21.1.2013 | 13:59
Að vera nafni einhvers!
Gaman að sjá þetta. Alltaf heiður þegar einhver/eitthvað er skýrt í höfuðið á manni. Það er bara þannig. Er samt alveg viss um að Bono hefur ekki misst svefn yfir þessu.
Varðandi hljómsveitina og plötuna þá er spurning hvort hægt er að segja að Joshua Tree sé ei n af fyrstu plötum U2 þar sem hún er nú 5 stúdíóplata þeirra - og sumir vilja meina 6 platan þar sem að tónleika platan Under a Blood Red Sky kemur þarna á milli War og The Unforgettable Fire.
- Boy (1980)
- October (1981)
- War (1983)
- The Unforgettable Fire (1984)
- The Joshua Tree (1987)
- Rattle and Hum (1988)
- Achtung Baby (1991)
- Zooropa (1993)
- Pop (1997)
- All That You Can't Leave Behind (2000)
- How to Dismantle an Atomic Bomb (2004)
- No Line on the Horizon (2009)
Ég sténd reyndar í þeirri meiningu að Joshua Tree nafnið sé dregið af plöntunni en ekki þjóðgarðinum, en það getur svo sem verið rangt hjá mér. Plantan sennilega samt í miklum mæli í Joshua Tree þjóðgarðinum.
e.s. er reyndar búinn að panta eintak af kngulónni til landsins
Kóngulóartegund nefnd eftir Bono | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2013 | 09:54
Rafmögnuð stemning í kringum Icesave
Icesave málið dettur ekki niður dautt svo mikið er víst. Nú er búið að hleypa straumi á málið á ný: Verður gaman að sjá hvort þessi straumur nær að tendra ljós einshversstaðar annarsstaðar en hjá okkur hér á klakanum. - Við getum þá kannski nýtt okkur það í að rækta túlípana til útflutnings!!!!!
.....rosalega verð ég glaður þegar það er komin niðurstaða í þetta blessaða mál.
Vilja rafmagn upp í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2013 | 22:08
Orðaleppar til eftirbreytni!!!
Það er ég smeykur um að viðkvæmt fólk fái fyrir hjartað þegar Kári Kristján tjáir sig! Allt samt vel meint hjá honum og fólk verður bara að tóna orðin niður í huganum en svona er Kári Kristján, og þannig hef ég alltaf heyrt hann tjá sig, og ég myndi ekki vilja hafa hann öðruvísi.
Takk fyrir framlagið Kári Kristján og þið hinir - stolltur af ykkur - nú er bara að slaka á í kvöld og svo tekur næsta verkefni við. Áfram Ísland
Kári: Bara viðbjóður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2013 | 17:32
Góður fengur!
Andri gæti orðið góður fengur fyrir KR verði hann heill á komandi sumrum. Sprækur strákur með mikla reynslu, vinnusemin og festan í lagi en vantar örlítið meiri aga í leik sínum en kannski að þjálfarateymið í vesturbænum takist að aga hann.
Lýst ágætlega á þetta hjá honum, fyrst að hann fór - er Guðs lifandi feginn að hann fór ekki í t.d. Val - en hann hefur gott af því að skipta um umhverfi og takast á við nýja hluti - óska honum alls hins besta en ekki liðnu hans. - hahaha
Andri Ólafsson til KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2013 | 17:14
Neita að trúa þessu!!!
Lögreglan varar við smáskilaboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2013 | 12:32
Einfallt! Allt eða ekkert
Aron: Menn munu skríða út af vellinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2013 | 19:21
Magnaður leikmaður
Algjörlega magnað eintak af leikmanni Guðjón Valur. Hann hefur nú aldeilis fært manni gleðistundirnar í gegnum árin. Slíkt er ekki metið til fjár ;)
Árangur landsliðisns hefur verið svo magnaður síðustu ár að það hálfa væri nóg. Finnst stundum eins og við gleymum hversu gott strákarnir hafa verið að gera það. Hugsið ykkur hvernig þessir fáu strákar og þeir er að liðinu standa gefa lyft þjóðinni á hærra plan þegar vel gengur. Lækkað bensínverð! sértilboð á ajónvörpum, pizzum, hamborgurum og ég veit ekki hvað - það er nú nokkuð ekki satt. Auðvitað verður við pínu svekkt þegar strákarnir okkar tapa, en oftar en ekki hafa þeir hrist það af okkur í næsta leik - kannski verður það svoleiðis á morgun - við vonum það besta. Áfram Ísland
e.s. sakna þess reyndar pínu að sjá ekki lengur tilboð á VHS-tækjum ;)
Guðjón setti nýtt markamet á HM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2013 | 15:14
Þetta líkar mér - peyji með metnað
Gleður mig að sjá að þetta sé gengið í gegn nú er bara fyrir pilt að standa sig hjá mávunum. Þokkalegur uppgangur hjá félaginu og eins og hann segir glæsilegur nýr leikvangur, sem en er verið að bæta við sætum á og svo er nýtt æfingasvæði framundan. Reksturinn virðist vera góður um þessar mundir og meðbyrinn mikill. Liðið er með mesta aðsókn hjá liðum fyrir utan úrvalsdeildina rúmlega 25.500 sem er nú sérdeilis fínt bara. Það þýðir í raun að það er nánast uppselt á hvern einasta leik.
Býð Emil velkominn í mávagerið og megi tími hans þar vera góður. Hlakka til að sjá hvernig honum gengur að fóta sig þarna.
Emil samdi við Brighton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2013 | 14:01
Sorglegt fyrirkomulag!!
Þetta er nú með því betra sem ég hef heyrt lengi: Við töpuðum ekki leiknum viljandi en við reyndum heldur ekki að sigra."
Hvað reyndu menn þá? Hefði verið skondið að sjá leikinn ef hovurgt liðið hefði viljað vinna - það hefði verið afar sérstakt. hissa á mönnum að bjóða ekki upp á slíkt í þessari riðlakeppni. Þetta fyrirkomulag náttúrulega afar sérstakt miðað við kerfið sem var og virkaði ágætlega og allir leikir gegn góðu iðunum gátu gefið þér stig í framhaldið. Það er mun heilbrigðarakerfi.
Við reyndum heldur ekki að sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 16:29
Athyglisvert - einkar athyglisvert
Verð nú að viðurkenna að ég er ekki alveg að skilja þessa ráðstöfun hjá stjórn Southampton. Verðum við ekki að vona að stjórnarmenn dýrlinganna viti hvað þeir eru að gera þegar þeir láta dýrling fara og ætla að reyna að skapa nýjann? Adkins náð frábærum árangri með liðið. Liðið hefur verið að rétt hlut sinn í efstu deild síðustu misseri og því er e´g ekki að kaupa þetta þá svo að menn hafi sent þessa yfirlýsingu frá sér. - er reyndar sammála hugyndafræðinni þarna en hef hvergi séð Adkins hallmæla henni.
Southampton executive chairman Nicola Cortese said: This decision has been made with the long-term ambitions of Southampton Football Club in mind.
"Whilst we acknowledge the contribution Nigel has made during the past two years, for the Club to progress and achieve our long-term targets a change was needed.
Mauricio is a well-respected coach of substantial quality who has gained a reputation as an astute tactician and excellent man manager.
"I have every confidence that he will inspire our talented squad of players to perform at the highest possible level.
He also shares my belief that the most successful clubs are built by nurturing young players through a development system that provides a clear path to the first team, thereby creating a culture that keeps them at the club for the long term.
"This is an approach he has employed with great success in the past and I look forward to him bringing that experience and expertise to Southampton.
Southampton skiptir óvænt um stjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 09:41
Til hamingju - magnað afrek
Kartöflur með beikoni á pólnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 08:08
Vart alþjóðlegt......
Alþjóðlegur snjódagur haldinn hátíðlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2013 | 19:18
Sorglegt í hvaða farvegi málið er
Þetta er nú orðið ljóta grínið. - jæja en maður verður víst að sætta sig við það. En það verð ég nú samt að segja að það að hægja á viðræðunum er nú ekkert grín á við þessa bloggfærslu hérna. Alveg óborganlegt hvað sumir láta hafa eftir sér.
Ég verð að segja að þegar maður les færslur eins og þessa sem ég set hér hlekk á að þá veltir maður því fyrir sér hvort menn séu nokkuð að missa sig í bullinu? ESB að gleypa Ísland - hahaha -
Auðvitað á að klára viðræðurnar og sjá hvað verður á borðinu. Jón Valur veit ekkert um það ekki frekar en ég. En ég þori að skoða í pakkann því ég lifi í þeirri von að hann gæti fært Íslenskum heimilum kjarabót og það til langframa, sem og fyrirtækjum þessa lands. Það eru mikil tækifæri innan ESB þegar menn eru lausir við þá tollamúra sem nú standa í vegi fyrir fullt af hlutum. Ég sat í 15 manna hópi um daginn. fólk úr flestum flokkum og þar vildu 12 klára viðræðurnar og fá að skoða hvað í boði væri. ef þessir væru þjóðin þá væru 80% fylgjandi því að klára og fá að sjá hvað í boði verður. Ef ég tek bara þá sem koma við í prentsmiðjunni og ræða þessi mál þá erum við sennilega að tala um að talan sé nær 65% sem vill klára við'ræðurnar.
Ég skil ekki þessi hræðslu manna og sorgæegast þykir mér þegar það eru hægri menn sem láta svona ég sem hélt að við vildum frjálsa samkeppni og slíkt en það virðist því miður ekki vera. Sérstakt líka að sjá að menn virðast t.d. ekki gera sér grein fyrir stærð Samherja innan ESB. Við eigum kannski að slíta viðræðum við ESB og fara fram á að Samherji og önnur fyrirtæki sem eiga stöðvar erlendis loki þeim og einbeiti sér að því að vera bara á klakanum!!!! - mér þætti gaman að sjá það.
Dauði viðræðnanna stórlega ýktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)