Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Sá á fund sem......

Hvað er þetta eiginlega - eru öll lið að leita sér að nýjum leikmönnum? Maður hefur nú stundum haldið að í deild sem ekki er sterkari en raun ber vitni að liðin sættu sig við þann mannsap sem þeir leggja af stað með í mótið. Svo virðist þó ekki vera að þessu sinni. Ætli það séu ekki ein 8 lið af 12 búin að bæta við sig mannskap síðustu daga. Þess vegna verður nú gaman að sjá hvað gerist í næstu leikjum og hvort þessi lið sem eru að bæta við sig bæti leik sinn og rjúki upp töfluna!!!! Maður hefði nú haldið að lið sem eru með undirbúningstímabil í rúmlega 5 mánuði væru búin að sníða hnökrana af og tilbúnir í slaginn.

Hlakka til að sjá hvað liðin gera í framhaldinu.


mbl.is Jesper Holdt Jensen samdi við ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt undir!

Það verður klárlega öllu tjaldað í kvöld í viðureign þessara liða. Tvö góð kvennalið sem bæði mundu sóma sér vel í úrslitaleiknum. Þorlákur aldeilis með kreditkortið á lofti og greinilega með úttektarheimild erlendis. Jújú veit að það hafa verið meiðsli í herbúðum Stjörnustúlkna, en ég er bara ekkert alltaf spenntur fyrir þessu þegar íslensku liðin eru að elta útlendinga eftir að mótið er hafið. En við sjáum hvað setur er þess viss að þetta verður hörkuleikur og megi betra liðið vinna. ....þið þarna á höfuðborgarsvæðinu ættuð að drífa ykkur á völlinn.
mbl.is Eftirvænting og spenna fyrir stórleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei hætta

Þrátt fyrir að vera einum færri - við skulum segja allan leikinn - þá var sigurinn aldrei í hættu eftir að menn komust yfir. ÍBV liðið betra allan leikinn. Selfyssingar sprikluðu aðeins undir lokin þegar IBVliðið virtist orðið þreytt. Frábær leikur hjá Eyjamönnum og fyllilega sanngjarn sigur. Ég er ansi hræddur um að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það verði tveir suðurlandsskjálftar í Pepsi-deild karla á næsta ári ef Selfyssingar ætla að spila svona í þeim leikjum sem eftir eru - því miður
mbl.is Tíu Eyjamenn sigruðu Selfyssinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullmolinn!

Staða Fram er erfið og víst er að hún gæti orðið mun erfiðari ef að menn láta Lennon fara. En sé hann óánægður verða menn að skoða það sem er í stöðunni. Íhuga vel alla möguleika. Get alveg sagt þeim það að það er miklu betri kostur að selja hann úr landi. Þá geta önnur lið bara þurrkað hann úr minninu  yfir erfiða andstæðinga hvort heldur hann yrði Frambúningnum eða einhverjum öðrum.  ....ef ég væri á svæðinu þá myndi ég meira að segja bjóðast til að hjálpa honum að pakka niður ef tilboðið að utan er þess virði að taka því.
mbl.is Fram í viðræðum við sænskt félag um Lennon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....ætli þa sé mínir menn?

Get enú ekki sagt að Doninger sé á listanum yfir leikmenn sem ég myndi vilja sjá í ÍBV treyjunni og það kæmi mér á óvart ef að menn færu að eltast við pilt eins og hann á þessum tímapunkti. gangurinn fínn og mikið framundan. Þessi mannskapur sem við höfum nú þegar á að skila okkur Evrópusæti. Það yrði ekki slæmt.
mbl.is Í viðræðum við nokkur lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvur andskotinn........

Loksins þegar maður heldur að liðað manns sé komið á flug þá rekur það hausinn í og hlýtur skaða af. Þetta var ferlegt. En það verður ekki af Pepsi-deild kvenna tekið þetta árið að hún er jöfn og meira spennandi en hefur lengi verið sem er náttúruelga bara frábært og eykur áhugann. .....breytir því samt ekki að ÍBV er liðið mitt og maður vill hafa þær á toppnum, en mótið er ekki búið.
mbl.is Valur vann ÍBV með 3 mörkum á 4 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var svo tæpt að......

...ég hefði getað ælt!!!!!

Menn stálheppnir að ná þessu þarna í lokin. Það er eins og þegar ÍBV kemst tveimur mörkum yfir þá setji menn bara hendur á mjaðmir og njóti góða veðursins þar til hinir eru búnir að minnka muninn!!!! Er bara ekki að skilja þetta.  ....þegar uppi er staðið verður þeta að teljast góður sigur á seigu Framliði. Þeir voru ekkert að kasta inn handklæðinu fyrr en búið var að blása til leiksloka. En í upphafi var þetta samt þannig að það var eins og þeim þætti ekki taka því að byrja að spila af krafti fyrr en ÍBV var komið einu marki yfir.   Menn taka ekki stig auðvelega af Fram í framhaldinu það er ég viss um.

En þessi leikur fer aldrei ísögubækurnar sem einhver frábær skemmtun, þrátt fyrir 5 mörk, og eitt dæmt af í blálokin þar sem ég get ekki sagt að ég sé viss um að Frammarinn hafi verið rangstæður þegar spyrnt var en línuvörðurinn var í beinni línu hlýtur að vita hvað hann var að gera.  ...við vorum nú samt betri í leiknum heilt yfir

Svo fannst mér menn eyða alltof miklu púðri í að tuða í dómurum leiksins, það á við um bæði lið.

 


mbl.is Fimmti sigur Eyjamanna í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sam Tillen frá!!

Það að Sam Tillen verður ekki með Framliðinu í Eyjum eykur sigurlíkur Eyjamanna um 3% eða svo og myndi ég telja að möguleikarnir á sigri IBV núna séu um 53%. Ekki veitir okkar af stigunum  ef við ætlum að vera á þeim stað sem er liðinu ásættanlegur miðað við mannskap en það er eitt af 4 efstu sætunum.   ....en fyrst þurfa menn nú að spila Evrópuleik á morgun gegn írsku strákunum í St. Patricks - kannski vinnst sigur þar.
mbl.is Tveir Grindvíkingar í bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurrkaðu þér í gardínurnar.....

...hvað þetta er mikilvægur leikur hjá mínum mönnum gegn KR. Þetta verður ekki auðvlet en á svo sem alveg að geta hafst, þ.e.a.s. ef að við náum að skora fleiri mörk en þeir!!!!! Málið er bara að fara ekki að fá á sig eitthvert mark á fyrstu mínútunum og sitja svo upp með það að þurfa að fara að elta leikinn. Flott veður í Eyjum þessa stundina og því ætti að verða líf og fjör á leiknum og fótbltinn að vera í fyrirrúmi en ekki eitthvert leiðindaveður.  .....áfram ÍBV alltaf allsstaðar og eins langt og augað eygir!!!!
mbl.is Stórleikur í bikarnum í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjálfti á Hlíðarenda!

Þegar svona skjálfti gerir vart við sig eins og er að gerast á Hlíðarenda núna þá verða menn að þjappa sér saman og reyna að gera betur. Svo er líkahin leiðin og það er að ná í nýja leikmenn go sjá hvort þeir hafi jákvæð viðbrögð á mannskapinn og það lyfti liðinu. Held að Valsmenn hafi ofmetið styrk síns liðs þegar lagt var af stað í Pepsideildinni fyrr í sumar. Við sjáum hvað gerist í framhaldinu af komu pilts.
mbl.is Jónas Tór Næs aftur til Vals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband