Færsluflokkur: Bloggar

Hvar er vasaklútur Gauta Þormars?

Afar sérstakur fréttaflutningur. Hélt að mbl.is væri yfir svona dapra fréttamennsku hafinn en svo virðist ekki vera. Þetta eru ekki svo háar tölur per haus þegar uppi er staðið. Hafa menn prófað að taka hótelherbergi í Reykjavík, ja eða annarss staðar, í 3 jafnvel 4 nætur? Hvað kostar það? Oft er þarna um að ræða hús með öllu innbúi fólks og aðgengi að öllum þeim þægindum sem fólk vill hafa í kringum sig. Ísskápar, grill, uppábúin rúm, salernis- og sturtuaðstaða, þægileg rúm og ég veit ekki hvað. Horfið á heildarmyndina.

Veit um hópa sem greiða allt frá 5750 per haus per nótt og upp í nokkuð meira og þarna er miðað við 3-4 nætur. Er ansi hræddur um að svona ódýr gisting finnist ekki í Reykjavík, ja nema í Laugardalnum og þá að þú takir með þér þitt eigið tjald.

Fínt að taka hausinn úr sandinum áður en menn fara að fabúlera um svona hluti. Kannski að pilturinn og félagar tjaldi bara þessa helgina.

En hvað sem öðru líður þó óska ég fólki góðrar skemmtunar um þessa helgi, sem og aðrar, og að allir komist heilu og höldnu í gegnum þessa daga. Alveg sama hvað þið takið ykkur fyrir hendur gott fólk þá segi ég: góða skemmtun 


mbl.is Hundruð þúsunda fyrir íbúð í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp, hjálp hvar er framsókn

Hvað er eiginlega í gangi? Er búið að láta þingmenn og stuðningsmenn framsóknar vita? Þetta er náttúrulega ekki hægt.  Skondið að þarna er líka sagt að kjötið standist þeirra kröfur - ok - eru það einhverjar eðalkröfur? Þetta eru jú pylsur sem við erum að tala um. Ekki eins og það sé einhver hágæða vara.

Ég er nú þeirrar skoðunar að menn eigi nú að fara að skoða þetta aðeins með innflutninginn og heimila hann í auknum mæli og hætta þessu ýkta verndarsjónarmiði sem er í gangi hér á landi.


mbl.is Danskt kjöt í SS-pylsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...sjúkur heimur

Hversu sjúkt er þetta orðið allt saman? Er einhver þarna úti sem getur skýrt þetta út fyrir mér? Hélt að þarna væri allt morandi í trúuðu fólki sem vissi að svona hörmungar leystu engan vanda en svo virðist ekki vera. EInhvern veginn tekst fólki alltaf að réttlæta fyrir sjálfum sér einhvern viðbjóð gegn náunganum ef því svo þóknast. Allt common sense fer út um gluggann og eftir stendur berskjaldað hatur í garð næsta manns og réttlætingin felst í því að sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkan í eigin auga. - sorglegur á alla kanta þessi viðbjóður. 

...að mæta svo til að sitja í stúku til að sjá viðbjóðinn er nú með því fáránlegra sem ég hef heyrt lengi. 


mbl.is Fylgjast með árásunum af Sderot-hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...er biskupinn ekki jarðtengdur?

Slæmt þykir mér að lesa þetta og sjá að hinn mæti og mikilsmetni prestur Ólafur Jóhann fái ekki stöðuna með stuðningi biskups.  Án þess að kasta rýrð á aðra presta landsins þá verður ég að segja að ég held að fáir, ef nokkur prestur, hafi sungið sig jafn ljúflega inn í söfnuð sinn og Ólafur Jóhann hefur gert. Afskaplega heilsteyptur og skemmtilegur karakter þessi drengur og sóknarbörn hans eru svo sannarlega á þeirri skoðun líka.

Þykir ekki gott að sjá þetta mál fara í þennan farveg, þó hann sé kannski hinn rétti að mati biskups, en ég trúi því að sóknarbörnin munu hafa sitt í gegn og að biskup verði sáttur við þá niðurstöðu.

 


mbl.is Biskup hafnar tillögu um séra Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....og það heldur áfram!!!

Það er ekki aðspyrja að því þetta verður svona löng og ströng deila - það þarf nú að fara að huga að þessum rekstri á annan hátt ef þetta er orðin raunin - þetta er þjóðvegur okkar skerverja og þetta er engan veginn ásættanlegt. Þessi þjóðvegur er í boði ríkisins og því er spurning um það á þessum tímapunkti - já bara akkúrat núna - hvort að það á ekki bara að láta ríkið alfarið yfirtaka þetta og segja bless við aðra er að rekstrinum koma - varla versnar þetta!!!  

Ég skil það vel þegar þjóðvegir verða ófærir af náttúrunnar völdum en að menn loki honum á þennan hátt er óþolandi

Þetta er gjörsamlega óásættanlegtástand  það sér það hver maður, hver kona og hvert barn. 


mbl.is Herjólfsdeilan er enn í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungin ein - vægast sagt, sýnum samstöðu

....ekkert að frétta þarna - og bæjarfélaginu blæðir.

Við höfum ekki vegi eða göng og þurfum því að hafa þetta í fullkomnu lagi. 

Þið sem eruð á því að þetta sé ótækt óstand getið kvittað hér - trúi því ekki að landsmönnum sé einfaldlega bara sama um að svona sverfi að bæjarfélögum sama hvort það eru Vestmannaeyjar eða annað byggðarlag, endilega kvitta takk.

kær kveðja úr Eyjum 

 

 


mbl.is Mikið tjón fyrir Vestmannaeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið!

...nú þurfa menn að fara að finna flöt á þessu. Þetta er orðið ágætt í bili, takk fyrir

Er farinn að halda að þessar viðræður snúist meira um þrjosku en skynsemi og það kann ekki góðri lukku að stýra. 


mbl.is Langt í land hjá Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...að vera úr takt

Held að það megi kalla þennan hlut að Bjarni sé kannski ekki alveg í takt við fólkið. Hver ástæðan er veit ég ekki en kannski er hún sú að það er búið að renna fyrir vasann sem hann dvelur langdvölum í.  Vonandi sleppur hann upp úr vasanum um stundarsakir og sér ljósið. 
mbl.is „Ákallið hærra en ég átti von á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar þessir peyjar

Sérdeilis frábær árangur sem Eyjapeyjar eru að ná í vetur í deildinni. Gaman að sjá ÍBV nafnið svona ofarlega á töflunni eftir mörg frekar mögur ár í klisturkastinu hjá körlunum. Er orðinn þess alveg fullviss að þetta ár mun enda með einni allsherjar flugeldasýningu sama hvað hver segir. Afram ÍBV - alla leið
mbl.is Fjórði sigur Eyjamanna í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýri að eignast barn!!!!

Þetta er bara orðið meiri háttar mál að eignast barn og búa í Eyjum. Þetta er náttúrulega á engan hátt boðlegt, svo vægt sé til orða tekið. .....þetta er nú ekki vænlegt til eflingar byggðarlags eins og okkar ef þetta er í svona miklum lamasessi sem nú er. En til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn Aníta og Sigurður Oddur.

Við skulum svo vona að það rætist úr málum hérna í suður höfum á næstunni. 


mbl.is Þriggja tíma sjóferð með nýfætt barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband