Færsluflokkur: Bloggar

Sorglegt fyrirkomulag!!

Þetta er nú með því betra sem ég hef heyrt lengi: „Við töpuðum ekki leiknum viljandi en við reyndum heldur ekki að sigra."

Hvað reyndu menn þá? Hefði verið skondið að sjá leikinn ef hovurgt liðið hefði viljað vinna - það hefði verið afar sérstakt. hissa á mönnum að bjóða ekki upp á slíkt í þessari riðlakeppni. Þetta fyrirkomulag náttúrulega afar sérstakt miðað við kerfið sem var og virkaði ágætlega og allir leikir gegn góðu iðunum gátu gefið þér stig í framhaldið. Það er mun heilbrigðarakerfi.


mbl.is „Við reyndum heldur ekki að sigra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert - einkar athyglisvert

Verð nú að viðurkenna að ég er ekki alveg að skilja þessa ráðstöfun hjá stjórn Southampton. Verðum við ekki að vona að stjórnarmenn dýrlinganna viti hvað þeir eru að gera þegar þeir láta dýrling fara og ætla að reyna að skapa nýjann? Adkins náð frábærum árangri með liðið. Liðið hefur verið að rétt hlut sinn í efstu deild síðustu misseri og því er e´g ekki að kaupa þetta þá svo að menn hafi sent þessa yfirlýsingu frá sér. - er reyndar sammála hugyndafræðinni þarna en hef hvergi séð Adkins hallmæla henni.

Southampton executive chairman Nicola Cortese said: “This decision has been made with the long-term ambitions of Southampton Football Club in mind.

"Whilst we acknowledge the contribution Nigel has made during the past two years, for the Club to progress and achieve our long-term targets a change was needed.

“Mauricio is a well-respected coach of substantial quality who has gained a reputation as an astute tactician and excellent man manager.

"I have every confidence that he will inspire our talented squad of players to perform at the highest possible level.

“He also shares my belief that the most successful clubs are built by nurturing young players through a development system that provides a clear path to the first team, thereby creating a culture that keeps them at the club for the long term.

"This is an approach he has employed with great success in the past and I look forward to him bringing that experience and expertise to Southampton.”

 

 


mbl.is Southampton skiptir óvænt um stjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju - magnað afrek

Frábært afrek hjá Vilborgu Örnu. Það er ekki eins og þetta sé að skjótast á nammibarinn eftir einni áfyllingu eða svo. Þetta er þokkalegt að eyða 60 dögum í að skrönglast þetta ein og óstutt yfir auðnina að markmiðinu sem hana hafði dreymt um. Þetta hefur pottþétt tekið vel á og það hefur þurft góða einbeitningu til þess að halda sínu striki. Kannski að það hafi hjálpað að hafa þjóðina á bakinu að fylgjast með!!!!  ...hjartanlega til hamingju með magnað afrek.
mbl.is Kartöflur með beikoni á pólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vart alþjóðlegt......

...ef það er bara á Ísafirði. En gott framtak - vona að sem flestir notfæri sér það sem í boði verður. Hvað með önnur skíðasvæði? Taka þau ekki þátt?
mbl.is Alþjóðlegur snjódagur haldinn hátíðlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt í hvaða farvegi málið er

Þetta er nú orðið ljóta grínið. - jæja en maður verður víst að sætta sig við það. En það verð ég nú samt að segja að það að hægja á viðræðunum er nú ekkert grín á við þessa bloggfærslu hérna. Alveg óborganlegt hvað sumir láta hafa eftir sér. 

Ég verð að segja að þegar maður les færslur eins og þessa sem ég set hér hlekk á að þá veltir maður því fyrir sér hvort menn séu nokkuð að missa sig í bullinu? ESB að gleypa Ísland - hahaha -

Auðvitað á að klára viðræðurnar og sjá hvað verður á borðinu. Jón Valur veit ekkert um það ekki frekar en ég. En ég þori að skoða í pakkann því ég lifi í þeirri von að hann gæti fært Íslenskum heimilum kjarabót og það til langframa, sem og fyrirtækjum þessa lands. Það eru mikil tækifæri innan ESB þegar menn eru lausir við þá tollamúra sem nú standa í vegi fyrir fullt af hlutum. Ég sat í 15 manna hópi um daginn. fólk úr flestum flokkum og þar vildu 12 klára viðræðurnar og fá að skoða hvað í boði væri. ef þessir væru þjóðin þá væru 80% fylgjandi því að klára og fá að sjá hvað í boði verður. Ef ég tek bara þá sem koma við í prentsmiðjunni og ræða þessi mál þá erum við sennilega að tala um að talan sé nær 65% sem vill klára við'ræðurnar.

Ég skil ekki þessi hræðslu manna og sorgæegast þykir mér þegar það eru hægri menn sem láta svona ég sem hélt að við vildum frjálsa samkeppni og slíkt en það virðist því miður ekki vera.  Sérstakt líka að sjá að menn virðast t.d. ekki gera sér grein fyrir stærð Samherja innan ESB. Við eigum kannski að slíta viðræðum við ESB og fara fram á að Samherji og önnur fyrirtæki sem eiga stöðvar erlendis loki þeim og einbeiti sér að því að vera bara á klakanum!!!! - mér þætti gaman að sjá það. 

 


mbl.is Dauði viðræðnanna stórlega ýktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....næst síðasti leikur Arsenal!

.......í FA Cup þetta árið og hann endaði með sigri.

Þá er það á hreinu það verða Arsenal menn sem koma í heimsókn á Amex Stadium í Brighton aðra helgi og etja kappi við mína menn. Það verður gaman og ég hef fulla trú á að mávarnir hefji sig til flugs og driti yfir peyjana hans Arsene Wenger! Svo verðum við í hattinum þegar dregið verður í næstu umferð.


mbl.is Wilshere skaut Arsenal áfram í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjalla-Eyvindur og Halla!

Veit ekki með ykkur en þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá fyrirsögnina á greininni!!!

En það er gott að það eru ekki þau sem eru í haldi heldur eitthvað lið sem virðist stefna á að vera mun skæðara í samfélaginu en Fjalla-Eyvindur og Halla og aðrir íslenskir útlagar voru á sínum tíma. - vel gert hjá lögreglunni, er ánægður með hana, nú sem áður.


mbl.is Útlagar í haldi lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki málið þá er það bara næsti leikur!!!

Vissum alltaf að þetta yrði erfitt - þó ég hafi nú spáð jafntefli. Danir með feikiöflugt lið og það er ekki eins og okkur hafi alltaf gengið vel með þá. Segi eins og Snorri Steinn tökum það jákvæða úr þessum leik og tökum með okkur í næsta leik. Sigur í næsta leik er skilyrði eftir þann leik getum við farið að teikna upp framhaldið, ekki fyrr. ....áfram Ísland nú sem áður
mbl.is Snorri Steinn: Vorum rassskelltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er mættur á netið gott fólk

...og hann má skoða hérna.  Gjörið þið svo vel. Nú er bara að njóta

 Áfram Ísland

 


Sá hlær best sem...... hvað segir þú?

Wilbek veit hvað hann syngur. Hann hefur margsýnt það sem þjálfari. Nú er það í höndunum á okkar strákum að hrófla aðeins við því og taka af hans mönnum stig eða tvö - það yrði vel ásættanlegt svo ekki sé meira sagt.

Ætla að leyfa mér að spá 23-23 en þú?


mbl.is Wilbek: Góður varnarleikur hjá Íslendingum á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.