19.9.2010 | 20:25
Komu fagnandi......
Þrjú góð stig á Hásteinsvelli í dag. Stjörnumenn byrjuðu nú leikinn aðeins betur og hefðu getað komist yfir en Albert varði mjög vel þegar ein leikara stjarnan komst ein í gegn. Skömmu síðar skoraði Sytnik gott mark og kom ÍBV yfir. Aðeins sterkari voru Eyjamenn og Þórarinn Ingi kom þeim í 2ö1 með marki eftir frábæran undibúningi frá Arnóri Eyvari og Eyþóri Helga. Tvö núll og mann fannst fjara undan Stjörnumönnum en þá urðu mínir menn pínu kærulausir og það var eins og við manninn mælt þeir fengu á sig mark rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var svona la la og á köfæum fannst mér mínir menn ekki líklegir til neins, og manni fannst eins og slysið gæti gerst og við fengjum á okkur jöfnunarmark en það gerðist ekki. Ekki taka þessu samt þannig að Stjörnumenn hafi verið með einhverja svakapressu og við ekki komið boltanum yfir miðju. Það var ekki svo. Þeir leið á hálfleikinn var nokkuð jafnvægi með liðunum og niðurstaðan 2-1 sigur ÍBV alls ekki ósanngjörn úrslit. Ljótur blettur á seinni hálfleik var að Tryggvi Guð fékk gult spjald, og fer í leikbann, og það fyrir leikaraskap. Þaðan sem ég sat virtist mér þetta vera hárréttur dómur. Synd að missa Tryggva í bann svona í síðasta leiknum í sumar. Kannski þarf það ekki að vera svo slæmt því ég hef grun um að Keflvíkingar myndu nánast leggja hann í einelti í leiknum um næstu helgi ef hann hefði verið með. Betra að hafa hann utanvallar og láta hann pirra þá þaðan.
Gaman var að sjá í dag að annan leikinn í röð eru yfir 1000 manns í kringum Hásteinsvöll, ekki slæmt í 4000 manna byggðarlagi. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru fáir en samt nokkrir. Nú er bara að vona að Landeyjahöfn verði í gír næsta sumar og þá hef ég þá trú að við fáum að meðaltali svona 150-200 stuðningsmenn annarra liða per leik. Það er búbót sem við höfum ekki haft aðgang að áður.
Það vakti einnig sérstaka athygli fastagesta á Hásteinsvelli að rödd Geirs Reynissonar ómaði ekki um völlinn fyrir leik, hálfleik eða þegar skoruð voru mörk eða skipt inná. Það tók mig nú ekki margar sekúndur að átta mig á að þarna var um að ræða hljómfagra rödd Gunnars Friðbergs eldgleypis, blikksmiðs og allt múligt manns. En fyrir þá sem ekki vita að þá er það álíka viðburður að mæta á völlinn og heyra ekki rödd Geirs Reynis og það var á sínum tíma að sjá einhvern annan en Sigga Reim halda á kyndlinum til að tendra bálið á Fjósakletti á föstudegi í Þjóðhátíð, afar sérstök upplifun. EN piltur stóð sig vel og verður jafnvel kallaður til aftur síðar skilst mér.
En nú er bara að bíða eftir fjörinu um næstu helgi. Áfram ÍBV alltaf allsstaðar
![]() |
Eyjamenn unnu Stjörnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt 20.9.2010 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2010 | 09:49
Til hamingju.........
....en ekki strax!!!
Mótið er ekki búið en eitthvað segir mér að úrslitin ráðist ekki í dag. Held að eftir umferðina í dag muni 2 lið en eiga möguleika á titlinum. En við munum komast því er líður að kvöldmat á vel flestum íslenskum heimilum.
Mótið hefur verið skemmtilegt í sumar þó svo að ég sé á því að deildin sé ekki eins sterk og stundum áður reyndar snöggtum skárri en í fyrra, fannst það reyndar ekki eftir fyrstu umferðirnar. Er sáttur við mitt lið. markmið sumarsins var klárlega að taka sér stöðu á meðal þeirra liða sem ekki voru að berjast um fallsæti og það hefur tekist og gott betur. menn geta en séð Íslandsbikarinn á hólnum fyrir framan sig en það er bara ekki nóg að vinna sína leiki önnur úrslit verða líka að verða hagstæð. Flott sumar sem sagt en getur en batnað.
Verður gaman að fara að völlinn. Bjarni Jójó, Atli Yo og Tryggvi Bjarna í kaffi það gæti orðið fjör, bara að sigurinn lendi réttu megin!
![]() |
Íslandsbikarinn á loft í Kópavogi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2010 | 09:37
Bestu kveðjur á Seyðis!!!
![]() |
Hálka á Fjarðarheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2010 | 08:02
Hvað er í gangi?
![]() |
Skera niður um 450 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2010 | 16:50
Til hamingju Þórsarar
Það verð ég að segja að mér leiðist ekki að sjá Þórsara stíga upp í Pepsi-deildina. Hefði reyndar viljað fá Leikni líka, alltaf gaman að fá ný lið í deildina, en Víkingarnir úr Reykjavík voru búnir að tryggja sér sæti um síðustu helgi og því bara eitt sæti í boði.
Til hamingju Þórsarar og Víkingar, verður gaman að fá ykkur á Hásteinsvöll næsta sumar.
Nú er bara að bíða og sjá hvað síðustu tvær umferðirnar í Pepsi-deildinni gera fyrir mína menn, eða réttara sagt hvað mínir menn gera í síðustu tveimur umferðunum.
![]() |
Þór í úrvalsdeild - Fjarðabyggð féll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2010 | 16:40
Besti flokkurinn ber af!
Gaman að sjá hversu þátttakan í göngunni var góð. Gaman væri líka að sjá hvort allir borgarfulltrúar borgarinnar hafi látið sjá sig í göngunni, já og ráðherrar og þingmenn t.d.
Þetta framtak Besta flokksins er eitt af því jákvæðasta sem heyrst hefur úr Reykjavík í lengri tíma - svei mér þá. Þetta er líka framtak sem snýst um náungakærleika en ekki pólitík og því er gaman að sjá að fólk tekur þátt af miklum krafti.
Lifi Besti flokkurinn
![]() |
Fjöldi sýnir mannkærleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2010 | 12:26
Þunglyndi
Það léttist á mörgum Eyjamanninum brúnin við það að heyra að skipið lagðist að bryggju í Landeyjahöfn í morgun. Umræðan snérist úr mínus íplús á einu augabragði ef svo má segja þó svo að flestir hafi núi tekið þessu af stóískri ró.
Nú er bara að sjá hversu reglulega þarf að vera með dýpkunarskipið í vinnu þarna. Eins er þetta spurning um hvort til staðar þurfi að vera skip sem þolir örlítið meiri ölduhæð. En það er a hreinu að mjög reglulega þarf að dæla þarna, en fyrir því gerðu flestir sér fulla grein.
![]() |
Herjólfur komst í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2010 | 14:28
Vilji þjóðarinnar?
Samkvæmt þessu er vilji þjóðarinnar sá að þetta fólk verði dregið fyrir dómstól.
Skondið finnst mér hvað viðhorf til málshöfðunar er misjafn eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Orðið svolítið sérstakt þegar fólk horfir á hlutina út frá stjórnmálasoðunum. Ekki það að það komi mér á óvart, búinn að horfa upp á þetta lengi t.d. hér í Eyjum. Einn má en annar ekki og svo framvegis. Hélt kannski að fólk væri komið með nýja sýn á hlutina eftir hrun og horfði hlutina ekki eins stíft eftir flokkslínum en svo virðist ekki vera.
Þarna er að mínu mati komin ein af ástæðunum fyrir því að þjóðin er og verður alltaf föst í sömu hjólförunum því menn líta á pólitík eins og lið í enska boltanum og halda bara með sínu liði sama hvað bjátar á eða gert er. Fólk finnur hjá sér ótrúlegustu leiðir til að trúa því sem lagt er á borð hjá því.
Það hefði verið gaman að sjá hvaða niðurstaða hefði verið í svona könnun áður en þingmannanefndin lauk störfum. - er alls ekki viss um að hún hefði komið eins út.
![]() |
Flestir fylgjandi málshöfðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2010 | 12:11
Þá vitum við það.....
...þetta kjörtímabil mun fara í það að menn skipa nefndir til að skoða nefndir og skoða störf þeirra er á Alþingi hafastarfað síðustu ár og allt mun snúast um það að geta bennt á hinn og þennan og kennt honum um eða sakað hann um að hafa ekki fylgt lögum og reglum - ljótt að svona skuli vera komið fyrir Alþingi.
Öll starfsemin farinn að snúast um það að elta skottið á sjálfum sér!!!! -Kannski var þetta rétt hjá Jóhönnu með kettina? Hún búin að sitja svo lengi á þingi að hún veit út á hvað þetta gengur þarna?
![]() |
Vilja sérstaka Icesave-rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2010 | 09:38
Partur af ráðgjöfinni?
Sorgleg niðursveifla þetta hjá Capacent sem aldeilis var á flugi, en hjá þeim eins og mörgum öðrum virðist fuglinn ekki hafa haft fjaðrir!! Þetta er ráðgjafafyrirtæki sem að ég hélt að myndi ekki missa sig í svona hlutum. Hver ráðlagði þeim?
Þetta finnst mér gott:
Þær áætlanir runnu út í sandinn og svarar Ingvi Þór því til, aðspurður hvort Íslandsbanki hafi haft í hyggju að selja fyrirtækið að lokinni gjaldþrotameðferð, að verðmætin liggi nær alfarið í starfsfólkinu en ekki í tækjum eða húseignum.
Þarna talar greinilega ráðgjafahlið Ingva Þórs. Ég sem hélt að auður hvers fyrirtækis væri fólkið sem þar vinnur en ekki tæki og húseignir, því án stafsfólks gerist ekkert - ekki satt? Þar liggur auður hvers fyrirtækis.
Spurnngin gæti því líka verið í hverju tók bankinn veð þegar að hann lánaði þeim þessar 700 milljónir? Hver var trygging bankans?
![]() |
Útrásarævintýri lýkur með nýrri kennitölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2010 | 20:04
Svona eru jólin!
Er það ekki þannig á jólnum að ekki fá allir það sem að þeir vilja? Selfyssingar fallnir - því miður. Breiðablik vann KR - því miður,ber samt meiri hlýhug yfirleitt til Blika, hefði viljað jafntefli. Fimleikafélagið vann.
En engu að síður góður sigur í suðurlandsslagnum og ÍBV klárlega en með í baráttunni um titilinn. Til hamingju með þetta peyjar, Heimir og þið er að þessu standið - glæsilegt.
Gaman að sjá líka að Berti fékk að taka víti, hann hefði kannski nýtt víti sem farið hafa í súginn hjá okkur en það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því. Hann kostaði okkur líka mörk í fyrstu leikjum sumarsins þannig að allt jafnast þeta út. En hann er búinn að vera einn af lykilmönnum sumarsins sá gamli, hefur leikið heild yfir vel yfir pari. Vona að félagi Tóti sé ekki illa meiddur.
Hlakka til að fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudag,Atli Yo og Tryggvi Bjarna koma í kaffi á Hásteinsvöll, þann leik verðum við að vinna.
Áfram ÍBV alltaf allsstaðar
![]() |
Selfoss nánast fallið eftir tap gegn ÍBV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 12:47
Komum fagnandi...
- Eyjapeyjar hafa það að aðalmarkmiði,
- að sparka hvorkí mótherjann né rífa kjaft við dómarann
- Látum heldur ánægjuna vera ríkjandi,
- Þetter jú bara fótbolti.
- Þótt streymi á móti og stig séu fá
- Þá stöndum við saman að því,
- Að þegar við sameinumst Hásteinsvell á
- Komum fagnandi.
- ÍBV, ÍBV, fögnum saman sumarlangt
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
- Knattspyrnumenn Eyjamanna njóta góðs af því
- Að nóg er af ráðleggingum frá spyrnufróðum spekingum
- Fremstur er í flokki þar og hvers manns hugljúfi
- Hinn dæmigerði Hólsari
- Jafnt heima sem heiman menn styðja sitt lið
- Og stálslegnir mæta á völl
- Með kraftmiklum köllum að Eyjanna sið
- Koma fagnandi
- ÍBV, ÍBV, fögnum saman sumarlangt
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
- ÍBV, ÍBV, fögnum saman sumarlangt
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
Texti: Leifur Geir Hafsteinsson og Ívar Bjarklind Lag: Leifur Geir Hafsteinsson
Áfram ÍBV alltaf allstaðar og um alla eilífð
![]() |
Til tíðinda getur dregið í fallbaráttunni í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2010 | 21:13
Ranieri ruglið!
![]() |
Markaveisla hjá Arsenal og Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)