Landeyjar í gær

Fór í Landeyjar í gær, réttara sagt á Bakka, Bakkaflugvöll. Síðasta ferð ekki farin en þökk sé meistara Gumma Alfreðs þá komst maður yfir sundið á flugi..........ekki þessu andlega flugi sem ég er alltaf á heldur með flugvélinni hans - snilldin ein - Hafðu heila þökk Gummi
mbl.is Herjólfur til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vasaklútafrétt!

Verð nú bara að viðurkenna að ég er ekki alveg að fatta Margréti Kristmannsdóttur þarna. En það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ég fatta ekki fólk. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að það væri erfitt að manna þessi lægst launuðu störf. Með þessum hækkunum þá kannski færist verslunarfólk nær því sem gerist jafnvel annarsstaðar. Kannski að þetta fólk komi til með að eiga fyrir salti í grautinn innan fárra ára með bara venjulegum vinnutíma!!! Tek undir með öðrum bloggara sem spurði til hvers verið er að hafa verslanir opnar allan sólarhringinn? Ég hef t.d. aldrei skilið til hvers matvöruverslanir í Eyjum eru opnar á sunnudögum. jújú það eru breyttir tímar en er einhver ástæða til þess að þenja launakostnað og vöruverð þá líka með því að vera að hafa opið svona? má ekki bara fara skref aftur á bak og koma fólki inn í gamla munstrið? Ef að það yrði til þess t.s. að vöruverð lækkaði aðeins þá er ég hræddur um að ekki myndi fólk kvarta.
mbl.is 22% hærri laun í verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldin ein!

Til hamingju með þetta piltar - glæsilegur árangur, vægast sagt.   .....Nú munu jafnvel fleiri augu beinast að íslenskum körfuboltamönnum á næstu misserum - þó svo að þeir tveir séu vissulega ekki liðið þá er þeir mikilvægir hlekkir í keðjunni. - Til hamingju
mbl.is Hlynur og Jakob sænskir meistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldafullnæing!

Að sögn Ríkarðs virðast fleiri en hann hafa fengið tónlistarlega fullnæingu í Hörpunni í gærkvöldi. Þarna virðist hafa verið eins allsherjar orgía ef eitthvað er að marka orð hans. Verð nú að segja að það er gott að þetta byrjar vel, þó oft sé nú sagt að fall sé fararheill!!!!!
mbl.is „Húsið titraði eins og gömul fiðla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur unnið!!!

Ég er nú þeirrar trúar að liðið, United þ.e.a.s., muni landa dollunni þetta árið. Held þeir komi á flugi inn íúrslitaleikinn og vinni hann 2-1 eftir að hafa komist í 2-0. Hvort það verður sigur fyrir fótboltann eða ekki er algjört aukaatriði svo ekki sé meira sagt. Þetta er  jú úrslitaleikur og þangað komast yfirleitt bestu liðin. Að sigra í svona keppni er náttúrulega fyrst og fremst sigur fyrir viðkomandi klúbb, og þá er honum fylgja og þar starfa. Þetta með hvað telst sigur fyrir fótboltann er mjög teygjanlegt því öll sjáum við þetta á mismunandi hátt, sem betur fer.  ...en legðu þetta á minnið United vinnur úrslitaleikinn!!!
mbl.is Ferguson: Þetta lið getur unnið bikarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymum ekki aðalatriðinu!!!

Aðalatriðið er að þeir sem að verkinu koma og þar vinna vilja bara alls ekki fyrir sitt litla líf þurfa að vinna útan höfuðborgarsvæðisins. Á meðan svo er þá koma upp alls kyns tölur og pælingar sem þættu ekki mikið mál ef verið væri að taka batteríið af landsbyggðinni og flytja í borgina. ....þannig er þetta bara held ég, því miður.
mbl.is Gagnrýna úttekt á flutningi LHG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rífandi bisness

Það er ég viss um að það er rjúkandi gangur í sölu á vasaklútum í og við höfuðborg Spánar þennan daginn.  Menn bara hætta ekki vælinu. Skilar engu
mbl.is Geta bara afhent Barcelona bikarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði ekki.......

.....verið dapurt ef að menn hefðu ekki samið um áframhaldandi veru kappans í Garðabænum - er ansi hræddur um það.

Kappinn hefur náð frábærum árangri með Stjörnuna hingað til og bætir sennilega bara við á næstu tveimur árum. Stuðningsmenn Stjörnunnar hljóta að gleðjast yfir þessu.


mbl.is Teitur samdi aftur við Stjörnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissu þetta ekki allir?

Ég hef sagt það síðustu daga að það kæmi mér ekki á óvart að höfnin opnaði núna í vikunni. Ástæðan! jú ég er að fara upp á land. Ekki oft sem að það gerist en það stendur til um helgina að kíkja á stóru Eyjuna í norðri og því er þetta kærkomið. Síðast þegar ég þurfti á fastalandið, í nóvember þá var einmitt opið í höfnina líka.  Þannig að kannski á fólk bara að fylgjast með því hvenær ég er á ferðinni!!!!!Tounge

Það er okkur gríðarlega mikilvægt að höfnin hrökkvi í gang þó ekki væri nema næstu 5-6 mánuði. Það mun hafa mikil áhrif hér í bæ og það gæti farið svo að hér myndaðist líka hagkerfi fyrir ofan Strandveg, ef svo má að orði komast, það er að segja umhverfi sem kemur til með að ganga óháð því hvort mikil veiði er á sjónum eða ekki - það gæti mörgum átt eftir að þykja skrýtið - til að byrja með. Við skulum vona það besta.


mbl.is Herjólfur til Landeyjahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel gert Stjörnustúlkur!

Ekki amalegt hjá stúlkunum í bláu og hvítu búningunum. Til hamingju með þetta Þorlákur Már Árnason og leikmenn Stjörnunnar. .....ekki alveg eins viss um að Valsstúlkur séu eins ánægðar með það að hafa tapað þessum úrslitaleik á afmælisárinu hjá félaginu.
mbl.is Stjarnan á skriði og vann Lengjubikarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er Kópavogur í hnotskurn!!

Það hefur löngum verið sagt að það sé gott að búa í Kópavogi!  Nú taka menn kannski upp á því að segja að það sé spes að búa í Kópavogi ljái þeim hver sem vill!
mbl.is „Spes“ að fara hálfri milljón fram úr áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...hefst nú leikurinn?

Tryggvi Þór svarar þarna rösklega fyrir sig. Ætli við séum að fara að horfa upp á þetta gerast núna, þ.e.a.s. menn kasti tortryggnisprengjum úr glerhúsum hægri vinstri! Til þess eins að reyna að láta sjálfan sig líta betur út um stundarsakir. Vá hvað það kæmi mér lítið á óvart. Ég er ekkert alltaf ánægður með Tryggva Þór, ekkert frekar en Björgólf Thor, en er þó ánægður með að hann stígur hér strax fram áður en að menn missi sig í umræðunni í sleggjudómum um að Tryggvi Þór hafi verið grálúsugur í vinnu sinni hjá forsætisráðuneytinu og svo framvegis. Held að sérstakur saksóknari muni varpa ljósi á mörg mál, rétt eins og rannsóknarskýrslan gerði þegar hún kom út.

Lykilatriðið í þessu er að þjóðin má ekki sofna á verðin og fara að láta sömu hlutina gerast strax aftur - það hræðist ég. Tala nú ekki um í ljósi þeirra sagna sem að maður heyrir og ýmissa þeirra frétta sem okkur eru þegar færðar.


mbl.is „Rakalaus þvættingur“ hjá Björgólfi Thor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin spurning

Svona fer þetta í kvöld, er ég næstum því viss um:

Breiðablik - KR 1-2

Víkingur Þór 1-2

Settu þína spá hér að neðan ef að þú ert ekki sammála?

 

 

 


mbl.is Leikið í Víkinni og á Kópavogsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband