Mávarnir saddir

Tap gegn Jóa Kalli og félögum var nú ekki það sem að maður vildi sjá gerast í dag. En þeir skoruðu á 90 mín til að tryggja sigurinn og eftir að hafa verið taplausir heima í allan vetur þá erum við núna búnir að tapa tveimur í röð - svekkjandi.   En við erum náttúrulega komnir upp. Mávarnir búnir að innbyrða það mikið af stigum að þeir liggja bara á meltunni. Það verður forvitnilegt að sjá hvort liðið Southampton eða Huddersfield fer beint upp, og hvort fer í umspil.
mbl.is Jóhannes Karl með í sigri á toppliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugar skammt!!!

Held að þessi liðsstyrkur dugi skammt gegn ÍBV í fyrsta leik. hef þá trú að við séum nokkuð sterkari en Fram á þessum árstíma og komum því til með að landa þremur stigum á Hásteinsvelli á mánudaginn. Wink

Framliðið hefur verið sprækt síðustu sumur undir dyggri stjórn Þorvaldar Örlygssonar. Ég á svo sem alveg von á því að að þeir verði sprækir áfram. Þeir munu stríða sumum liðum og taka stig af liðunum í efstu sætunum, stríða þeim aðeins. Held bara að, því miður, séu gæðin ekki alveg til staðar til að takast á við eitt af þremur efstu sætunum. Samt myndi ég nú frekar vilja sjá Fram í einu af topp þremur heldur en KR eða FH Tounge


mbl.is Fram samdi við Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hahahaha

Get ekki að því gert að það er gaman að sjá svona gerst, sérstaklega þegar liðið manns verður ekki fyrir þessu. San Antonio búnir að fara mikinn í vetur en það dugar skammt þegar í úrslitakeppnina er komið. Nú má reikna með að Grizzlies hafi toppað sjálfan sig og séu ánægðir með árangurinn og detti því úr leik í næstu umferð!
mbl.is Memphis sendi Spurs í sumarfríið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðir ekkert að gefast inn núna

Það ætla ég nú rétt að vona að Akureyri lyfti sér upp úr þessu og vinni næsta leik. Já og fleiri það væri í góðu lagi. Yrði náttúrulega sorglegt fyrir þetta lið að tapa þessu kannski 3-0. Liðið búið að eiga fínan vetur en svo þegar kemur að því að ná í eitthvað til að setja um hálsinn þá er eins og menn bara ráði ekki við að klára verkið. Það er einhver trúi sem þarna vantar til að klára, jújú og eflaust einhverjir hæfileikar líka en þannig er það líka hjá FH, en þeir virðast hafa meiri trú á því sem þeir eru að gera.
mbl.is Atli: Þessu er langt frá því lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggst ekki gegn þessu!

Ég sem stuðningsmaður, ekki innanbúðarmaður í Hólminum, get nú ekki lagst gegn þessari ráðningu. Finnst piltur hafa staðið sig með miklum ágætum, þó svo að maður sé nú ekki sáttur við að hafa dottið út fyrir Stjörnunni um daginn - en svona fór þetta.   Þetta tímabil er búið að nú er bara að bíða þess næsta hef þá trú að menn geri góða hluti!
mbl.is Ingi Þór framlengdi við Snæfell til 2014
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að þessu!

Veit ekki hvað ég á að segja. Hef nú ekki verið hrifin af þessum innanhússparkvöllum til keppni í Íslandsmótum hngað til, en það er nú alveg kominn tími á að breyta þessu enda vellirnir fyrir nokkru orðnir mjög góðir.  Hlakka bara til að mótið er að byrja .....ekki laust við að mann langi að ná í gömlu takkaskóna og stilla þeim við útidyrahurðina, svo mikil er spennan orðin..... Áfram ÍBV
mbl.is Leikur Fylkis og Grindavíkur í Kórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum eitt alveg á hreinu

Deiluna þarf að leysa svo einfalt er það - hvaða leið svo sem verður fetuð þá verða menn að leysa málið.
mbl.is Tengja Icesave við ESB-umsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp skal haldið!

Það er greinilegt að menn ætla að gera atlögu að öðru sætinu í deildinni í sumar. Hver bjóst svo sem við öðru af Guðjóni Þórðarsyni? Hvort það tekst kemur svo bara í ljós. Menn ættu allavega að geta tryggt sæti sitt í deildinni. En í þessari deild getur nú allt gerst og það má lítið útaf bregða hjá liðum og þá getur farið illa.

Hef nú þá trú að Skagamenn rúlli deildinni upp og því er í raun bara að einu sæti að keppa .....jú og 2 að forðast!!!


mbl.is Enn styrkist lið Vestfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlinn kominn framúr

Þetta eru góðar fréttir fyrir unnendur íslenskra tuðrusparkara. Það er gaman að sjá að Eiður Smári virðist vera að komast fram í dagsljósið á ný - vona bara að svo verði áfram. Þeir verða kannski saman um markaskorunina þarna næsta vetur Zamora og Dempsey og Eiður Smári sér um að mata þá!!!  Það myndi gleðja mig að sjá Zamora konung og Eið ná vel saman.   ....maður veit nú heldur ekkert hvað gerist þarna yfir sumarmánuðina kannski verða einhverjir seldir.
mbl.is Eiður Smári fékk góða dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargandi snilld!

Ekki amalegt að hafa svona leikmann innanborðs, galdramaður. Ekki einu sinni besti leikmaður í heimi ef eitthvað er að marka sir Alex Ferguson. Hver þarf besta leikmann í heimi þegar maður hefur svona snilling? 
mbl.is Frábært mark hjá Messi (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaun í boði!!!

Ákveðið hefur verið af sveitarstjórnum á svæðinu að veita sérstakan styrk til þess eða þeirra einstaklinga sem eru tilbúnir að taka að sér að telja holurnar í veginum!!!!  Þetta er nú meira ruglið. Að við skulum hér vera árið 2011 og að velta okkur upp úr því hversu mikil hörmung vegakerfið er þarna fyrir vestan er ótrúlegt. Ástandið þarna á þessu svæði er ekki dapurt heldur hörmung.
mbl.is Varasamur vegur fyrir vestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Issss þetta er ekki neitt!!!

Hafði heyrt að til stæði að þetta myndi hækka um 100% þannig að fólk getur nú bara verið nokkuð sátt við þetta!!!   ..........en þessi hækkun er náttúrulega ekkert annað en svívirðilegt svo ekki sé meira sagt, glæpur gegn bifreiðaeigendum!!!!!
mbl.is Bílastæðagjald hækkað um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Gunnar við þessu?

Hvað ætli hinn gamalreyndi skipstjóri Gunnar Jónsson segi við þessu? Það var nú það fyrsta sem mér satt í hug þegar ég sá þesa frétt. Gunnar karlinn er nú ekki lengur með skipið en í mínum huga eru orðin Gunnar og Ísleifur samofin, þannig hefur það verið og verður.  Maður getur einhvern veginn ekki sleppt þessum vangaveltum þegar maður heyrir minnst á svona tilraunaverkefni og að menn hafi falast eftir Ísleifi til verksins.  Get ekki  sagt annað en að það verður forvitnilegt að fylgjast með þessum tilburðum, sem vonandi koma þó til með að ganga vel ef af verður.  .........Ætli Jón Bjarnason setji nokkuð kvóta á sanddælingu, hún hlýtur að vera bara gefin frjáls?

......menn, konur og ég tala nú ekki um börn eru orðin ansi langeyg, mörg hver,  eftir að siglingar hefjist á ný í blessaða höfnina hinu megin við sundið. Mest finnst mér þó bera á pirringi þeirra er við köllum brottflutta Eyjamenn.

 


mbl.is Loðnuskip í nýju hlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband