Færsluflokkur: Pepsi-deildin
27.7.2008 | 22:36
Síðasti leikur Bjarna Guðjóns....
... með Skagamönnum, í bili allavega, staðreynd og nú heldur kappinn á ný mið og verður gaman að sjá hvað þessi frábæri knattspyrnumaður gerir fyrir lið þeirra Vestubæinga! Ætli hann og Atli Yo komi ekki til með að halda þessu á floti!! Ég segi svona. EN það er krystaltært í mínum huga að það er mikill fengur fyrir vesturbæjarstórveldið að f´aþennan pilt í röndóttur treyjuna en að sama skapi sárt fyrir Skagamenn að missa pilt.
Gaman að sjá að Garðar Örn er samur við sig, spjaldar menn eins og hann sé að kynna nýtt litakort frá Flugger - reyndar virðast bara tveir litir prýða nýja litabkortið en það verður að hafa það, þeir vekja alltaf athygli þessir litir.
Vona svo sannarlega að næsti leikur verði sigurleikur hjá Skagamönnum
![]() |
FH sigraði ÍA í sjö marka leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.7.2008 | 22:04
Valsmenn að hressast en...
...Grindvíkingar hafa komið mörgum á óvart með skemmtilegum leik í sumar og hafa bara orðið að því er virðist sprækari eftir því sem að líður á mótið, verður gaman að sjá hvar þeir enda þetta, tala nú ekki um núna eftir að Grétar Ólafur Hjartarson er komin til baka, það ætti nú bara að styrkja þá.
Eins og mér fannst Valsmenn daprir framan af þá virðast þeir ver að rétt sinn hlut verulega og eru til alls líklegir núna í seinni hluta mótsins þó svo að raflan sýni að eðlilega eru FH og Keflavík með bestu stöðuna en það má ekki mikið útaf bregða hjá þeim liðum að þá geta bæði Valur og svo KR-ingar komið og hleypt lífi í þetta, sé einhvern veginn ekki Breiðablik og Fjölni elta þessi lið uppi þó svo að bæði þessi lið séu að eiga ágætis mót og þá sérstaklega Fjölnismenn.
![]() |
Helgi með þrennu og Valur vann Grindavík 5:3 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2008 | 11:56
Hafa þeir þá nokkuð við hann að gera?
![]() |
Fulltrúi Örebro sá Prince bara á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 17:03
Nú skal öllu tjaldað!!!
![]() |
Tveir reynsluboltar taka fram skóna með ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 12:21
Stjáni innkaupastjóri
![]() |
Magnús Þormar til Keflvíkinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 08:20
Fylkismenn reyna að bjarga andlitinu
Þetta eru fínar viðureignir sem þarna eiga að fara fram. Sérstakelga verður forvitnilegt að Fylgjast með hvernig Fylkismönnum gengur. Haukarnir hafa verið að spila ágætlega, sérstaklega á þessu helv... gervigrasi, og það gæti farið svo að í haust hafi þessi lið hafi deildaskipti, þ.e.a.s. ef að þau halda bæði áfram að spila eins áfram.
KR - Grindavík - Reikna með sigri KR-inga og að Atli Jóh skori.
Fjölnir - Víkingur - Öruggur sigur Fjölnis reikna ég með 3-0. Ásgeir Aron með 2
Breiðablik - Keflavík - 1-1 og framlenging sigurmarkið skorar svo ...Hólmar Örn
Haukar - Fylkir 1-0 sjálfsmark - ...og vandræði Fylkismanna halda áfram
![]() |
,,Höfum engu að tapa“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2008 | 10:34
...og er ekki Bjarni Guðjóns á leiðinni í Val
svo segir sagan á götunni að Skagamenn og Valsmenn séu að reyna að klára pakkann!!
Hvað gerir þá Þórður? ...segi svona
Mín skoðun hefur ekki breyst það átti ekki að láta Guðjón fara - hvað gerðu menn í staðinn? Jú réðu skyndilausn þá bræður, með fullri virðingu fyrir þeim og þeirra hæfileikum. Hver er stefnan hjá stjórninni þarna? Er nokkur þjálfari líklegri til að snúa spilinu við en Guðjón Þórðar? Maður heyri hingað til Eyja sögur frá þeims em fylgjjast naíð með þessu þarna uppi á landi að menn séu margir hverjir ekki að leggja sig fram, 2 hafa sagt mér að þessi Cingel gaur eða hvað hann nú heitir hafi t.d. bara verið glaður að hafa verið tekin útaf gegn Breiðablik og bara brosað uppi í stúku þegar að Skagamenn fengu á sig fleiri mörk!!!! Það eru akkúrat svona menn sem að maður vill hafa á launum í sínu liði, gaurar með ekkert helvítis hugarfar.
Ég segi menn áttu að halda haus, losa sig við útlendinga og reyna að byggja eitthvað upp - það veitir ekki af því mér sýnist þegar ég horfi yfir það sem er að gerat þarna uppi á Skipaskaga þá hefur einhver runnið á svellinu síðastliðin ár því menn virðast alveg vera heillum horfnir í öllu unglingastarfi og allt - það þarf kannski að taka allan pakkann í gegn? Held að menn hafi skotið rangan hest, það getur vel verið að þeim bræðrum takist að halda liðinu uppi á kostnað Fylkis, sé ekki HK redda sér því miður, en það er þá bara skyndigleði, vandinn á Skaganum er meiri en menn vilja ræða held ég. - Skagamenn meiga heldur ekki gleyma að þeir eru hvað 6000 og stóru fyrirtækin eru ekki þarna lengur - það er erfiðara að fá fjármagn en áður, sérstaklega hjá liðunum úti á landi, og því þarf að vanda en frekar til verka og hugsa til framtíðar.
Kannski að Skagamenn hafi misstígið sig þetta árið af því að þeir yfirspiluðu á síðasta ári og gerðu betur en þeir þorðu að vona - sem var jákvætt, eins langt og það nær. Svo var þeim spáðu góðu gengi þetta árið og það fór eitthvað öfugt í þá og eflaust hafa einhverjir leikmenn ofmetnast. Svo hafa náttúrulega menn eins og t.d. Stefán Þórðarson engan veginn staðið undir nafni.
- ég veit að mönnum finnst kannski bull hvað einhver Eyjapeyji er að rífa kjaft - en svona er þetta bara þetta er mín skoðun og mér þykir þetta miður því Skaginn er eitt af þessum liðum sem manni finnst eiga að vera í fararbroddi í fótboltanum á Íslandi
![]() |
Sonur Guðjóns hættur með ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.7.2008 | 15:03
Flottur strákur
... vona að honum gangi nú vel í borg ótta og myrkurs. Gott ef þetta styrkir ekki líka aðeins stöðu ÍBV í baráttunni því þarna var klárlega einn a betri leikmönnum KA, verst að önnur lið munu græða á því líka.
Ef mig misminnir ekki þá er mamma hans hjúkrunarfræðingur og hún fékk á sínum tíma þegar hún var í námi að fylgjast með þegar að ég fór í krossbands aðgerð á Akureyri, með samþykki mínu, síðan eru liðin mörg ár og ég farin að fá grátt hár. Vona að þetta sér rétt munað hjá mér, ég man að ég setti henni skilyrði um að hún yrði að segja mér frá aðgerðinni eftir á til að fá að fylgjast með og það var lítið mál - fyrirtaks stúlka á ferð þarna. - bestu kveðjur norður
Svo er það bara spurning hvort að Þorvaldur frændi leyfi stráksa að spila.
![]() |
Almarr til Framara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2008 | 23:02
Spá mín var hörmung
21.7.2008 | 18:59
Spá í leiki kvöldsins? einhver?
Ég segi:
Grindavík - KR 0 - 2
Fram - Fylkir 1 - 1
Fjölnir - Þróttur 3 - 1
![]() |
Ramsay tryggði Grindavík sigur gegn KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |