Er Björn kjáni?

Ég sem hélt að félagi Björn væri eldri en tvæ vetra í þessu jarðlífi. Oft hefur hann talað þannig en ekki nú. Hélt að hann væri nú skynsamari og skarpari en þarna kemur fram. Hélt að Björn hefði fyrir löngu verið búinn að gera sér grein fyrir því að hann fær meira af viti upp úr Stefáni Hauki heldur en Jóhönnu blessaðri og að mun meira mark er einnig tekið á Stefáni Hauki heldur en forsætisráðherra þó sumir vilja meina að hún hafi meiri völd á ýmsum sviðum.
mbl.is Spyr hvort Merkel viti meira en Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægan, hægan

Það er aldeilis að það á ða spýta í lófana við þetta verk. Ég sem þarf að fara austur og var farinn að sjá að ég þyrfti að fara norður leiðina til baka - flýg austur, keyri til baka. Mér sýnist menn ætla að redda þessu fyrir þann tíma, sem er annar mánudagur. Þá verður straujað að austan og beint í Landeyjahöfn. Ég sem gældi við að taka nótt í hjólhýsinu í Fnjóskadalnum. Stutt stopp á Akureyri á mánudagsmorgninum. Svo straujað í Landeyjahöfn! 

Best að fara ekki á taugum yfir þessum pælingum núna - þetta kemur allt í ljós.

EN fagna því að menn ætla að vera snöggir þarna við Múlakvísl, það ætti að létta áhyggjunum af fólki á suð-austurlandi


mbl.is Brú tilbúin fyrr en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍBV ekki lengur inni......

...í myndinni?  Svo virðist sem að Eiður Smári ætli ekki að gefa því gaum að Eyjamenn höfðu áhuga á að krækja í pilt til að klára með þeim tímabilið.  ......það bíður þá bara betri tíma.
mbl.is Eiður með tilboð frá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við hverju bjuggust menn?

Er þetta svo slæmt miðaða við allan þennan fjölda sem þarna var? Er bara alls ekki svo viss um það. Nú er bara að taka til og ég er viss um að það er þarna fullt af hlutum sem hægt er að gera eitthvað við. Eflaust eitthvað af hlutum sem leitað verður eftir og svo framvegis.  Allir sem ég hef heyrt í skemmtu sér konunglega og vildu meina að allt hefði farið vel fram og gæsla á svæðinu hefði verið góð - Menn eiga að gefa aðstandendum klapp á bakið ef svo hefur verið.
mbl.is Ekki góð umgengni á hátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlaust lið FH-inga

Góður og fyllilega sanngjarn sigur ÍBV á fimleikafélaginu í dag. Mörg ár síðan ég hef séð eins andlaust lið og þetta FH lið sem spilaði í dag. Hvort það var góða veðrið, ferðalagið eða hvað annað sem gerði það að verkum að þá var FH-liðið ekki sprækt í dag. Það var eins og þeim væri bara alveg sama, enginn hugur í mannskapnum. Vörnin slök, Freyr í vinstri bakverði var eins og einn orðaði eins og að United hefði á sínum tíma sett Gordon McQueen í bakvörðinn, hægur, dapur á boltanum og ekkert að frétta - því miður, fyrir þá þ.e.a.s. Tommy Nielsen - ja áttu menn ekki að vera búnir að finna arftaka hans fyrir 2 árum?. En ætla ekki að velta mér meira upp úr fimleikafélaginu en veit það bara að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að spila í Evróukeppni á næsta ári ef þetta heldur áfram.

ÍBV-liðið var betri aðilinn allan leikinn, það kom smá kafli þegar fimelikafélagið skoraði þar sem þeir litu út eins og alvöru lið. Ekki það að leikurinn hafi verið eitthvert augnakonfekt en það var mun meiri sigurvilji hjá þeim sem klæddust hvítu í dag. Það var ekki að sjá að evrópuleikurinn og ferðalagið sem því fylgdi sæti mikið í mönnum. Þegar menn byrja leiki með Tonny og Þórarinn Inga á bekknum en eru samt betri þá er engin ástæða til að kvarta. Albert öruggur í markinu. Besti leikur Kelvin Mellor til þessa, maður leiksins. Tryggvi sprækur sem lækur. Aðrir voru flestir vel með allan tímann og einhvern veginn var maður aldrei hræddur um að ÍBV liðið myndi ekki hirða öll stigin. Erfiðir og mikilvægir leikir framundan þannig að það þýðir ekkert að slaka á.

Glæsilegt - til hamingju þið er þesu tengist.


mbl.is Eyjamenn lögðu FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stökkgryfjan!

Í dag er þetta í raun aðeins spurning um hvort liðið lendir í stökkgryfjunni! Endar fimleikafélagið þar eða henda þeir Eyjamönnum þangað. Eyjamenn komu til baka frá Írlandi í gær. Náðu að æfa seinni partinn og verða vonandi vel stemmdir í dag gegn fimleikafélaginu. Leikmenn fimleikafélagsins léku allar sínar bestu listir gegn Grindvíkingum í síðasta leik og rúlluðu þeim upp. Nú er bara að sjá hvort þeir telji þær æfingar duga fyrir þetta sumarið eða ekki. Sigur er nauðsynlegur hjá báðum liðum ætli þau sér að veita KR-ingum, já og Valsmönnum, einhverja keppni um dolluna þetta sumarið.   ....áfram ÍBV í dag sem aðra daga
mbl.is Toppbarátta í dag og kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lítið gos.....

....heldur pínulítið, en getur farið ört stækkandi.  En engan æsing samt strax!
mbl.is Gos hugsanlega hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit ekki hvað skal segja!

Eftir að hafa heyrt af því frá fyrstu hendi að Brighton hafi haft áhuga á honum, rétt eins og reyndar Ívari Ingimars líka, þá er ég ekki alveg sáttur með þetta.  Skil nú reyndar Hemma svona í aðra röndina en held bara eins og staðan er í dag hjá liðinu hans að þá hefði það verið skref upp á við að ganga til liðs við Brighton. Brighton er líka fyrsta liðið sem Hemmi spilaði gegn eftir að hann gekk til liðs við Crystal Palace í upphafi ferilsins sem atvinnumaður. Því ekki að enda þar?  EN ég hef svo sem heyrt frá Hemma hverjar ástæðurnar fyrir því að vera áfram hjá Portsmouth voru og ég skil þær og ætla að reyna að virða það við hann. En þar á bakvið voru langar ferða vegalengdir og honum finnst hann að vissu leyti standa í þakkarskuld við hinn harða kjarna Portsmouth aðdáenda sem hafa kvatt hann áfram í gegnum súrt og sætt síðustu ár.

Varðandi Ívar þá skil ég hann vel því tilboðið frá Brighton var ekki komið þegar þetta ágæta tilboð frá Ipswich barst. En Ívar er svo sem búinn að spila hjá Brighton.


mbl.is Hermann skrifaði undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært.....

...það yrði ekki amalegt fyrir ÍBV liðið að skella sér til Kaaskstan. Alltaf gaman að koma á snýja staði og glíma við nýja hluti. Svo er aldrei að vita nema Andy "Siggi" Mwesigwa bjóði liðinu i heimsókn. Hann er einmitt að spila þarna austur frá. Hann er  þó ekki í þessu liði og því getur verið dágóð vegalengd að kíkja í kaffi!!!!
mbl.is Kasakstanför bíður Eyjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr

kominn tími til og lítið meira um málið að segja........að svo stöddu annað en það jú að ég styð hagsmunasamtökin.
mbl.is Vilja afnám verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld!

Þetta lýst mér á. Bara gaman að þessu. Vona að sannKRistnir vesturbæingar taki þessari áskorun. Þær enda ekki þekktir fyrir að hlaupa í felur þegar kallað er á þá.

Verst að megnið af Eyjaskeggjum eru hálflamaðir þegar svo nálægt Þjóðhátíð er komið og við því ekki líklegir til þess að geta sent lið norður til að keppa við Þórsara í einu né neinu, ja öðru en undanúrslitaleiknum sjálfum.


mbl.is Skora á stuðningsmenn KR í mýrarbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kræst.......

...megnið af þessu ágæta fólki þyrfti að fá einhvern til að koma og hjálpa sér við að versla í fataskápinn  Whistling      Smile
mbl.is Funheit sumartíska í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með kúkinn í buxunum.....

....en rífur kjaft. Er ansi hræddur um að Danny North ætti að hafa sig hægan. Fæddur og uppalinn í Grímsby pilturinn og hefur því væntanelga verið alinn upp á innfluttum íslenskum þorski, rétt eins forfeður hans í nokkra ættliði. Held að honum væri nær að sýna okkur meiri virðingu.    ....en ætli maður hafi nokkuð áhyggjur af honum eftir leik á morgun!

Sé það núna hann er fæddur nokkrum mánuðum eftir að ég fór heim til Íslands eftir störf mín við höfnina í Grimsbý. Ætli maður færi illa út úr því að fara fram á DNA-próf?


mbl.is Óþarfi að hræðast ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.