27.10.2010 | 14:59
KR-markmaðurinn kominn í leitirnar?
![]() |
Hannes Þór hættur í Fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2010 | 08:28
14 manna hópur ....
![]() |
Lettar mæta með 14 leikmenn til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010 | 13:48
Hverslags skólakerfi er þetta eiginlega?
![]() |
Ósammála um reikniaðferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2010 | 12:02
Gúrkutíð?
Þetta er að verða eins og fréttir af hamfarasvæðum þessar daglegu frétir á mbl.is af stöðu mála í Landeyjahöfn. Kannski kominn fréttaritari sem er staddur í Landeyjahöfn? EN verð að segja það ef að þetta er svona mikil frétt dag eftir dag að þá er nú ekki mikið að gerast í samfélaginu. Ef að þetta væru einu samgöngurnar við Eyjar þá myndi ég nú kannski skilja þetta. Herjólfur siglir í Þorlákshöfn og gengur bara bærilega og svo er líka en flogið til Eyja, Ernir sjá um það - flugfélagið ekki fuglategundin.
....Vonandi fer nú samt að rofa til í þessu.
![]() |
Enn þokast ekkert í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010 | 11:57
Aðeins 3 líklegir?
Í mínum kokkabókum er það aðeins 3 sem koma til greina, mér dettur ekki í hug að halda því fram að ég sé hlutlaus í þessu vali mínu: Jose Mourinho fyrir frábæran árangur með lið Inter Milan (sem virðist ætla að halda áfram hjá Real Madrid), Oscar Tabarez landsliðþjálfari Úrúgvæ sem náði frábærum árangri með sitt lið á HM, þvert ofan í spár - myndi vilja sjá hann vinna. Svo er Vincente Del Bosque sem nældi í heimsmeistaratitilinn með lið Spánar, reyndar með frábært lið í höndunum sem héldu þarna áfram sigurgöngu sinni frá því að þeir urðu Evrópumeistarar. Reyndar náði líka Van Gaal frábærum árangri síðasta vetur með Bayern en held að hann hirði þetta ekki
Hvað segja aðrir þarna úti? Hver er líklegastur
Carlo Ancelotti (Chelsea)
Vicente del Bosque (Spánn)
Sir Alex Ferguson (Manchester United)
Pep Guardiola (Barcelona)
Joachim Low (Þýskaland)
Jose Mourinho (Inter Milan/Real Madrid)
Oscar Tabarez (Úrúgvæ)
Louis Van Gaal (Bayern München)
Bert van Marwijk (Holland)
Arsene Wenger (Arsenal)
![]() |
Hver verður þjálfari ársins? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2010 | 09:01
Minnir mig á að......
....við Óskar, hér í prentsmiðjunni, höfðum uppi í umræðunni hér fyrir eins og ári síðan eða svo að við ætluðum að sækja um leyfi fyrir Pylsuvagni á svæðinu. Viðgerðum nú ekkert í því enda var þetta svona meira gert til þes að skapa umræðu um Landeyjahöfn og heyra hvað fólki fannst. Viðbrögðin voru misjöfn en ekkert í líkingu við það sem gerðist þegar að höfnin var í blóma í júlí-ágúst eða þá umræðu sem nú er í gangi.
Þegar höfnin kemst í fullan gír er ég ekki fjarri því að svona upplýsingamiðstöð verði nauðsynleg. EN hvenær það verður get ég ekkert sagt til um.
![]() |
Fær ekki að reisa upplýsingamiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2010 | 20:05
Þá getur maður lagt af stað.......
Já ég er sem sagt kominn í framboð, Svona leit textinnút sem að ég skilaði inn í kynninguna fryrir svipan.is:
Fæðingarár: 1967, þann 1. maí
Starf og/eða menntun: Framkvæmdastjóri lítillar prentsmiðju.
Hagmunatengsl: Engin eftir því er ég best veit.
Tengsl við flokka eða hagsmunasamtök: Hef aldrei tekið þátt í flokksstarfi en er örugglega skráður í nokkra slíka eftir að hafa tekið þátt í að styðja fólk í prófkjörum. Hef starfað svolítið fyrir ÍBV, sumir vilja flokka það sem hagsmunasamtök! Svo á ég einhvern pínulítinn hlut í VSV í Vestmannaeyjum.
Ertu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum? Já sit eftir boð bæjarstjóra í nefnd sem á að fjalla um og koma að starfi Eldheima hér í Eyjum. Veit ekki hvort ég er skráður fulltrúi flokks eða bara sem bæjarbúi en ef ég er skráður fyrir flokk þá er það örugglega fyrir minnihlutann, þrátt fyrir að hafa hneggst boð bæjarstjórans. Sit einnig núna minn síðasta vetur, að sinni allavega, í stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Vestmannaeyja.
Maki: Ingibjörg H. Friðriksdóttir
Starf maka: Stuðningsfulltrúi Í Grunnskóla Vestmannaeyja
Hagsmunatengsl maka: Engin
Annað: Framboð mitt er á eigin vegum, hvorki verður tekið við fjárframlögum frá einkaaðilum né fyrirtækjum, og ég mælist eiginlega til þess að ef einvherjir vilja styðja mig að þeir geri það þá með orðum manna á milli en ekki með fjáraustri í auglýsingar. Ég hef heldur ekki hugsað mér að eyða miklum úr fjárlitlum kistum sjálfs míns í framboðið en mun þiggja það að þeir sem hafa trú á mér láti það ganga. Lykilatriði í þeirri vinnu sem framundan er er að sem breiðastur hópur komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar því þannig endurspeglast þjóðarviljinn. Við erum öll á sama báti og ef allir leggjast á árarnar verður útkoman góð fyrir Ísland.
Hvers vegna viltu á stjórnlagaþing? Ég hef nokkuð lengi haft áhuga á samfélagsmálefnum. Hef verið nokkuð ófeiminn við að láta skoðanir mínar í ljós, eins og fólk hefur kannski séð á bloggi mínu. (http://fosterinn.blog.is) Ég hef reynt að temja mér það að gera þetta á málefnalegan hátt en ekki ráðast á persónur og níða af þeim skóinn, eða eins og menn segja í fótboltanum fara frekar í boltann en manninn. Ég tel mig geta lagt mitt á vogarskálarnar í þeirri vinnu er þarna mun eiga sér stað. Mér fannst þetta spennandi tækifæri og eftir nokkrar vangaveltur með sjálfum mér ákvað ég að slá til og bjóða mig fram. Ég er þarna að bjóða fram nafn mitt, mín sjónarmið og hugsjónir óháð einhverju flokkamynstri. Ég hef lengi haft áhuga á að koma á persónukjöri og er því til í að leggja nafn mitt í þennan hatt. Svo kemur bara í ljós hver útkoman verður.
Hverjar eru helstu hugmyndir þínar um breytingar á stjórnarskránni? Breytingar og ekki breytingar stjórnarskráin sem nú er er alls ekki alslæm þó kominn sé tími á að taka hana upp og skerpa á ákveðnum þáttum eins og þrískiptingu valdsins, hlutverki og ábyrgð æðstu stjórnenda ríkisins. Tryggja eignarhald á auðlindum hjá þjóðinni, skoða heimildir íslands til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, tryggja að þjóðin hafi síðasta orðið í stórum slíkum málum. Því má samt ekki gleyma að í forgrunni á stjórnarskránni á að vera mannréttindi, tjáningar- og lýðfrelsi.
Hefur þú lesið stjórnarskrá Íslands? Já
Hefur þú lesið stjórnarskrár annara ríkja? Hef gluggað í nokkrar t.d. Noregs, USA og Sviss. Einnig hef ég kynnt mér Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Hefur þú lesið skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Á hana heima en hef ekki lesið hana spjaldanna á milli en tekið niður í hana hér og þar.
Þarna er nú einhverjar upplýsingar um mig svo er ég líka á Andlitsskruddunni. Ég mun nota þessa síðu til kynningar og umfjöllunar um framboð mitt og áherslur. Gaman væri að fá líflegar umræður og fá sem flesta vinkla á sem flest mál. Endilega skellið inn spurningum ef að þið hafið einhverjar.
Með fyrirfram þökk um jákvæð viðbrögð
Gilli Hjartar
![]() |
523 í framboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2010 | 14:43
Frétt? ....eða ekki frétt?
Fólk á Norðurey talar í sífellu um hvassviðrið í Eyjum. Eyjamönnum verður tíðrætt um rokið suður með sjó, í Reykjanesbæ, sem margir á Norðurey sem hingað til Eyja hafa komið segja í reynd að sé mun meira roksvæði en Eyjar.
Það er nokkuð síðan maður hefur heyrt þessar rokur í veðrinu eins og í morgun þegar maður vaknaði. Það tekur alltaf eins og svona eitt svona veður til að minna mann á að þetta á það til að gerast og nú er það komið og því stefnir í að manni finnist flest öll veður í haust bara vera nokkuð mild, ja allavega verða þau ekki til þess að maður snúi sér á hina hliðina.
Síðu eigandi er í framboði til stjórnlagaþings. það má fylgjast með framboðinu hér á þessari síðu og á andlitsbókinni.
![]() |
Hvasst í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2010 | 17:29
Stjórnlagaþing 2: Að byrja á öfugum enda
Sá möguleiki er fyrir hendi hjá komandi stjónlagaþingi að senda niðurstöðu þingsins, sem væntanlega verður fullmótuð ný stjórnarskrá, til afgreiðslu hjá þjóðinni. Þetta finnst mér mikilvægt, Mér finnst að stjórnlagaþing eigi hiklaust að leita til þjóðarinnar með þá stjórnarskrá er þar verður samin. Ég tel að það sé mikilvægt að þingið fái klapp á bakið frá þjóðinni um þá vinnu er þar hefur verið unnin. Samþykki þjóðarinnar ættu að vera sterk skilaboð til Alþingis um að þarna telji þjóðin að komið sé plagg sem hún vill nota. Alþingi ætti því ekki að missa sig í því að bylta innihaldi skjalsins.
Við skulum ekki gleyma að á undan stjórnlagaþinginu hefur starfað 1000 manna þjóðfundur, núna í byrjun nóvember, og hann mun leggja ákveðin skilaboð í á borð stjórnlagaþings. Þar verða komnar ákveðnar grunnhugmyndir fyrir stjórnlagaþing að vinna í og fara yfir.
Hvort sem ég næ kjöri eða ekki þá finnst mér mikilvægt að þjóðin fái að segja hug sinn um starf það er liggur fyrir að afloknum þjóðfundi og stjórnlagaþingi, og það áður en plaggið fer fyrir Alþingi.
Síðu eigandi er í framboði til stjórnlagaþings. það má fylgjast með framboðinu hér á þessari síðu og á andlitsbókinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 16:35
Góðir hlutir gerast hægt!
Maður er alveg hreint hættur að æsa sig yfir þessu veseni með Landeyjahöfn. Trúin á að góðir hlutir gerist hægt hefur nú tekið yfir allar aðrar væntingar varðandi það að höfnin opni fljótt aftur. Þarf reyndar að komast bráðnauðsynlega upp á land þann 30 næsta mánaðar vonandi verður þetta löngu komið þá.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig niðurstaða kemur úr þessum útboðum varðandi dýkunina, þ.e.a.s. hver niðurstaðan verður eftir að tilboðin voru opnuð. Gæti farið svo að engu verði tekið og menn ákveði að bíða með að opna lengra inn í veturinn, ja eða veturinn á enda og opna bara í apríl 2011? Það skyldi þó aldrei vera!
Síðu eigandi er í framboði til stjórnlagaþings. það má fylgjast með framboðinu hér á þessari síðu og á andlitsbókinni.
![]() |
Enn óljóst með Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.10.2010 | 18:12
Glæsilegt ....og meira gott!
Gaman að sjá þetta sá nú reyndar að hann fékk ekki margar mínútur en það skiptir ekki öllu karlinn er kominn á ról og verður vart stöðvaður úr þessu.
Brighton með góðan sigur í dag og staðan góð hjá Gus Poyet og strákunum hans:
2 Bournemouth 13 5 1 0 1 3 3 27 15 12 22
3 Peterborough United 13 5 0 1 2 1 4 29 24 5 22
4 Sheffield Wednesday 13 3 2 2 3 1 2 17 8 9 21
5 Huddersfield Town 13 3 2 1 3 0 4 22 17 5 20
...6 Colchester United 13 2 4 1 2 4 0 16 14 2 20
7 Milton Keynes 13 5 2 0 1 0 5 16 16 0 20
8 Carlisle United 13 3 2 2 2 2 2 18 12 6 19
9 Rochdale 13 3 2 2 2 2 2 20 15 5 19
10 Exeter City 13 3 3 0 2 1 4 18 20 -2 19
11 Charlton Athletic 13 3 2 1 2 2 3 18 20 -2 19
12 Bristol Rovers 13 3 1 2 2 3 2 16 18 -2 19
13 Oldham Athletic 13 2 4 0 2 2 3 17 15 2 18
14 Southampton 13 3 2 2 2 1 3 13 11 2 18
Síðu eigandi er í framboði til stjórnlagaþings. það má fylgjast með framboðinu hér á þessari síðu og á andlitsbókinni.
![]() |
Hermann kom við sögu í sigurleik Portsmouth |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 16:13
Til eftirbreytni
Þetta er skemmtilegur viðburður þessi kjötsúpudagur. Ekki bara er þetta ágætis fæði heldur er þetta svona vinalegur hverfisbætandi viðburður sem skilur eftir sig jákvætt andrúmsloft og hlýju. Menn hljóta að fara að koma með svona hugmydnir á fullt á öðrum stöðum. Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefur náttúrulega verið með sína súpugjöf, ásamt öðru. Kannski kemur svona útfærsla til Eyja á næsta ári. Ekki getum við haft lundadag því ekki má orðið veiða hann en við gætum haft fiskifíling í þessu hjá okkur.
Síðu eigandi er í framboði til stjórnlagaþings. það má fylgjast með framboðinu hér á þessari síðu og á andlitsbókinni.
![]() |
Margir gæða sér á kjötsúpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2010 | 21:16
1 af mörgum?
Sú spurning vaknar í framhaldi af þessu og þeirri staðreynd að nokkuð mörg lið eiga við fjárhagsörðugleika að etja hvort þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Hin liðin eru kannski ekki öll í efstu deild, ekki frekar en Portsmouth, en eru partur af deildarkeppninni ensku og því sjónarsviptir af hverju liði ef til þess skyldi koma sem ég vona nú svo sannarlega að verði ekki.
Einhverjir gárungarnir vilja nú meina að það styttist í að Tottenham feti þennan veg sem Portsmouth er að fara en þau lið sem Harry stjórnar virðast oft eiga í fjárhagsörðugleikum eftir að hann fer eins og West Ham og Portsmouthm það bætti svo ekki stöðu West Ham að komast í hendur íslenskra glæframanna. Þeir sem fylgjast með hafa náttúrulega tekið eftir því að Harry hefur síðan hann kom til Tottenham farið oftar á leikmannamarkaðinn heldur en konan hans út í búð!!!! En við verðum að vona að eigendur Tottenham, sem er nú þekktur sem gyðingaklúbbur, séu á tánum varðandi reksturinn.
Síðu eigandi er í framboði til stjórnlagaþings. það má fylgjast með framboðinu hér á þessari síðu og á andlitsbókinni.
![]() |
Portsmouth á leiðinni í gjaldþrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)