Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Kjöt á beinin?

Já ungur strákur og að margra mati efnilegur. Verður gaman að sjæa hvað hann gerir í ÍBV uniforminu. Hann er það væntanlega ljóst að hér verða menn að sýna sig og sanna áður en þeim verður klappað á bakið. 2 mörk í 13 leikjum ekki mikið í næst efstu deild þegar maður leikur með langbesta liðinu!!!  En hann fær sín tækifæri áður en maður gagnrýnir hann eitthvað af viti. Vona að hann eigi eftir að reynast okkur vel og er ángæður með að pilturinn gerði langan samning. Velkominn til liðs við ÍBV Ragnar.

Hvort hann og Eyþór Helgi Bigga Óla Runson eiga eftir að reynast alvöru kjöt á beinin fyrir okkur kemur svo bara í ljós


mbl.is Ragnar Leósson samdi við ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur hvers knattspyrnumanns.....

...að verða atvinnumaður í knattspyrnu.  Að fá tækifæri til að æfa hjá Brighton, og eiga möguleika á samningi,  er svo eins nálægt toppnum í þessu öllu og hugsast getur. Vona svo sannarlega að pilti gangi vel að sanna sig hjá mínum mönnum.  Það var nú bara í sumar sem að Brighton hafði áhuga á því að klófesta Hemma Hreiðars og Ívar Ingimars. til að styrkja leikmannahópinn, svo straumarnir í átt að Íslandi eru sterkari þessa mánuðina. Já og Gus Poyet skoðaði Gunnar Heiðar síðasta vor.
mbl.is Kjartan Henry til skoðunar hjá Brighton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vita nú allir.....

...hvert Fjalar er að fara.

 

......jú mikið rétt - í annað lið!


mbl.is Fjalar hættur með Fylkismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mariner seigur

Tel þetta hárrétta ákvörðun hjá Steina Mariner Eyjapeyja, og gömlum leikfélaga. Ef að hann er svona ósáttur við þetta ferli er rétt að stíga til hliðar. Hvernig hefði samstarf formanns og þjáflara orðið ef að formaðurinn hafði ekki áhuga á að ráða formanninn. Það hefði aldrei gengið, aldrei.

Nú er bara að sjá hvort menn ná að landa Guðjóni, já og hverjir munu skipa nýtt ráð.

Steini getur þá bara tekið hlaupin fastari tökum  Smile


mbl.is Þorsteinn mótfallinn ráðningu Guðjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hhhmmmmmmm

Veit ekki hvað ykkur finnst. En get sagt það að mér finnst þetta svolítið spes. Til hvers þarf að láta það berast í fjölmiðla að ákveðið hafi verið að tala við Guðjón um að taka að sér þjálfun hjá félaginu - þ.e.a.s. ef samkomlag næst.  Fáum við svo kannski daglegar fréttir af því hvernig viðræðurnar ganga?
mbl.is Ákveðið að semja við Guðjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg sáttur eða.......

Fátt þarna sem kemur á óvart svo sem. Sýnist flestir mjög vel að sinni nafnbót komnir. Finnst samt eins og Þórarinn Ingi hefði átt að ná inn í úrvalslið ársins, með þessu vali. En svona er ég skrýtinn. Hannes Þór svo sannarlega einn af ásum Íslandsmótsins í ár.

Finnst líka frábært að sjá vinkonu mína Elísu Viðarsdóttur þarna inni í kvennaliðinu. Hún er væntanlega líka fyrirliði Wink

Þjálfarar ársins eru náttúrulega bara þeir einu sem komu til greina í þeirri deild. Árangur Rúnars í sumar hreint út sagt frábær. Sama hvert litið er. Þorlákur Már náði náttúrulega ótrúlegum árangri með liðið í deildinni í sumar og afrek Stjörnunnar góður - alltaf gaman þegar eitthvað nýtt lið kemur og landar dollu.


mbl.is Hannes og Gunnhildur leikmenn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púslið heldur áfram

Glæsilegt. Gamli vinstri bakvörðurinn búinn að skrifa undir nýjan samning. Hann hefði nú getað ælt þessu út úr sér í gær þegar hann kíkti í prentsmiðjuna. En það eitt að fá hann í heimsókn var svo sem næg ánægja í gær og þetta reddaði deginum í dag. Everton aðdáandinn á eftir að halda áfram að reynast okkur vel - ekki spurning.
mbl.is Garner samdi við Eyjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel valið

Ég held að þarna hafi Keflvíkingar gert góða hluti. Efnilegur þjálfari Zoran. Þekkir innviði félagsins og veit hvað er að koma í gegnum unglingastarfið. Ætti því að vera vel í stakk búinn til að taka þau skref sem brátt þarf að taka við að hleypa nýju blóði í æðar Keflavíkurliðsins. En það er ekki nóg að ráða góðan þjálfara aðrir hlutir þarna í kring þurfa líka að vera í lagi. Eins og skipun annarra er næst liðinu standa. Þar held ég að áframhaldandi starf Gunnars Oddssonar geti verið mikilvægur hlekkur þó svo að ég sé nú ekki öllum hnútum kunnugur þarna þá held ég að hann sé með hjarta og hug á réttum stað.

Svo verð ég nú að koma því að að ég tel að það verði að telja Zoran Daníel það til tekna að hafa leikið með ÍBV Smile 


mbl.is Zoran Daníel ráðinn þjálfari Keflavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eru heppnari en aðrir

...það verða ég að segja að þarna gerði Fimleikafélag Hafnarfjarðar góðan hlut. Ekki amalegt að ráða þennan pjakk sem aðstoðarmann hjá Heimi Guðjóns. Guðlaugur kominn með fína meistaraflokksreynslu. Þekki líka hverja þúfu og hvern hól í Krikanum og því bara fengur af pilti. Hvort það dugar til að landa titli læt ég ósagt!!!
mbl.is Guðlaugur ráðinn aðstoðarþjálfari FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimir Hallgríms til Grindavíkur?

Fékk hringingu rétt áðan og var spurður hvort að Heimir Hallgrímsværi á leið til Grindavíkur? Hvernig á ég að vita það. Er hann ekki enn erlendis í fríi? EN ég veit að Grindvíkingar yrðu ekki sviknir af því að fá hann til starfa. Það er nú Eyjamaður formaður knattspyrnudeildar þannig að kannski að þetta bara sé rétt. En tíminn mun leiða það í ljós.
mbl.is Ólafur Örn hættur sem þjálfari Grindavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband