Færsluflokkur: Pepsi-deildin
14.5.2011 | 18:55
Glæsilegt......eða hvað
Frábær sigur hjá ÍBV stelpunum í dag. Reiknaði nú alls ekki með þessu þó svo að ég teldi að þær ætti nú séns á að vinna leikinn. Fimm mörk gegn engu kannski full mikið svona í fyrsta leik, hefði frekar viljað vinna bara 2-0 og vinna fleiri leiki Til hamingju stelpur.
Lærisveinkur Láka vinar míns líka með góðan sigur á heimavelli gegn Fylki. Hefði nú ekki verið leiðinlegt ef Valsstúlkur hefði tapað stigum, en það gengur víst ekki alltaf allt upp.
![]() |
Naumur sigur Íslandsmeistara Vals, ÍBV skoraði 5 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2011 | 22:18
Að opna pakka afmælisbarnsins!!!
3 stig í hús, og gott að vita til þess að Þórarinn Ingi fær að borða heima hjá sér næstu daga því móðir hans sagði við mig í dag á skóladeginum í GRV að það væri eins gott að það kæmi eitthvað út úr þessum leik annars yrði pilti ekki hleypt að matarborðinu á Brimhólabrautinni á næstunni!!!
Fékk nokkur símtölin meðan á leik stóð um að við værum ekki að fóta okkur sem skyldi en allt kom fyrir ekki við náðum að skora en Valsmenn ekki. Ég tók gamla pakkann á þetta og horfði ekki á ÍBV-liðið á skjánum þegar um útileik í beinni er að ræða. Spáði okkur reyndar 0-2 sigri en hefði sætt mig við 1 stig.
........en frábær sigur peyjar - vel að verki staðið - Áfram ÍBV alltaf allsstaðar
Valsmenn til hamingju með daginn, en maður fær ekki alltaf það sem mann langar í í afmælisgjöf, það þekkjum við öll.
![]() |
Eyjamenn stálu stigunum á Hlíðarenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2011 | 12:49
Valsmenn en og aftur!!
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Valsmenn eru sakaðir um þessi vinnubrögð. Ef eitthvað sannast í þessu þá hlýtur að koma að refsingu í garð Valsmanna, og það einhverri meiri en smásekt. Hlakka til að sjá hvernig þessu máli vindur fram. En það þarf enginn að efast um að hug Ingólfs Sigurðssonar í garð KR, það var nóg að lesa pistilinn á fotbolti.net í gær. Ekki kannski beint sú afmælisgjöf sem Valsmenn hefðu viljað fá en við hverju máttu búast í afmælisgjöf frá erkifjendunum?
....en til hamingju með daginn Valsmenn
![]() |
Valsmenn hafna kvörtun KR-inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.5.2011 | 07:40
Saddir af kökuáti

![]() |
Gleyma afmælinu þegar flautað er á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2011 | 07:22
Verður gaman að sjá þegar....
![]() |
Bryan Hughes: Var spenntur að sjá Eyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2011 | 19:16
Þá er það komið á hreint
Ekki sannast það aðeins þarna að þetta verður erfitt tímabil hjá okkur Eyjamönnum, eins og þau eru reyndar flest þegar við erum í efstu deild, heldur kom í dag líka í ljós að maður getur ekki verið að stinga af af Eyjunni þegar liðið á heimaleiki. Tap og maður víðsfjarri það er ekki gott. Enþað þýðir ekkert að gráta undan Óla Þórðar og lærisveinum menn verða bara að safna liði, toga upp sokkana og spýta í lófana. Rétt að minna stuðningsmenn ÍBV á að við höfum aldrei fengið neitt gefins þegar Óli Þórðar tengist hinu liðinu. ....koma svo áfram ÍBV
þetta er dagur 997 - bestu kveðjur frá Flúðum
![]() |
Fylkissigur í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2011 | 13:55
Engin spurning
Svona fer þetta í kvöld, er ég næstum því viss um:
Breiðablik - KR 1-2
Víkingur Þór 1-2
Settu þína spá hér að neðan ef að þú ert ekki sammála?
![]() |
Leikið í Víkinni og á Kópavogsvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2011 | 20:42
92.58 á klukkunni
![]() |
Tryggvi skoraði á síðustu stundu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2011 | 14:44
Með fiðring í tánum - koma svo spá!!!
Jæja þá er þetta að bresta á 3 tímar í leik. Kominn nettur fiðringur, nú á maður bara eftir að sækja ársmiðann, fara í úlpuna og fínpússa raddböndin. Er þá ekki fínt að spá í leiki kvöldsins?
Fylkir Grindavík 1-1
ÍBV Fram3-0
Keflavík Stjarnan 2-1
Valur FH 2-1
Hvernig spáir þú?
![]() |
Íslandsmótið hefst í Eyjum í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2011 | 21:16
Hvað er þetta eiginlega?
Það er alþekkt í hinum norræna knattspyrnuheimi að það hafi snjóað daginn/dagana fyrir leik. Menn takast bara á við málið þegar á hólminn er komið og hafa ekki hlotið neinn skaða af.
Komum okkur í gírinn - mótið er að byrja. Það þýðir ekkert að fara á taugum við nokkrar snjóflygsur
![]() |
Snævi þakinn völlur á Hlíðarenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |