Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Hvaða hvaða

Menn eiga að gleðjast yfir frábærum árangri KR-inga, komist þeir áfram. Hvað með það þó að það kosti Birki Sveinsson hjá mótanefnd, og félaga, nokkur svitaköst. Verum ekki að gera mál úr svona  hlutum. Loksins þegar þeir eiga sér, jafnvel stað, og íslenskur deildarfótbolti sér til sólar gagnvart erlendum eftir mörg frekar mögur ár. Fögnum þessu, vonum að KR-ingar fari áfram og óskum þeim alls hins besta á fimmtudaginn. Svo tökumst við á við hitt sem að ég veit að leysist farsællega
mbl.is Setur KR allt úr skorðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju vinur!

Þetta er nú rós í hnappagatið fyrir jafnaldrann og Nottingham Forest stuðningsmanninn. Þó ég hafi nú gagnrýnt ummæli hans um daginn, við lítinn fögnuð, þá er karlinn vel að þessu kominn enda árangurinn hjá liðinu á margan hátt verið framar björtustu vonum, þrátt fyrir brotlendingu í bikarnum. Það er en séns á að landa meistaratitlinum og ég veit að stefnan hefur verið tekin þangað.  Til hamingju nú er bara að verja þennan titil!!!!
mbl.is Jón Ólafur: Vonandi ekki hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt KR-ingar - til hamingju

Frábær árangur - ekki slæmt að taka þetta með í búningatöskunni í útileikinn. Róðurinn verður erfiður en ekki óvinnandi. Ég bloggaði um það í dag að þjálfari Zilina sagðist viti allt um KR. Er vitið meira en Guð gaf? sagði ég. Málið er að svona ummæli finnst mér oft benda til svona yfirborðskenndrar trú á sjálfum sér. Held nefnilega að þegar menn segja svona þá á stundum eru þeir ekki alveg vissir hvar þeir standa en vilja líta vel út.

TIl hamingju KR-ingar


mbl.is Stórsigur KR á liði sem var í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er vitið meira en Guð gaf?

Pavel getur sagt að hann viti það sem hann vill. það er ekki þar með sagt að lið hans rúlli upp KR-liðinu þar sem menn hafa nú verið með frískasta móti síðustu misseri. Auðvitað hníga öll rök að því að Zilina eigi að vinna þetta einvígi liðanna. KR-ingar geta hins vegar gert fína hluti á heimavelli og gætu vel krækt í góð úrslit. Leyfi mér að spá að leikurinn fari 1-2 fyrir Zilina.

 

Eins er það með Fimleikafélagið líkur þeirra eru ekki miklar á að komast áfram. Spái sömu tölum þar, þ.e.a.s. að portúgalir fari glaðir í bragði af vellinum. 


mbl.is Þjálfari Zilina: Vitum allt um KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

28 - 5

Þetta er þokkalegur munur í skotum í átt að marki.  Segir í raun allt sem segja þarf um leikinn sýnist mér. já og 5-0 fyrir Þrándheimarpilta staðfestir þetta allt. Stutt gaman Evrópukeppnin hjá Blikum í ár. Ég sagði fyrr í dag að þetta yrði erfitt hjá Blikum - engu logið þar.  ...nú þurfa menn bara að sýna sitt rétta andlit í heimaleiknum, komast frá honum með sæmd.  Þetta segir okkur kannski líka að við erum svolítið á eftir þeim þarna í Skandinavíu knattspyrnulega séð - held nú reyndar að við vitum það flest.
mbl.is Breiðablik fékk skell á móti Rosenborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan dag!!!

Veit ekki hvað þið haldið en ég er þess nú full viss að Blikar þurfi að hitta á nokkuð meira en góðan dag til að hirða eitthvað með  sér heim frá Rosenborg, annað en minjagripi þ.e.a.s.. Held einfaldlega að munurinn sé alltof mikill á þessum liðum. Ég vona að lið Rosenborgar vanmeti Blika. Blikar hitti á ofurgóðan dag og þá gerist kannski eitthvað sem að maður gleðst yfir. - áfram Blikar.
mbl.is Við þurfum að hitta á góðan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valsmenn léttir í lund.....

......ekki ætla ég að fara með eitthvert rugl hérna á þessari vefsíðu minni. EN það virðist ekki vera að ganga upp hjá Valsmönnum að landa sigri gegn íBV ísumar - hvort heldur er í kvenna eða karlaboltanum. Vonandi verður það svo áfram.  Frábært hjá ykkur stelpur.
mbl.is ÍBV vann meistara Vals í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlaust lið FH-inga

Góður og fyllilega sanngjarn sigur ÍBV á fimleikafélaginu í dag. Mörg ár síðan ég hef séð eins andlaust lið og þetta FH lið sem spilaði í dag. Hvort það var góða veðrið, ferðalagið eða hvað annað sem gerði það að verkum að þá var FH-liðið ekki sprækt í dag. Það var eins og þeim væri bara alveg sama, enginn hugur í mannskapnum. Vörnin slök, Freyr í vinstri bakverði var eins og einn orðaði eins og að United hefði á sínum tíma sett Gordon McQueen í bakvörðinn, hægur, dapur á boltanum og ekkert að frétta - því miður, fyrir þá þ.e.a.s. Tommy Nielsen - ja áttu menn ekki að vera búnir að finna arftaka hans fyrir 2 árum?. En ætla ekki að velta mér meira upp úr fimleikafélaginu en veit það bara að þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að spila í Evróukeppni á næsta ári ef þetta heldur áfram.

ÍBV-liðið var betri aðilinn allan leikinn, það kom smá kafli þegar fimelikafélagið skoraði þar sem þeir litu út eins og alvöru lið. Ekki það að leikurinn hafi verið eitthvert augnakonfekt en það var mun meiri sigurvilji hjá þeim sem klæddust hvítu í dag. Það var ekki að sjá að evrópuleikurinn og ferðalagið sem því fylgdi sæti mikið í mönnum. Þegar menn byrja leiki með Tonny og Þórarinn Inga á bekknum en eru samt betri þá er engin ástæða til að kvarta. Albert öruggur í markinu. Besti leikur Kelvin Mellor til þessa, maður leiksins. Tryggvi sprækur sem lækur. Aðrir voru flestir vel með allan tímann og einhvern veginn var maður aldrei hræddur um að ÍBV liðið myndi ekki hirða öll stigin. Erfiðir og mikilvægir leikir framundan þannig að það þýðir ekkert að slaka á.

Glæsilegt - til hamingju þið er þesu tengist.


mbl.is Eyjamenn lögðu FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stökkgryfjan!

Í dag er þetta í raun aðeins spurning um hvort liðið lendir í stökkgryfjunni! Endar fimleikafélagið þar eða henda þeir Eyjamönnum þangað. Eyjamenn komu til baka frá Írlandi í gær. Náðu að æfa seinni partinn og verða vonandi vel stemmdir í dag gegn fimleikafélaginu. Leikmenn fimleikafélagsins léku allar sínar bestu listir gegn Grindvíkingum í síðasta leik og rúlluðu þeim upp. Nú er bara að sjá hvort þeir telji þær æfingar duga fyrir þetta sumarið eða ekki. Sigur er nauðsynlegur hjá báðum liðum ætli þau sér að veita KR-ingum, já og Valsmönnum, einhverja keppni um dolluna þetta sumarið.   ....áfram ÍBV í dag sem aðra daga
mbl.is Toppbarátta í dag og kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með kúkinn í buxunum.....

....en rífur kjaft. Er ansi hræddur um að Danny North ætti að hafa sig hægan. Fæddur og uppalinn í Grímsby pilturinn og hefur því væntanelga verið alinn upp á innfluttum íslenskum þorski, rétt eins forfeður hans í nokkra ættliði. Held að honum væri nær að sýna okkur meiri virðingu.    ....en ætli maður hafi nokkuð áhyggjur af honum eftir leik á morgun!

Sé það núna hann er fæddur nokkrum mánuðum eftir að ég fór heim til Íslands eftir störf mín við höfnina í Grimsbý. Ætli maður færi illa út úr því að fara fram á DNA-próf?


mbl.is Óþarfi að hræðast ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.