Færsluflokkur: Pepsi-deildin
20.6.2011 | 15:15
...ekki nóg með það
heldur sagði refurinn í morgun þegar ég talaði við hann að KR-ingar færu pottþétt til Færeyja!!!!
Auðvitað var þetta skársti kosturinn hjá ÍBV með það íhuga að komast áfram. ...og auðvitað fara menn áfram en þá fyrst vandast nú málið, ekki myndu menn vilja fara til Kazaksthan. Reyndar er Andrew "Siggi" Mwesigwa fyrrum leikmaður ÍBV að spila í Kazaksthan. Menn gætu þá kannski skroppið í kaffi til hans!!!!
![]() |
Tryggva varð að ósk sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2011 | 14:49
Kominn tími til!!!
![]() |
Jón Guðni á förum frá Fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2011 | 11:07
Með bjartsýnina að leiðarljósi
![]() |
Páll: Þrjátíu stig í boði á heimavelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2011 | 12:46
Valsmenn léttir í lund!!!!
Þetta er góður dráttur svo ekki sé meira sagt. Ekki amalegt að fá bikarleik gegn Val, þó svo að það verði á útivelli sem er svo heimavöllur okkar í Evrópukeppninni þannig að Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu geta farið að líta á Vodafonevöllinn sem sitt annað heimili!!!!
Verður náttúrulega líka gaman að sjá slag þeirra á Vestfjörðum gegn Íslandsmeisturunum er ansi hræddur um að Guðjón Þórðar og liðsmenn hans iða í skinninu yfir því að fá þá grænklddu úr Kópavoginu í vel hertan harðfisk og hákarl!!! Næsta víst má líka telja að það verði hiti í Frostaskjólinu!!
![]() |
KR og FH mætast í Frostaskjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2011 | 14:51
Yeah right!!!

![]() |
Tryggvi ætlar að spila gegn Víkingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2011 | 22:06
Ekki leiðinlegt
Þrjú fantagóð stig svo ekki sé meira sagt. Ekki amalegt að gera svona ferð í Bítlabæinn. Fyrir mér lítur þetta út sem gott framhald af ágætum seinni hálfleik gegn Blikum um síðustu helgi. Ætti að verða bara betra þegar allir verða heilir og komnir í gír. Hef engar áhyggjur þetta verður í góðu lagi í sumar.
Til hamingju strákar - Bikarinn á miðvikudag, ef ég man rétt, og svo Víkingar heima.
![]() |
Eyjamenn í annað sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2011 | 14:14
Spurning um vilja?
Sé að leik Þór/KA gegn Grindavík í kvenna sem fram fer í Grindavík er ekki frestað. Ekki heldur Keflavík - ÍBV í karlaboltanum þannig að kannski var þetta bara spurning um vilja - þetta með að fresta leiknum? Hefðu FH-ingar ekki bara geta lagt af stað snemma í morgun og það keyrandi? Hvernig fóru stelpurnar í Þór/KA ?
Er verið að hyggla sumum en öðrum ekki?
![]() |
Leik Þórs og FH frestað um sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2011 | 17:10
Íslandsmótið í snjókasti!
það er spurning hvort ekki verður hægt að keppa bara í snjókasti og öðrum snjótengdum íþróttum í leiðinni. Það verður þó að fara varlega á slíkum mótum!! Set með hérna þetta óborganlega atriði úr Dumb & dumber til að koma fólki í rétta gírinn!!!
![]() |
Líklegt að Þór og FH spili á sunnudaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2011 | 08:57
Fyrsta leikmanna drama sumarsins!!!
Þá er þesssum farsa lokið með niðurstöðu sem ja allavega tveir aðilar eru mjög sáttir við og KR-ingar hafa á endanum gefið eftir til að liðka um fyrir þessu, en ég er ekki alveg eins viss um hversu sáttir þeir eru við framgang þessa máls. Spurning svo hvort í kjölfarið á þessu máli við fáum fleiri leikmenn sem fara Twitter-leiðina í nýtt lið, já eða í gegnum Facebook. Sprækur tuðrusparkar Ingólfur er mér sagt og nú er komið að honum að sýna Kristjáni Guðmunds að hann sé nógu góður til að komast í liðið að Hlíðarenda .........annars gæti jafnvel orðið líflegt á vefnum!!!!
Hef reyndar heyrt í KR-ingum sem sögðu áður en þessi skipti áttu sér stað að þeir vildu að piltur yrði látinn fara eftir það sem á undan gekk, hegðun hans hefði verið eitthvað sem þeir sættu sig ekki við hjá sínu félagi.
![]() |
Ingólfur fór úr KR í Val |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2011 | 18:15
Nokkuð sanngjarnt.
![]() |
Jafnt á Hásteinsvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |