Sorglegt!

Sorglegt þykir mér að hinir 3 aðilarnir skuli hafa sloppið. Fyrst að það á að taka á Geir þá hefði átt að taka á hinum líka, jafnvel bara allri ríkistjórn þess tíma. En það verður svo bara að koma í ljós hvernig þetta mál fer. Geir hlýtur að taka á móti þessu óhræddur og þarf samkvæmt því sem menn hans og hann segir ekkert að hræðast, með hreint borð. Hann er saklaus og getur því gengið upp frá þessu beinn í baki og mun styrkari fótum en ella. 

Hinir 3 aðilarnir sem var sleppt fá ekki hreint borð hjá mér. Þjóðin þegar búin að fá reikning fyrir embættismisfærslu Árna Matt varðandi ráðningu Þorsteins Davíðssonar - við borgum það bara þeigjandi og hljóðalaust. Skömm að því að Björgvin G sé en á þingi, allavega í mínum huga.


mbl.is Ákæra gefin út á hendur Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsundasti dagurinn í röð

Það er ekki bara afmælisdagur Paul "Bono" Hewson söngvara U2 í dag. Í dag er líka dagurinn þar sem ég hef náð því að setja allavega eitt blogg á dag inn á mbl.is í 1000 daga í röð. Þetta er eitthvað sem að ekki stóð endilega til að gera en þetta hefur verkast svona. Bara nokkuð gaman af þessu en kannski kominn tími á að íhuga að hætta þessu.......... ja allavega draga úr. Já og svo er maður búinn að vera á topp 50 á mbl.is í sennilega eina 950 daga eða þar um bil, og meira að segja á toppnum megnið af janúar í fyrra.Vinsældir Moggabloggsins hafa talað þónokkuð eins og sjá má á heimsóknum á þá er vinsælastir eru á mbl.is í dag er þetta undir 10 þúsund á viku en var á tímabili stundum á 3 tug þúsunda. EN þá var þetta nú í ákveðnu hámæli og mikil nýliðalykt af blogginu og blogglestri. Hver man t.d. ekki eftir því þegar Ellý Ármanns sló í gegn með sínum pistlum?

En dagur 1000 hefur komið og mun brátt kveðja.  Langar bara að þakka öllum þeim er líta stundum við hérna hjá mér. Getur verið að ég opni nýja síður fljótlega á nýjum slóðum og mun þá gerast hógværari!!!  - takk fyrir mig


Ekki alveg viss!

Ég er ekki alveg viss hvað ég á að segja. Er alveg viss um að leikmaðurinn er fínn þ.e.a.s. ef hann er heill. Hins vegar spurning á hvaða forsendum menn eru að taka hann ef hann er meiddur. Hann væntanlega sér þá um sig sjálfur þar til hann verður leikfær!!!! Kannski fær hann bara laun þegar hann er orðinn heill.   .....hélt að við hefðum verið að leita að framherja hann kemur kannski síðar?

Áfram ÍBV


mbl.is Enskur úrvalsdeildarleikmaður í ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bono 51

bono3Bono söngvari U2 er 51 árs í dag. Hann eins og hinir meðlimir sveitarinnar hafa verið í nokkru uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina. Maður hefur nú nokkrum sinnum séð þá á sviði, víðsvegar um Evrópu. Fyrst á Live Aid fyrir mörgum árum síðan, og nú síðast á Wembley í 360 túrnum.  Þarf svo sem ekkert að vera að fjalla sérstaklega um þennan merka mann. Hann þekkja allir, þó ekki séu allir hrifnir af honum.

 


Á réttri leið?

...erum við að tala um að við séum loksins að þokast í rétta átt?  Að mati flestra almennra borgara var ekki heil brú í þessum gjörningum varðandi þessa niðurfellingu og því hef ég trú á að fólk, ja vel flest, gleðjist yfir þessum tveimur málum. Ætli það sé meira svona í farvatninu? kannski holskefla af svona dómum framundan!!!!   ....ekki lengur hægt að hirða gróðann og skella öllum skuldum á aðra!
mbl.is Bera ábyrgð á eigin lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljótt í kringum mann.......

Það er ég hræddur um að það heyrist ekki mikið í sumum sem oft blása þegar vel gengur hjá Lakers. Verður forvitnilegt að hvað menn eins og frændurnir Huginn Helga og Gísli Gunnar segja við þessu já eða frændi þeirra hann Alli sem býr í LA. Þetta er svekkjandi fyrir Lakers menn en að sama skapi verður þetta til þess að menn eins og Þorsteinn Hallgríms Dallas maður byrjar að tjá sig aftur á fullu!!!!! 
mbl.is Dallas feykti Lakers útúr úrslitakeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð til í þessu

Osama bin Laden búinn að vera andstæðingur nr. 1 nokkuð lengi, og víst að að myndi gleðja marga að hann væri allur, því var hann settur á stall með mikilmennum. Forsetar ekki vanir að tilkynna andlátsfréttir af hverjum sem er. En þetta er með ráðum gert. Obama þarf stuðning í framtíðinni og bandaríkjamenn þurfa svo átyllur til að vera með nefið ofan í hinum og þessum málum hér og þar. Þar hefur nú umræðan um hryðjuverkamenn hjálpað til. - ekki satt. Því var talið gott ða hræra þessu saman!    Hef svo sem sagt það hér áður að mér þótti spes að forsetinn og utanríkisráðherran skyldu horfa á aðgerðirnar í beinni, hvað með það t.d.?
mbl.is Obama gerði bin Laden hátt undir höfði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er bara að vona....

....að Bournemouth slá Huddersfield út og klári sig af í umspilinu og fari upp með mínum mönnum og Southampton! Yrði ekki leiðinlegt ef að það færu 3 lið af suðurströndinni upp á sama tímabilinu. Hef ekkert á móti Jóa Kalla, eða hans liði. Þeir hljóta nú að teljast líklegastir til að fara upp, enda spilaði vel lengstum á tímabilinu. En ekkert að þessum liðum þarna getur gengið að neinu vísu og víst er að spennan verður þó nokkur. Við erum komnir upp og þvíekki mitt svo sem að hafa áhyggjur af hinum liðunum, ja ekki fyrr en næsta haust.
mbl.is Huddersfield mætir Bournemouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg er þetta frábær.....

......ekki frétt. Það er svona verið að reyna að búa til frétt úr engu. Lítið vit og metnaður í þessari frétt.

...þó er nú tekið fram þarna: Bandarískir hermenn deyddu Osama bin Laden í Pakistan 2. maí síðastliðinn.  .....ekki oft sem að maður heyrir deyddu notaði í umræðunni um Osama Bin Laden, hljómar svona ein sog menn hafi svæft hann líkt og hann væri gæludýr!


mbl.is Osama bin Laden æfði júdó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það komið á hreint

Ekki sannast það aðeins þarna að þetta verður erfitt tímabil hjá okkur Eyjamönnum, eins og þau eru reyndar flest þegar við erum í efstu deild, heldur kom í dag líka í ljós að maður getur ekki verið að stinga af af Eyjunni þegar liðið á heimaleiki. Tap og maður víðsfjarri það er ekki gott.  Enþað þýðir ekkert að gráta undan Óla Þórðar og lærisveinum menn verða bara að safna liði, toga upp sokkana og spýta í lófana. Rétt að minna stuðningsmenn ÍBV á að við höfum aldrei fengið neitt gefins þegar Óli Þórðar tengist hinu liðinu.    ....koma svo áfram ÍBV

þetta er dagur 997 - bestu kveðjur frá Flúðum

 


mbl.is Fylkissigur í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllurinn er ekki að fara neitt

Af hverju eru menn endalaust að ala á þessari umræðu? Þetta er svona eins og menn vilji ala á óvissu og óöryggi í garð fólks af landsbyggðinni sem þarf að fara þessa leið - aumkunarvert.
mbl.is Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....og svo spýta!!!

...ætli karlinn verði svo látinn fara í sumar? En hvað meinar blaðamaður með þessu?

Þetta er í þriðja sinn sem Ancelotti er útnefndur stjóri mánaðarins í vetur og í fjórða sinn á tveimur árum sem hann hefur stýrt Chelsea.

Hver hefur stýrt Chelsea hina 20 mánuðina? Það er að segja ef þetta er aðeins í fjórða sinn á tveimur árum sem hann stýrir Chelsea. Var hann kannski aldrei ráðinn í fullt starf þarna?


Erum við alveg eins?

Með fullri virðingu fyrir öllu því fólk sem látið hefur lífið í hörmulegum aðgerðum tengdum Bin Laden og hans mönnum þá veltir maður því fyrir sér hvort við í vestrinu séum ekkert ósvipuð þeim í austrinu. Menn fagna með látum aftökunni á Bin Laden og hleypa jafnvel af  stöku skoti til að fagna þessu. Þetta er nú einmitt það sem vestrið hefur gagnrýnt harðlínumenn í austri fyrir þ.e.a.s. að fagna á götum út og slíkt þegar einhver "árangur næst" gegn andstæðingunum. Erum við ekkert betri? Erum við að grýta grjótum í gegnum glerið á okkar eigin húsi?

Sorglegt þótti mér líka að heyra af forseta USA, sem hingað til hefur verið minn maður, og Hillary þar sem þau sátu í einhverju fundarherbergi og fylgdust með athöfninni.

En lífið heldur áfram sama hvað mér finnst, og eflaust eru margir þarna úti sem er mér algjörlega ósammála í þesusm málum en þannig er það bara og verður. 


mbl.is „Upplifun að vera á staðnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband