Að gefa fólki von!

Góður sigur hjá Suns í síðasta leik ársins.  50 gegn 32 í hálfleik og Suns með 9 minnir mig 3ja stiga - 12 í heildina. Athyglisvert er að Steve Nasah er bara með 2 stoðsendingar og fáar mínútur spilaðar. Dragic og Gortat taka við stoðsendinga hlutverkinu og eru með 5 hvor. Nýju mennirnir Vince Carter og Mickael Pietrus í fyrsta sinn báðir í byrjunarliðinu. Gerðu samtals 30 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar. Jared Dudley með 19 stig þar af 15 í fyrri hálfleik, 4 3ja stiga. Suns ekki búið að eiga góða daga yfir jólahátiðina hingað til, 4 töp í röð. Nú er bara að sjá hvernig menn takast á við fyrstu daga þessa árs. hlutfallið 14 - gegn 17 og leikir við  Sacramento Kings úti og Lakers og Knicks, Stoudemire kemur í heimsókn,  heima framundan. Ætli hlutfallið verði 14-20 eftir þessa 3 leiki?
mbl.is Bryant tryggði Lakers sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár

Langar að óska lesendum mínum gleðilegs nýs árs með miklum og kærum þökkum fyrir innlitin á árinu sem er að líða.

Ætla að fjalla um árið 2010 í pistlum hér eftir helgi en það stendur óneitanlega upp úr blogglega að ég eyddi miklum hluta janúar á toppnum á listanum hjá mbl.is ef mig misminnir ekki þá voru þetta um 25-30 dagar.

Bestu kveðjur til ykkar allra og megi nýja árið færa ykkur öllum margar gleðilegar stundir. til að taka með ykkur inn í framtíðina.


Vel að þessu kominn

Fáir voru það á þessu ári sem fólki hafði eins margar og misjafnar skoðanir á og jafnaldri minn Jón Gnarr. Hann er vel að titlinum kominn.

Til hamingju herra borgarstjóri


mbl.is Jón Gnarr maður ársins á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin kreppa - bara hamingja!!!!

Get ekki sagt að þetta komi mér neitt sérstaklega á óvart - þrátt fyrir að hér sé allt í "kaldakoli" ef marka má stjórnmálamenn, sérstaklega stjórnarandstöðu. Ég fór í sumarfríið mitt í byrjun desember, 5 dagar í London. Fínt frí þegar ég kom heim var mikið líf og fjör í fríhöfninni sem þétt skipuð var farþegum úr hinum og þessum flugum, allir að versla.

Hvernig var t.d. með alla þessa jólatónleika sem uppselt var á miðar á tæpar 12 þús. krónur runnu út eins og þetta væru 1200 krónur ekki 12 þúsund - Er kreppa?

En ég er ekki hissa þó fólk versli erlendis. Ég sá áðan Blue Ray spilara á tilboði 49.900 (rétt verð stóð 74 og eitthvað minnir mig, einhverjir myndir fylgdu held ég með) Ég sá Philips Blue Ray spilara í London og 3 myndir fylgdu 99 pund - jebb undir 20 þúsund. Ipod touch kostaði 35 þús í London ekki á tilboði skilst að slíkir spilarar séu á um 55 þús miðað við sama GB. Geisladiskar kosta hér heima rúmlega 3 þúsund,  Hægt var að velja um haug og helling af tveimur fyrir 10 pund í London (1850) - samt var um að ræða marga af vinsælustu diskum þessa árs. Gallabuxur í Next í London 25 pund skilst að gallabuxur hér heima séu á 10 þús í sama flokki - hef samt ekki kannað það.

Athugið við erum að tala um þessi verð erlendis þrátt fyrir hrun krónunnar.

 


mbl.is Kortavelta eykst milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkar langbestu......

Vona að það verði ekki margir svekktir þó að ég segi að um þessar mundir eru þetta 2 langbestu leikmenn okkar. Grétar Rafn reyndar búin að eiga erfitt uppdráttar síðustu misseri en það lagast vonandi fljótt. Sérstakt að sjá hann tekinn út úr liðinu þar sem hann var klárlega einn af ásunum í liðinu.

Svo er ég ánægður með það skref Gylfa að fara yfir í Þýsku deildina það var góð færsla og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir þeim gæðum sem eru í boði í þýska boltanum. Virkilega erfið deild Budnesligan.

Vona að 2011 verði gott ár í fótboltanum hér heima sérstaklega hjá ÍBV og svo hjá U-21 í úrslitakeppninni í Danmörku.


mbl.is Gylfi og Grétar í úrvalsliði Norðurlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða helvíti...... Mun þetta aukast?

Þetta er náttúrulega skelfilegt. Vonandi næst í skottið á viðkomandi þjófi/um.

Svo dettur maður í það allra svartasta:

Ætli þetta sé tilkynningin um að maður þurfi að fara að læsa húsinu sínu hér í Eyjum í hvert skipti sem að maður bregður sér frá? Ætli þetta verði fylgifiskur Landeyjahafnar? Meira aðgengi, fleiri glæpamenn og svo framvegis......

Ætli við séum að fara að sjá nútímann banka upp á hér í Eyjum?

....best að missa sig ekki í þessum vangaveltum. vona bara að félagar mínir og nágrannar í lögreglunni komi höndum yfir þann/þá er þarna voru að verki.


mbl.is Skartgriparán í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasóun

Það verð ég að segja að í mínum huga er það einungis fólk sem hefur ekkert við tímann að gera sem nennir að stauta sig í gegnum pistla formanna flokkanna í uppgjöri við árið. Allir þessir aðilar sem hafa hvert á fætur öðru verið eins og beljur á svelli í baráttunni við það að sannfæra þjóðina um eigið ágæti og að það hafi leiðirnar til lausnar. .....
mbl.is Vill nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég hissa

Ég var alveg viss um að hlutur ríkisins væri kominn upp fyrir 125 kr per ltr. Ekki það að þetta sé ekki nógu slæmt. Bjóst bara við því að fingralangt ríkið væri komið næstum alveg niður á botn í veskinu hjá mér.
mbl.is Ríkið tekur 110 kr. af lítra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skjóta í kaf!

Það er ég hræddur um að Eyjamenn missi sig á morgun líkt og um mörg önnur áramót og skjóti upp eins og um síðustu áramót mannkynssögunnar sé að ræða. Upphitun er hafin með einni og einni bombu sem flýgur á loft og springur með glans. Svo þegar líður á morgundaginn æsast leikar og hámarkinu er svo náð rétt fyrir miðnætti á morgun þegar himininn yfir Eyjum  verður eitt allsherjar ljósahaf, alltaf skemmtilegur tími.

Vona þó að fólk fari gætilega og allt fari vel svo ekki verði allt logandi í fréttum af óhöppum á nýjarsdag.


mbl.is Flugeldasalan gengið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprækur stjóri

Alls ekki slæmur kostur held e´g fyrir Sheffield United að ráða Micky Adams til starfa. Ég hafði svo sem ekki mikla trú á honum framan af a´ferlinum en hann hefur vaxið og er orðinn fínn stjóri í dag. Reyndar sennilegast bestur í að vera með lið sem ekki eru stór og þurfa að hafa fyrir hlutunum. Sumir vilja þá kannski meina að Sheff. Utd sé og stór biti fyrir hann en svo er aldeilis ekki. United er á hælunum og þurfa spark í rassgatið til að komast af stað Micky  er akkúrat þannig karakter. Ég reikna því með hækkandi sól hjá Sheff. United.

Hér er afrekaskrá kappans

Fulham
Brighton & Hove Albion
Leicester City
Coventry City
Port Vale

Promotions

 

 


mbl.is Adams tekinn við liði Sheffield United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kamínu eigendur!

Nú hljóta kamínu og arin eigendur að auglýsa og bjóðast til að taka við trjám hjá vinum og nágrönnum!!! Alla vega er ég til í svoleiðis hér í Eyjum. Fátt skemmtilegra en að skella eins og einu niður höggnu tré í kamínuna.
mbl.is Borgarbúar verða sjálfir að farga jólatrjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt upp hönd þið....

....sem eruð orðin þreytt á Jóhönnu Sigurðardóttur. Veit ekki alveg úr hvaða átt hún kemur stundum. Satt eð a logið þá finnst mér þetta hérna grín, hún er kannski svona lúmskur húmoristi eins og Davíð Oddss. eftir allt saman:

„Það hefur enginn haft samband við mig úr Framsóknarflokknum og ég hef ekki haft samband við neinn. Þetta eru bara svona sögur sem ganga og fólk skemmtir sér við.“ 

Einmitt!!! Þjóðin er náttúrulega svo illa grilluð í kollinum að hún gerir sér ekki grein fyrir því að þreifingar geti verið í gangi þó svo að Jóhanna sjálf sé ekki að tala við Framsóknarflokkinn, hann við hana beint. Össur er nú frægur svona milliliður í að koma að svona hrókeringum.

Jóhanna komdu fram við þjóðina eins og þú villt að hún komi fram við þig. ja ekki nema að þú viljir að þinn tími líði hjá endanlega.


mbl.is Jóhanna blæs á framsóknarsögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef alltaf sagt það....

....og segi en að Davíð er húmoristi góður.
mbl.is Davíð: Ekki starfhæf ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband