Færsluflokkur: Pepsi-deildin

....ekki á stöðuna bætandi!!!

Menn fara mikinn í umræðunni þessa dagana um afleita fjárhagsstöðu Hlíðarenda félagsins, ekki bara einnar deildar. Ef eitthvað er til í þeim orðrómi eru svona hlutir ekki til að hressa upp á svipbrigði gjaldkerans!  Auðvitað er afar sérstakt að spilað skuli á Hlíðarenda en aðrir leikir á svæðinu blásnir af. Hef ekki heyrt skýringuna en hún hlýtur að vera þarna úti einhversstaðar. Er hræddur um að það hafi kostað félagið nokkrar krónur að leikurinn fór fram. kannski að þessi 3 stig hjálpi þeim við að ná Evrópusæti -  hver veit?
mbl.is 384 mættu á völlinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að fara í sleik......

....en spila leik ....... í þessu veðri allavega.  En veðrið lagast aftur, það vitum við sem búum á Íslandi, tala nú ekki um í Eyjum!
mbl.is Leik ÍBV og KR frestað vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður ekki bara spilað....

...heldur munu Eyjamenn þarna krækja í þau 3 stig sem þeir munu hafa í forskot á KR þegar ný vinnuvika hefst.
mbl.is Verður leikfært í Eyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram ÍBV alla leið

Sendi mína bestu og jákvæðustu strauma með ÍBV liðinu í Garðabæinn. Sigur þar færir okkur 3 stig. Það væri ekki amalegt veganesti í næstu leiki. Áfram ÍBV alltaf alls staðar
mbl.is Ráðum örlögunum sjálfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins lak það út......

....búið að liggja fyrir í nokkurn tíma að Heimir ætlaði sér að taka sér hvíld að loknu þessu tímabili. Maður er eiginlega mest hissa að það skuli ekki hafa verið komið á flug fyrr. Personulega fannst mér Heimir eiga að taka eitt ár í viðbót með liðið. Það eru ákveðin skipti í gangi í liðinu og ég hefði viljað sjá hann fara með þau í gegn en svo verður ekki.  Mótið er nú ekki búið og við en í fínum málum og því engin ástæða til að kveðja tannlækninn strax. Vona að maður þurfi ekki að fara að finna sér nýjan slíkan!

Það að ráða Magga Gylfa varð semsagt ofan á. ÍBV er liðið sem kom Magga á þjálfara kortið og hann hefur haft hingað ákveðnar taugar síðan þá, þó svo að hann hafi hoppað frá borði til að taka við KR á sínum tíma - eitthvað sem ég fæ aldrei skilið. Hér í prentsmiðjunni gall við í morgun þegar þetta spurðist út, ætli hann komi þá ekki með kaffivélina sína með sér? Það eitt að Maggi ætlar að snúa aftur þýðir að hann verður að gera eitthvað í því að fá sér stærra Þjóðhátíðartjald, eins og rætt var um í Dalnum í ár. En ljóst  er, burtséð frá Þjóðhátíðartjaldinu, að Maggi tekur við fínu búi og þarf að viðhalda því.

Ég verð reyndar að segja að mér finnst þessi tilkynning um þjálfara vera gerð á réttan hátt það er mun betra að hafa klárað þetta og gert opinbert en að láta sparkheim velta sér upp úr þessu hægri vinstri og láta það jafnvel hafa áhrif á liðið. Menn hafa vitað nokkuð hvað var að gerast, þó ekki hafi það farið á flug. Nú fer það á flug en flugið verður ekki eins hátt og það er búið að koma í veg fyrir kjaftaganginn.


mbl.is Heimir hættir og Magnús tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spenna alla leið.....

...þetta voru frábær úrslit fyrir mótið. Nú verður að hafa róandi á náttborðinu og öryggisbeltin spennt alla leið til loka - svei mér þá.

Mínir menn eiga ekki létt verk framundan þrátt fyrir að vera í efsta sætinu nú í kvöld. Stjarnan úti á fimmtudag, KR heima á sunnudag, FH úti helgina eftir það og svo Grindavík heima. 12 stig í boði og til að eiga séns á titlinum þarf lágmark 10 stig myndi ég halda.


mbl.is Fyrsta tap KR í deildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin hætta!

Þetta var góður, nauðsynlegur og sanngjarn sigur á Þórsurum. Norðanmenn tóku reyndar forustuna með góðu marki en síðan voru það heimamenn sem réðu lögum og lofum í leiknum fyrir utan 2 bráðskemmtilegar sendingar sem splundruðu vörn Eyjamanna í seinni hálfleik. Rangstaða var reyndar dæmd í annað skiptið en í hitt þvælist félagi Garner fyrir Þórsaranum og ég er viss um að einhver dómari hefði tekið sig til þar og dæmt víti en svo var ekki í þessu tilfelli. Spear átti frábæran leik og sýndi hvers hann er megnugur. Gerði ekki bara þessi 2 mörk. Ætla ekkert út í einhverja sér sálma hér en þetta var góður sigur, og ekki verri í ljósi þess að Tryggvi GUðmunds og Finnur Ólafs voru í banni.

Stjarnan í Garðabænum á fimmtudaginn - verður gaman að sjá hvernig það mun ganga. 


mbl.is Eyjamenn í efsta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Selfyssingar

Gaman að fá ykkur aftur upp. Vel að þessu komnir. Nú koma menn upp á öðrum forsendum en síðast. Þá var það í fyrsta skipti. Nú koma menn aftur reynslunni ríkari. Munu leggja meira á sig og berjast af en meiri krafti til að halda sæti sínu í deildinni. Ég hlakka til að sjá það.
mbl.is Selfyssingar fagna úrvalsdeildarsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt!!!

Til hamingju Stjörnustelpur - mikið gaman að sjá ða það var ekki Valur sem landaði þessu eitt árið en. Svoleiðis vinningsseríur verða þreytandi. Til hamingju Stjörnustelpur - til hamingju minn kæri vinur Þorlákur Már Árnason - Glæsilegt hjá ykkur.
mbl.is Stjarnan Íslandsmeistari 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvísláin erfið!!!!

Fimleikafélagið kom eitthvað rangt að tvíslánni í kvöld. Því fór sem fór. Frábær sigur hjá Garðbæingum. Til hamingju Atli frændi og félagar. Nú er bara að vona að þið klárið rest nema leikinn gegn Eyjamönnum þann 15. sept. :-)    ....Bið að heilsa vinum mínum sem halda með Fimleikafélaginu, þeir eru margir og búnir að hafa nokkuð hátt síðustu vikur.
mbl.is Stórsigur Stjörnunnar á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband