðin verður við völd.
![]() |
Tefla fram kóngum og drottningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2011 | 13:01
Raðfullnæing í Herjólfsdal ...partur 2
Það var gaman í vinnunni í gær. Það var líf og fjör að hlusta á fína kvölddagskrá. Það var en skemmtilegra að hlusta á alla þessa tónlistarmenn "fá það" yfir nýja sviðinu og að koma þar fram. Þvílíka ánægjan. Enda þetta líka þvílíkt flott og að svínvirka. Það hljóta að verða myndir frá þessu í sjónvarpsstöðvunum í kvöld - ekki missa af því. Ætla ekki að fara að telja upp allt sem gekk á. EN Páll Óskar fékk alla til að hrista rassinn og Mannakorn voru frábær. ....orðaleppa Blaz Rocha (Erpur Snær) voru magnaðir, sem betur fer voru engir undir lögaldri í dalnum þá. ....líka alltaf gaman eftir vinnu að rölta aðeins um og hitta gamla kunningja, ekki þó lögreglunar.
....svo þegar þessi viðbót er sett inn þá var ég að koma innan úr dal búið að þrífa allt myndarlega af þrifdeildinni - dalurinn nánast eins og nýr og lítur ótrúelga vel út þrátt fyrir rigninguna í gær og í nótt. 90 mínútur í að barnadagskrá hefjist. ....eru ekki allir klárir og það sem meira er þá er í augnablikinu sól og bjart yfir. Bæði Hvanndalsbræður og Fjallabræður búnir að melda sig við sviðið og lýsa yfir að þeir séu klárir í tuskið í kvöld. .......eins og skáldið sagði Lífið er yndislegt!!!
![]() |
Páll Óskar rak niður fleyg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2011 | 10:40
Raðfullnæing í Herjólfsdal
Það var gaman í vinnunni í gær. Það var líf og fjör að hlusta á fína kvölddagskrá. Það var en skemmtilegra að hlusta á alla þessa tónlistarmenn "fá það" yfir nýja sviðinu og að koma þar fram. Þvílíka ánægjan. Enda þetta líka þvílíkt flott og að svínvirka. Það hljóta að verða myndir frá þessu í sjónvarpsstöðvunum í kvöld - ekki missa af því. Ætla ekki að fara að telja upp allt sem gekk á. EN Páll Óskar fékk alla til að hrista rassinn og Mannakorn voru frábær. ....orðaleppa Blaz Rocha (Erpur Snær) voru magnaðir, sem betur fer voru engir undir lögaldri í dalnum þá. ....líka alltaf gaman eftir vinnu að rölta aðeins um og hitta gamla ´kunningja, ekki þó lögreglunar.
![]() |
Allt með ró og spekt um landið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2011 | 11:48
Batnandi þjóð......
.......finnst best að brugga!!!! Eða er það bara staðreynd að vínneysla hefur minnkað hjá landanum? ....fólk kannski í harðari efni!!!!
Hvað sem hverju líður þá vona ég að þið eigið ánægjulega helgi.
![]() |
Stefnir í minni sölu á áfengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2011 | 08:17
Skelfilegt......
![]() |
Rólegt í Eyjum í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2011 | 01:15
Frábært!
![]() |
Metfjöldi á Einni með öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2011 | 18:45
Klassa árangur
![]() |
Ísland mætir Þýskalandi í leik um bronsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2011 | 08:22
Algjörlega ósakhæfur
![]() |
Reyndi að semja við lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
27.7.2011 | 21:31
ÍBV lundinn reyttur!!!
Það fækkar fjöðrunum á ÍBV lundanum þetta sumarið. Kvennaliðið búið að missa af þeim titlum er þær áttu möguleika á. Nú er það karlaliðið. Bikardraumurinn úti. Við vissum að Þórsarar eru sprækir heima fyrir og leggja sig alla fram í hvern leik frá fyrsta flauti til þess siðasta. Menn voru betri en eftir helgi man enginn eftir því, því það eru jú mörkin sem telja. 20 skot á mark og ekkert inn. Það er ekki gott afspurnar. Nú verða menn bara að einbeita sér að deildinni. Jújú vístu Eru KR-ingar sterkastir um þessar mundir en það má lítið útaf bregða hjá þeim til þess að hægt sé að hlaupa þá uppi og fara fram úr þeim. Það er ég hræddur um að menn fái að heyra minnst á þennan leik í Dalnum um helgina - þó ekkert breyti úrslitunum héðan í frá. 2 töp fyrir norðan í sumar staðreynd - kannski voru það mistök að fagna því að fá norðanmenn í Pepsi-deildina. Nei það var það nú ekki, gaman að það sé líf í boltanumnorðan heiða.
Nú er bara að slappa af í kvöld og fram að hádegi á morgun og þá hefst undirbúningur fyrir leikinn gegn Fylki, ef ég man rétt, næsta miðvikudag.
En til hamingju Þórsarar .......nú er bara að vona að við fáum nýtt skráð nafn á Bikarinn.
![]() |
Þórsarar í bikarúrslit í fyrsta sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2011 | 18:01
Ready steady ..........
...þetta er ekki sama djö..... stríðið og var eftir að menn löguðu tjaldstæðin en engu að síður upplifelsi útaf fyrir sig og bara stuð.
![]() |
Kapphlaup í Herjólfsdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2011 | 11:29
Ekki svo heimskur eftir allt?
Vangaveltur mínar í gær áttu því alveg rétt á sér fyrst að allir helstu sparkspekúlantar Noregs eru að velta sér upp úr þessu líka.
Þó staða Stabæk sé slæm fjárhagslega þá eiga þeir en leikmanninn og hann getur ekkert farið nema að liðið nái samkomulagi við annað lið um kaupverð. En vonandi leysist þetta fljótt og farsællega.
![]() |
Hvar endar Veigar Páll á endanum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2011 | 07:10
Pottþétt ósakhæfur!!!!
![]() |
Vissu fljótt að Breivik var sekur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.7.2011 | 22:13
Velkomnir í Pepsi-deildina Skagamenn!
![]() |
ÍA vann toppslaginn gegn Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)