Færsluflokkur: Pepsi-deildin
6.7.2011 | 08:11
Eru menn nú alveg vissir?
![]() |
Magnús bestur í fyrstu 8 umferðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2011 | 20:49
Hver andskotinn gengur á?
![]() |
Anna Björg með tvö í sigri Fylkis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2011 | 20:14
Góð hálfleiksstaða!
Ekki slæmt að vinna liðsmenn heilagas Patreks á heimavelli en verkið er aðeins hálfnað og menn þurfa að vera á tánum og vinna vel úr sinum málum í útileiknum. Þetta verður erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt. Írarnir skæðir á heimavelli en það skondna er að ÍBV peyjarnir eru oft hvað sprækastir þegar þeir eru að heiman. ...en leikur við Fjölni á sunnudaginn í bikarnum. leikur sem afar mikilvægt er að vinna.
Gaman að sjá að Albert gamli virðist allur vera að koma til. Þá veit ég að sumir eru tilbúnir að mæta aftur á völlinn og því fagna ég.
Ég líka kátur með að félagi Ian David Jeffs er þá búinn með leikbann sitt í Evrópukeppnunum.
![]() |
Eyjamenn sigruðu Írana 1:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2011 | 18:58
Byrjar vel!!!
![]() |
Jafntefli í Árbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2011 | 14:10
1 - 1 dagurinn
![]() |
Þrír leikir í Pepsi-deildinni í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2011 | 22:45
Jæja hvað skal segja
3 góð stig í hús - Sanngjarnt? nei ég held svei mér þá ekki. Stjörnumenn voru snarpir og sköpuðu usla og það meiri en við lengstum fannst mér. Þeir byrjuðu betur en við komumst svo inn í leikinn en þeir voru alltaf svona við það að gera eitthvað svo skorar meistari Jeffsy, en og aftur í sumar liggur mér við að segja, og við höldum því út hálfleikinn og rúmlega það. Liðin skiptust á sóknum og í hálfleik þegar ég renndi yfir það sem á undan hafði gengið þá fannst mér leikurinn hafa verið líflegur og við meg vera ánægðir með að vera yfir. Við skoruðum reyndar mark sem var dæmt af en ég var ekki alveg í aðstöðu til að sjá nógu vel hvort það var rangt eða rétt en hallast að því að það hafi verið réttur dómur því mínir menn misstu sig ekki í að gagnrýna dómarann!!!! Sama sagan í seinni mér fannst Stjörnumenn lykta af marki frekar en við lengstum. Svo fengu þeir víti þaðan sem ég sat þá fannst mér einn okkar manna krækja í leikmann Stjörnunnar og því fannst mér þetta ekki ósanngjarnt en okkar maður ver. En svo kemur jöfnunarmarkið. Duttu mér þá íhug orð eins er hringdi í mig í dag og sagði að hann væri ekki alveg viss með Abel í markinu hann væri ekki slakur en myndi sennilega eiga eftir að gera einhver mistök sem gætu orðið dýr!!!! - Aulalegt var þetta hjá honum, því miður. Við vöknuðum aðeins og Heimir gerði fínar skiptingar með því að senda Hughes, Sytnik og Andra inn á. Síðan fengum við víti. Horn frá hægri yfir alla í teignum og Andri og einhver leikmaður stjörnunnar snúa sér við og hlaupa á eftir boltanum. Þaðan sem ég sat þá fannst mér þeir bara svona eiginlega rekast saman á hlaupunum eins og stundum gerist þegar menn hlaupa á eftir boltanum, Andri féll við og við fengum víti - mér fannst það frekar ódýrt. Andri skoraði af miklu öryggi úr vítinu, og ég sem hélt að aðeins Tryggvi mætti taka vítin!!!! Reyndar hringdi einn í mig áðanog vildi meina að ef að Andri og Stjörnumaðurinn hefðu verið á hlaupum útan teigs þá hefði Andri fengið aukaspyrnu .....sé það matið þá var þetta réttilega dæmt vítaspyrna.
Ætla ekkert að leggjast sérstaklega yfir alla dóma Erlends dómara í dag en mér fannst hann með slakari mönnum vallarins sama í hvaða átt er horft.
![]() |
Stjarnan án stiga í Eyjum í 15 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2011 | 23:39
Vá......
![]() |
KR hefndi fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2011 | 23:33
Óska skástrikinu til hamingju
Það hlýtur að hafa hlýnað um nokkrar gráður í kvöld eftir leik fyrir vestan!! Frábær sigur hjá skástrikinu - Til hamingju með glæstan sigur BÍ/Bolungarvík og til hamingju G. Þórðarson með þína menn. Þetta er eitthvað annað en rassskellurinn gegn ÍA um daginn. Nú er bara að stefna á undanúrslitin.
Vona að fólk taki þessu ekki stirt upp að ég kalli BÍ/Bolungarvík skástrikið. Alls ekki illa meint heyrði þetta á Rás 2 íkvöld og fannst þetta koma flott út - klárt sérkenni sem allir ættu að skilja og muna auðveldlega.
![]() |
Blikar féllu úr bikarnum á Ísafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2011 | 22:18
Húmoristi
Það held ég að Örvar Sær hljóti að vera einn mesti húmoristi landsins. Hvernig í sóköpunum datt honum í hug að dæma vítaspyrnu? Þða hlýtur að hafa verið eins konar húmor. Reyndar húmor sem löngum hefur verið kenndur við 5 aura.
En Eyjamenn unnu góðan sigur og það er óskandi að það verði sama flugið á mönnum á Hlíðarenda á fimmtudaginn í næstu viku og þar á undan Hásteinsvelli á föstudag
![]() |
Eyjamenn áfram eftir nauman sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2011 | 07:58
Vel metið hjá Víði
....nema hvað ég held að Blikar eigi í raun ekki séns. Þeir hefðu kannski átt séns á að gera eitthvað ef aðeins hefði verið spilaður einn leikur og það á Kópavogsvelli, völlurinn verið slæmur og veðrið a la Ísland.
En eins og þarna segir þá verður róðurinn þungur og komist KR áfram - sem ég reikna með - og ÍBV, þar sem möguleikarnir eru svona 45-55 ÍBV í óhag´.
![]() |
KR á mestu möguleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |