Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Álitlegur kostur

Verð að segja að mér hugnast það ágætlega ef að Keflvíkingar ætla að fá þessa 2 til að koma að þessu. Veit að þeir þekkja innviði félagsins vel. Það er í Keflavík eins og víðast hvar ekki til mikið af peningum til að leika sér með í einhverjum innkaupaleiðöngrum og því mikilvægt að fá slíka menn til starfa.   ....hvenær verður skrifað undir?
mbl.is Zoran og Gunnar með Keflavík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmung

Þetta var ljóta hörmungin þessi leikur í dag. Menn úti á túni algjörlega. Svo mætti halda að TG hafi verið að spila sinn síðasta leik ever. Ætlar hann ekki að klára samninginn? Maðurinn búin að brenna af 4 eða 5 vítum frá því hann kom í fyrra löngu búið að taka af honum vítaspyrnunafnbótina og svo er hann allt í einu skyttan í dag!!! Átti að slá metið? Var metið mikilvægara en stigin 3? Skoraði ekki Aron úr víti um daginn? Mátti hann þá ekki halda bara áfram að taka? Hann hefði reyndar ekki geta tekið seinni vítið enda þá farinn af velli. Fannst þetta mjög spes.

Annars vorum við slakir í dag. Hornin t.d. í fyrri hálfleik hrein arfi. Svo kom þeir gulu í seinni Scotty með nettan bolta og Ólafur Örn mætir - 0-1. Eftir það þurfti maður ekki einu sinni að spá í hvert stigin færu. Eigum bara að þakka Guði, já eða Blikum fyrir að missa bara ekki Evrópusætið úr höndunum.

En maður er samt sáttur við að við náðum Evrópusætinu - það fannst mér raunhæft. Maður verður bara svekktur þegar maður horfir upp á slaka eins og í dag og einhvern veginn svona skort á einbeitningu.

Jæja en þetta tímabil er búið - þá er að spá í framhaldið. Heimir hættur. Fer TG? Hvað verður um Jeffsy? Garner? Tonny? Abel? Albert? Er Heimir að taka við Blikum? Já eða fara til KR? - Já það er líflegt framundan.

Eitt er þó víst, það er að jólin koma í desember - því hér er enginn Castró. Jú annað er líka klárt í mínum huga Áfram ÍBV alltaf alls staðar


mbl.is Grindavík áfram í efstu deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður Íslandsmótsins

Garðar Jóhannsson væri vel að titlinum kominn. Er samt ekki viss um að hann hljóti hann.
mbl.is Garðar markakóngur deildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru þeir næstir......

....Ian David Jeffs og Matt Nicholas Paul Garner. Það verður  fljótt og svo sjáum við hverju verður púslað í framhaldi af því.
mbl.is Christiansen samdi við ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli hann....

....verði í liðinu blessaður? Ekkert sjálfgefið í því.  Mikilvægur leikur fyrir bæði lið á morgun. Grindvíkingar komnir til Eyja og klárir í slaginn Þeir mega ekki tapa. Mega helst ekki gera jafntefli. Verða að vinna. Eyjapeyjum dugar jafntefli til að landa Evrópusæti. Það sama gerist með sigri. Það sama gæti líka gerst með tapi, en það fer eftir því hvernig leikur Breiðabliks og Stjörnunnar fer.

Hann verður spennandi morgundagurinn


mbl.is Tryggvi lætur sporin 18 ekki stöðva sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel valið!!!

Nú fer í hönd ákveðin uppstokkun á FH liðinu. Ég held að fáir, ef nokkur, þekki innviði FH, knattspyrnumegin, eins vel og Heimir og því hið besta mál að hann haldi áfram að stýra liðinu. Ekki hefur verið hægt að kvarta undan árangri. Maður hefur heldur ekki heyrt mikið af óánægjuröddum með störf hans, allavega ekki hingað út í Eyjar.  Lýst því bara vel á þessa ráðstöfun. Gott líka að þurfa ekkert að leggja á minnið að það sé nýr þjálfari hjá fimleikafélaginu!!!
mbl.is Heimir með nýjan samning við FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um 3ja sætið

Nú er staðan bara orðinn þannig hjá mínum mönnum að þeir þurfa að verja 3ja sætið, evrópusæti, í síðustu umferðinni. Menn hljóta nú að hafa það af. En svona lítur þetta út:

FélagLUJTMörkNetStig
1KR211371 44 - 22 2246
2FH211254 43 - 28 1541
3ÍBV211245 37 - 25 1240
4Stjarnan211074 48 - 31 1737
5Valur211056 28 - 23 535
6Fylkir217410 31 - 39 -825
7Breiðablik21669 30 - 39 -924
8Keflavík216312 25 - 31 -621
9Fram215610 18 - 27 -921
10Þór216312 27 - 39 -1221
11Grindavík21489 24 - 37 -1320
12Víkingur R.213612 23 - 37 -1415

og lokaleikirnir.......

127lau. 01. okt. 1114:00Fram - Víkingur R.Laugardalsvöllur 
128lau. 01. okt. 1114:00Valur - KRVodafonevöllurinn 
129lau. 01. okt. 1114:00Keflavík - ÞórNettóvöllurinn 
130lau. 01. okt. 1114:00Fylkir - FHFylkisvöllur 
131lau. 01. okt. 1114:00ÍBV - GrindavíkHásteinsvöllur 
132lau. 01. okt. 1114:00Breiðablik - StjarnanKópavogsvöllur

mbl.is FH skaust uppfyrir ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 leikmenn.....

...sem leikið hafa með ÍBV skoruðu fyrir Stjörnuna í þessum leik. 3 leikmenn sem spilað hafa fyrir KR skoruðu fyrir Stjörnuna í dag!!!!  Tryggvi, Atli og Víðir allir leikið fyrir ÍBV. Atli, Tryggvi og Garðar fyrir KR.

Nú er staðan sú að vinni Stjarnan Blika í síðasta leik sínum á tímabilinu og ÍBV landar ekki stigi gegn Grindvíkingum í síðasta leik þá fá Stjörnumenn 3 sætið og Evrópusæti að ári!!!!!! Margt í spilunum en þó aðeins ein umferð sé eftir. Botnbaráttan svakaleg.

FélagLUJTMörkNetStig
1KR211371 44 - 22 2246
2FH211254 43 - 28 1541
3ÍBV211245 37 - 25 1240
4Stjarnan211074 48 - 31 1737
5Valur211056 28 - 23 535
6Fylkir217410 31 - 39 -825
7Breiðablik21669 30 - 39 -924
8Keflavík216312 25 - 31 -621
9Fram215610 18 - 27 -921
10Þór216312 27 - 39 -1221
11Grindavík21489 24 - 37 -1320
12Víkingur R.213612 23 - 37 -1415

mbl.is Þrjú skallamörk í öruggum 5:0 sigri Stjörnunnar á Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju KRingar

Til hamingju með titilinn. Ekki hægt að segja annað en að menn séu vel að þessu komnir. Búnir að vera í toppsætinu eða sleikja liðið í toppsætinu allt mótið.
mbl.is KR Íslandsmeistari í 25. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá hvað ég nenni ekki......

.....að skrifa mikið um þennan leik. Er svekktur en ekki sár. Sá ekki þetta með rauða spjaldið. Margir sem ég hef heyrt í sem sáu þetta í sjónvarpinu segja þetta hafa verið ansi strangan dóm. Hvað sem því líður þá hlýtur dómarinn að hafa séð eitthvað skelfilegt hafa átt sér stað því hann reif upp rauða spjaldið og veifaði. Allt í lagi með það hans ákvörðun. Í upphafi stórleiks. Spurningin í raun hvprt það hafi verið hann sem fór á taugum en ekki leikmennirnir.  En við náðum forustunni og héldum henni ansi lengi miðað við pressuna sem Vesturbæjarstórveldið setti  á okkur. Jafntefli ekkert svakalega ósanngjarnt því þrátt fyrir að hafa verið betri þá  óðu þeir nú ekki í dauðafærum piltarnir úr næsta nágrenni við Seltjarnarnesið.

Við eigum en möguleika á titlinum. Hef ekki trú á að KR naí í meira en 5 stig úr þremur síðustu leikjunum. Spurningin er hvað við gerum.


mbl.is Jafntefli í toppslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband