Áhugaverðar færslur

Það eru margar áhugaverðar leikmannafærslur sem hafa átt sér stað. Svona við fljótt yfirlit sýnist mér sem Keflavík hafi orðið fyrir emstum áföllum - en það er nú bara svona við fyrstu yfirferð. Einnig sýnsit mér að Valsmenn hafi misst væna sneið en þeir hafa verið duglegir að versla inn fyrir tímabilið og því verður að gefa vini mínum Stjána Guðmunds. smá tíma til að púsla áður en maður byrjar á að spark í hann. En ég ætla að bíða með mínar loka vangaveltur þar til nær dregur móti, er það ekki í góðu lagi.

Á þennan lista mbl.is vantar líka tilfinnanlega að mitt lið ÍBV hefur misst James Hurst sem var án nokurs vafa besti hægri bakvörður deildarinnar síðasta tímabil, þ.e.a.s. þegar hann var með hugann vði efnið. En hann virtist missa fókus þarna í nokkra leiki um mitt sumar. Hef ekki heyrt að hann komi aftur en hvað veit maður, heimur knattspyrnumannsins er óutreiknanlegur.


mbl.is Breytingar í íslenska fótboltanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég sé meira eftir sumum á þessum lista en öðrum. Paul Mc Shane var klárlega vonbrigði síðasta sumars hjá okkur. Hann átti við meiðsli að stríða mest allt sumarið þannig að hann varð aldrei sá fengur sem við var búist. Mest eftirsjá finnst mér vera í Hólmari þó hann hafi ekki náð sér á strik í fyrrasumar, en hann gæti blómstrað hjá FHingum. Hörður náði sér á strik undir lok tímabils þegar það skipti nánast engu máli lengur. Lasse er fínn markmaður sem við hefðum þurft að hafa áfram. Alan Sutej er flottur knattspyrnumaður og pottþétt góður fengur fyrir FH. Málið var bara að við höfðum ekki efni á að halda honum, helv.... kreppan, og ekki er hún nú minnst hér í Reykjanesbæ. En ÍBV sýnist mér að líti nokkuð vel út, og vonandi verðum við báðir kátir í lok tímabils og með bæði FH og KR fyrir neðan okkur.

Gísli Sigurðsson, 21.2.2011 kl. 19:56

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Mér hefur alltaf fundist Hólmar drullu góður og viljað hafa hann í mínu liði. Er sammála þér um Sutej. Kreppan kemur víða við en kannski er núlíka kominn tími á að rifja upp gömul gildi í þessu - þá meina ég að menn reimi á sig skóna án þess að biðja um greiðslu áður. Mér finnst aftur kominn svona 2007 lykt í Pepsi-deildina. Það á við hér í Eyjum og víðar og núna segji ég að allt fyrir neðan 4 sæti yrði stórslys hjá okkur. En ég tek undir síðustu setninguna heilshugar

Gísli Foster Hjartarson, 21.2.2011 kl. 20:07

3 identicon

Stefán Gíslason verður flottur í ÍBV

Jón Óskar (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:21

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það væri nær að hann kæmi ,,heim" til Keflavíkur þar sem hann spilaði nokkur tímabil. En eins og ég sagði fyrr, þá held ég að við höfum trauðla efni á honum. Enda sýnist mér að hann stefni á það að vera erlendis áfram. Reyndar er pilturinn að verða eða orðinn 31 árs gamall, en það er auðvitað enginn aldur fyrir knattspyrnumann. Lítið bara á Tryggva for ever young Guðmundsson.

Gísli Sigurðsson, 22.2.2011 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.