Fylkismenn ekki blankir

Það verð ég að segja að Fylkismenn geta ekki verið aura litlir ef þeir telja sig geta boðið í Finn Ólafsson. Búinn að vera einn af ásunum í liði ÍBV síðustu 2 ár. Í mínum huga einn af  sennilega 8 mikilvægustu leikmönnum deildarinnar þegar horft er til vinnuframlags og virkni innan liðs - svakalega vanmetinn leikmaður. Leikmaður sem lið ættu að slást um að fá til sín ef hann væri með lausan samning.

Verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu þessa máls.


mbl.is Fylkir gerir ÍBV tilboð í Finn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Nú ætla Fylkismenn að "hrúga" inn mönnum eða reyna það....þegar Óli er farinn....!!

Vona bara að þessir ungu efnilegu leikmenn sem Fylkir á og fengu nokkra leiki í sumar,fái sín tækifæri samt og það meir en 2 mín í leik...

Þarna sýnir sig enn og aftur þegar nýr þjálfari kemur til starfa hjá einhverju liði að það er sett í samning að það verði keyptir nokkrir leikmenn,ef ekki kem ég ekki..td G.Þórðar með Bí/Bol sem nánat kom með nýtt lið...Logi&Selfoss og fl...

Skil ekki td KR núna,hvað hafa þeir með alla þessa ungu leikmenn sem þeir eru að fá núna...þessir leikmenn munu ekki spila 5 mín..nk sumar og varla fá að sjá grasið í Frostaskjólinu!!!!!!!!

Aaaaaaaaaaaaaaarrrrrrgggggggg:)

Halldór Jóhannsson, 14.11.2011 kl. 19:40

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já eitthvaðer í gangi Halldór. En ég hefði nú bara svarað þessu einfaldlega að tilboð hefði borist i leikmanninn en hann væri einfaldlega ekki til sölu.

Gamla hugsunin er fyrir sögubækur en ekki nútímann!!!! - því miður

Gísli Foster Hjartarson, 14.11.2011 kl. 20:53

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Æ já ég er svolítið í því:)

Halldór Jóhannsson, 15.11.2011 kl. 06:54

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er nú svolítið í því líka vill meina að þessi lið deyji öll ef heimamennirnir hverfa. Held reyndar að við séum ekki tveir um að halda það. Þetta eru jú ekki atvinnumannalið, heldur uppeldisfélög og því vill maður sjá árangur erfiðisins skila sér

Gísli Foster Hjartarson, 15.11.2011 kl. 07:24

5 identicon

Alger óþarfi að gefa í skyn að menn ætli að skoða tilboðið, nema það sé fáránlega gott.  Verst ef Finnur vill fara. 

Jón Óskar (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 15:20

6 identicon

Sæll. Eru að segja að Eyjamenn séu að greiða svona há laun? OK Það skyldi þó ekki vera kvótakóngur í Árbænum?

Halldór, Þó svo að félag eins og Fylkir fái nýja leikmenn þegar það missir 5 leikmenn þá er nú ekki eins og verið sé að kaupa sér titil. Uppistaða liðsins í sumar voru uppaldir Fylkismenn.

Sum félög sem voru í fallbaáttu fengu sér 3 útlendinga til að styrkja sig upp á von og óvon á seinnihluta tímabilsins.

thin (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 23:19

7 identicon

Gísli, Hvaðan kom Finnur ?? Það er nú ekki eins og hann sé uppalinn Eyjamaður, þessi drengur kemur frá HK.

thin (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.