Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Frændi kemur sterkur inn

Er ekki ínokkrum vafa um að frændi, Atli Yo, kemur sterkur inn þegar hann verður búinn að ná sér af eþssum meiðslum og fyrir hönd Stjörnumanna vona ég að Ólafur Karl geri slíkt hið sama. Hef trú á að þetta geti orðið erfitt tímabil hjá þeim félögum í Stjörnunni. En þeir hafa nú svo sem hirst af sér svona hrakspár áður!

 


mbl.is Atli og Ólafur gætu misst 7 leiki úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp skal haldið!

Það er greinilegt að Selfyssingar ætla sér strax aftur í hóp þeirra bestu, enda engin ástæða til annars. Liðið er ungt og efnilegt og hefur alla burði til þess að fara beint upp aftur á þá til lengri dvalar en eins árs. Vonandi reynist Joseph Tillen þeim góður fengur. Þá svo að mig persónulega hlakka meira til þess að fylgjast með ÍBV í sumar heldur en þeim Selfyssingum þá er nú staða mála þannig að maður á félaga sem eru að þjálfa í blessaðri deildinni þarna og því verður extra gaman að fylgjast með og því get ég lofað að síminn verður notaður þegar við á á meðan mótið verður í gangi.
mbl.is Tillen til Selfyssinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Gunnar Heiðar

Það verð ég að segja eins mikið og mig langaði til að sjá kauða í ÍBV-búningnum í sumar að þá "lýst mér betur" á þetta. Það er ekki hægt að vera að koma heim að spila þegar svona möguleikar standa manni til boða. Vona bara að allt gangi vonum framar í búningi félagsins. Sá kappann spila með Halmstad þegar best lét á sínum tíma, árið eftir að ég náði samkomulagi við Halmstad um söluna á honum þangað, vona bara að svipaðir tímar snúi aftur fyrir þig á sænskri grundu. Gott líka ef þjálfarinn þekkir þig og veit hvað í þér býr, það hjálpar.

Megi þér ganga sem allra best. ÍBV er ekki að fara neitt, þannig að þú kemur bara til okkar eitthvað síðar á ferlinum, og verður velkominn.


mbl.is Gunnar Heiðar samdi við Norrköping
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennó?

Hlakka til að sjá hvort menn koma með svar við þessum ágæta pistli Jóhannesar Valgeirssonar. Veit ekki hvað hefur gengið á þarna hingað til og hef í raun enga skoðun á því, að svo stöddu.

Hvað skyldi Gylfi segja, já eða Þórir?


mbl.is Yfirlýsing frá Jóhannesi Valgeirssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garner!!!

Matt Nicolas Paul Garner my dear friend what were you thinking? Smile

Það er smá bakslag á ÍBV strákunum þessa dagana þykist vita að einhver þreyta er í herbúðunum. Heimir lemur þá áfram, næstum í bókstaflegri merkingu - og það eru engin grið gefin - sem er hið besta mál. Ofan á þetta eru svo menn eins og Garner að vinna á vöktum í loðnunni og búnir að vera að því í einhverjar vikur og því eflaust líka þreyttir og pirraðir á því.  Er bar að benda fólki á þetta svo að það fari ekki á taugum þó liðð vinni ekki alla leiki Smile


mbl.is Spenna hjá Víking Ó. og ÍBV, sigur hjá Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður með Gunnar?

Þetta verður forvitnilegt fyrir okkur stuðningsmenn ÍBV. Mikið myndi ég skilja Gunnar Heiðar vel að vilja spila í því landi þar sem honum hefur gengið best. Tala nú ekki um hjá þeim þjálfara sem að reyndist honum gríðarlega vel. Kíkti einmitt til Halmstad að sjá Gunnar spila þegar hann var þar.  Auðvitað er þetta launalega engin spurning svíarnir langt fyrir ofan okkur í því, engin spurning um það.  Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer.

Ýmsar spurningar vakna þó í þessu sambandi. Hvernig samdi Gunnar við ÍBV? Á ÍBV kröfu um kaupverð eða var samið um ákveðið gat sem Gunnar gat nýtt sér til þess að reyna fyrir sér erlendis fram að móti?   ...svo er hitt hvað fáum við ef Gunnar fer?


mbl.is Norrköping spennt fyrir Gunnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlakka til ......

Get ekki að því gert að ég hlakka til að sjá hvernig Valsliðinu gangi í sumar undir stjórn Kristjáns. Árangurinn í fyrra var þokkalegur eftir skelfingarár þar á undan. Allar þessar breytingar geta haft sín áhrif, en þarna erum við að ræða um nánast nýtt lið svo menn eiga ekki að þurfa að vera að svekkja sig á því hvernig gekk í fyrra. Menn byrja bara á núlli gagnvart væntingum. Geta núllstillt sig í upphafi móts. Geta haldið væntingum innan liðsins án þess að svitna, ja reyndar er afmælisár hjá félaginu og því munu eflaust gamlir valsmenn vilja sjá eitthvað áþreifanlegt í mótslok Smile
mbl.is „Gríðarlega gaman að vinna með þessum strákum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuð og stemmning í Víkinni

Ja hérna hér það vantar ekki stuðið í Víkinni þessa dagana. Leifur hefur orðið fyrir hverri vélskóflunni á fætur annarri síðustu vikur og nú fór svo að hún keyrði hann í svaðið. En það þýðir ekki að fást um það Excel skjalið, stóra spjallrásamálið og greinilega einhver undirliggjandi óánægja hefur orðið til þess að vélskóflan setti á fullt og keyrði yfir kappann.

Nú er það bara spurning hver tekur við. Maggi Gylfa?, Þorsteinn Halldórsson? Einhverjir yngri þjálfarar t.d. Bjarnólfur Lárusson, Helgi Sigurðsson? Svo er maður nú þegar farin að heyra nöfn á þjálfurum sem eru á launaskrá hjá öðrum liðum og því verður forvitnilegt að sjá hvað gerist þarna á næstu sólarhringum.

Gott stundum að halda bara með ÍBV!

 


mbl.is Leifur látinn fara frá Víkingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðar færslur

Það eru margar áhugaverðar leikmannafærslur sem hafa átt sér stað. Svona við fljótt yfirlit sýnist mér sem Keflavík hafi orðið fyrir emstum áföllum - en það er nú bara svona við fyrstu yfirferð. Einnig sýnsit mér að Valsmenn hafi misst væna sneið en þeir hafa verið duglegir að versla inn fyrir tímabilið og því verður að gefa vini mínum Stjána Guðmunds. smá tíma til að púsla áður en maður byrjar á að spark í hann. En ég ætla að bíða með mínar loka vangaveltur þar til nær dregur móti, er það ekki í góðu lagi.

Á þennan lista mbl.is vantar líka tilfinnanlega að mitt lið ÍBV hefur misst James Hurst sem var án nokurs vafa besti hægri bakvörður deildarinnar síðasta tímabil, þ.e.a.s. þegar hann var með hugann vði efnið. En hann virtist missa fókus þarna í nokkra leiki um mitt sumar. Hef ekki heyrt að hann komi aftur en hvað veit maður, heimur knattspyrnumannsins er óutreiknanlegur.


mbl.is Breytingar í íslenska fótboltanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlinn hristir þetta af sér

Tryggvi Guð eins og gárungarnir kalla hann hér á skerinu í suðri hristir þetta nú væntanlega af sér og verður kominn á flug áður en hann sjálfur veit af. Auðvitað er slæmt að verða fyrir svona hnjaski en menn með þessa reynslu eins og Tryggva halda alveg haus.  Karlinn verður að vera klár í 10 mörk í sumar

Synd að tapa þessu i gær eins og ég sagði en lifið heldur áfram og nú er framundan að sjá mávarna af suðurströndinni reyna að brjóta keramikkarlana frá Stoke - áfram Birghton


mbl.is Tryggvi vonast til að spila með gips
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.