25.8.2011 | 13:27
Hrikaleg spenna!!!
Þetta gæti orðið skemmtilegur leikur. Gæti líka orðið hundleiðinlegur leikur. Ég verð að segja að fyrir mína hönd, sem Eyjamaður þá yrði ég vel sáttur við að krækja í stig í Frostaskjólinu í kvöld.
Spái 0-0 en þú?
![]() |
Vonandi einn með öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2011 | 21:02
Datt engum í hug.......
....að senda bara ódýrt lið til leiks? Lið byggt á heimastelpum sem spila með hjartanu en ekki með budduna í vasanum? Það hefði ekki átt að vera erfitt írekstri. Jú jú vel má vera að árangurinn hefði ekki orðið góður, en hver veit. Hann hefði getað orðið mjög góður miðað við hvað menn lögðu undir. Stjarnan er ekki mitt lið nokkuð langur vegur frá því en mér innst eþtta bara sorgleg staða. ÍBV dró sig úr leik fyrir nokkrum árum, ekki við mikinn fögnuð skiljanlega, en er að brjótast til baka. Þar á bæ lögðu menn ofur áherslu á að greiða upp skuldir og fara varlega í eyðslu fjár. Batteríið rekið áfram af miklum dug. Heimastrákar og stelpur unnu mikið og óeigingjarnt starf við að viðhalda félaginu innan vallar sem utan. Er ekki fjarri því að það sé að skila sér til baka núna. Vona að Stjarnan beri gæfu til að feta svipaða leið.
Athyglisvert að í þessu litla landi virðist peningaþátturinn til leikmanna sífellt verða stærri og stærri. Það mun á endanum ganga endanlega frá mörgum þessum liðum.
![]() |
Stjarnan sendir ekki lið til keppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.8.2011 | 18:32
Allt fyrir neðan......
...annað sætið yrðu vonbrigði hjá City í vetur. Það liggur við að maður segi að þeir eigi líka að verja bikarmeistaratitilinn. Verður gaman að sjá hvað þeir á ferðum sínum um Evrópu.
Er mönnum að takast að kaupa þarna topp lið? ....maður veit svo sem ekkert hver andinn er þarna og slíkt því gæti þetta dottið hvar sem er hjá þeim!!!! Ég hef lengi beðið, eins og margir aðrir held ég, eftir því að nýtt lið taki meistaratignina, ætli sá tími sé að koma?
![]() |
Samir Nasri: Mikill léttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2011 | 17:03
Upp fyrir haus í drullu!!!
Landsbankinn er náttúrulega fyrir löngu kominn langt upp fyrir eyrnasnepla í drullu og rugli. Gott dæmi um það er sagan um að þeir tóku bréf í VSV af einu fyrirtæki hjá frá Guðmundi Kristjánssyni, enda skuldirnir búnar að éta upp fyrirtækið. Þeir tóku sig svo til og seldu öðru fyrirtæki hans bréfin án þess að bjóða öðrum bréfin já eða bjóða þau upp á almennum markaði til að hámarka virði þeirra.
Ekki þætti mér ólíklegt að í öllum hasarnum hafi Landsbankamenn lánað Guðmundi fyrir bréfunum aftur!!!!
![]() |
Ættu að læra eitthvað af hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2011 | 10:16
Úrugvæar á flugi, Íslendingar ófleygir
Eins og það er leiðinlegt að sjá Ísland næstum því dottið útaf listanum þá er jafn gaman að sjá að Úrúgvæar eru efstir Suður-Ameríku þjóða. Það er stórt afrek hjá lítilli þjóð.
....en við hljótum að fara að rétt úr kútnum. Hef trú á að árangur okkar batni þegar Óli Jóh er búinn að endurnýja samninginn.
![]() |
Hollendingar á topp heimslistans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.8.2011 | 23:17
Eitthvað að frétta hjá Sunderland?
Flugið á mávunum á suðurströndinni er orðið hættulegt. Sunderland slátrað í framlengingu að viðstöddum rúmlega 17 þúsund vitnum. Það held ég að það þurfi enginn að velkjast í vöfum um að Gus Poyet er að gera fína hluti. Var svo sem aldeilis að því á síðasta tímabili líka þegar menn rúlluðu yfir deildina fyrir neðan. Sunderland menn geta þá hugsað um deildina í fjóra mánuði áður en þeir komi til leiks í enska bikarnum. Leikmenn Brighton aftur á móti bara búnir að bæta við allavega einum leik í viðbót. Peningur í kassann og þreyttari fætur fyrir vikið. En þreyttir fætur kvarta ekki yfir hærri launum!!!
Í The Sun segja þeir:
BRIGHTON kept their remarkable start to the season bubbling along by disposing of lacklustre Sunderland in the Carling Cup.
Craig Mackail-Smith headed in Alan Navarro's cross in the sixth minute of extra time as the Black Cats became the fourth Premier League side dumped out in a night of upsets.
Stephane Sessegnon had a sharp chance in the third minute to put Sunderland ahead when he pounced on a loose ball in the area but drilled his effort wide.
Brighton, looking slick and confident, soon replied and really should have taken the lead when Westwood spilled a long-range shot from Mackail-Smith.
The goal was gaping for the usually predatory Ashley Barnes but he skied his effort over the top.
Sunderland were struggling again when Craig Noone delivered a superb cross from the left, but nobody could apply a decisive touch in a crowded goalmouth.
The Black Cats began to take command around the half-hour mark.
David Vaughan fired over after cutting in from the right and Craig Gardner's tame header was easily repelled, but the visitors were having things much their own way - until Keiren Westwood came out of his goal in a failed attempt to claim Inigo Calderon's long cross.
Luckily for Sunderland, Mackail-Smithcould not get direction or power on the loose ball from nearly 20 yards out.
At the other end, Gardner's low cross from the right skidded through a crowded goalmouth without attracting a touch.
A minute after the break Brighton striker Barnes sped through the centre, chasing between two defenders to get onto Noone's pass only to fail with his finish again - Westwood grateful to claw away.
The goalkeeper was helpless three minutes later as Inigo Calderon provided Mackail-Smith with a clear run and the £2.5 million striker duly slipped his shot past the out-rushing Westwood - only to see it bounce to safety off the far post.
There was a further worry for the visitors when skipper Lee Cattermole came off to be replaced by Connor Wickham but it looked a tactical switch to cash in on Brighton losing centre back and captain Gordon Greer at half time.
There was a huge moment of controversy in the 64th minute when Calderon burst into the Sunderland area, swept past Westwood and then tumbled over the goalkeeper.
Referee Andy D'Urso waved away penalty appeals and booked the Brighton man instead - presumably for diving. The boos, inevitably, rang out.
Substitute Vincelot had coped admirably with Sunderland's attack as he slotted in alongside Dunk at the back.
But his enjoyment was short-lived as he was carried off in the 76th minute with a dislocated shoulder to be replaced by assistant manager Mauricio Taricco.
Ankergren made a fine save down at his near post to defy the dangerous Sessegnon and force the game into extra time.
![]() |
Fjögur úrvalsdeildarlið féllu úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2011 | 19:56
....komst nú ekki á fundinn en
....ótrúlegt að þurfa að segja það en Guðmundur og félagar líta oft út eins og drullusokkar, og að því er virðist án þess að leggja sig neitt sérstaklega fram!!! Hef hlustað á málflutning þeirra í nokkur skipti og það verður á stundum sorglegt. Það eru allir glæpamenn og óvildarmenn VSV nema þeir!!! Þessir kumpánar hefðu bara orðið en frekar undir ef ég hef mætt þarna fyrir hönd þeirra sem ég hef með að gera þarna. Það er oft alveg með ólíkindum að þessir menn geta ekki horft á að reksturinn gangi vel og nóg er að gera heldur þurfa þeir að vera í leik um að reyna að komast yfir allt. Svo eru þessir menn hissa á því þá hluthafar vilji frekar selja heimamönnum sinn hlut fyrir lægri pening og hafa þó vissu fyrir því að það er ekki verið að fara af stað með fyrirtækið eitthvað upp í sveit.
....Halda Guðmundur og félagar að fólk hafi ekki séð hvað gerðist þegar þeir komust yfir ÚA!!
Heyrði um daginn að Landsbankinn hafi selt Guðmundi bréf um daginn sem hann tók úr öðru félagi sem Guðmundur missti!!! Hvernig datt Landsbankanum þetta í hug? Af hverju hef ég ekki séð fjölmiðla velta sér upp úr þessu? Hvert var gengið á þeim bréfum? Af hverju var ekki almenningi boðiðað bjóða í þann hluta? Ber ekki Landsbankanum að reyna að hámarka það sem hann tekur upp í skuldir? Er hann kannski ekki banki allra landsmanna? Guðmundur og co hefðu þá bara geta boðið í eins og aðrir. Ef að Landsbankinn hefur farið á svig við þetta í þessari sölu sinni þá er klárt að þar er innandyra fólk sem ekki er starfi sínu vaxið.
Held að menn eigi nú líka að taka aðeins tappann úr öfga gagnrýninni á kvótafrumvörp "vinar míns" Jóns Bjarnasonar. Menn verða að horfa í að þar eru ákvæði um að ekki verði hægt að moka kvóta burt úr byggðarlögum möglunarlaust. Hef ekki séð stórútgerðarmenn í Eyjum, ja né annarsstaðar taka undir þetta - það er kominn tími til. ...jújú víst er þetta ágæta fólk handhafar veiðiréttarins sem stendur en það verður að gera sér grein fyrir því að það hanga ansi margir á spýtunni með þeim. Sé ekkert að því að höft séu sett á sölur úr byggðarlögum. Þ.e.a.s. að heimamenn fái að leita allra ráða til að verja sína stöðu. Jújú víst hafa Eyjamenn farið ránshendi um hin og þessi byggðarlög á þennan hátt, eins og aðrir. En er ekki komið nóg? Veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst að svo sé.
![]() |
Urðu undir á hluthafafundi Vinnslustöðvarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2011 | 19:33
Hallllllóóó
Hvar eru allir Eyjamennirnir? Eru mínir menn alveg hættir að fá gul spjöld? Trúi þessu bara ekki. En það hlýtur að fara að styttast í bann hjá nokkrum trúi ekki öðru. En flott fyrst við erum ekki með neinn í banni gegn KR þá verðum við ekki með neinn í banni gegn Víkingum, ja nema einhver næli sér í rautt á fimmtudaginn.
Get svo ekki að því gert að það verða þrír Víkingar í banni gegn ÍBV. Þar á meðal okkar gamli vinur og félagi Bjarnólfur Lárusson - það er synd verð ég að segja. En reikna nú ekki með að Víkingarnir verði auðveldir þrátt fyrir þetta - ekki frekar en KR á fimmtudaginn. ......áfram ÍBV
![]() |
Arnar Sveinn í tveggja leikja bann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2011 | 14:59
Wenger bankastjóri!
![]() |
Nasri fer til Manchester City |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2011 | 21:11
Valsmenn......
![]() |
Annar sigur Fram í deildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2011 | 18:15
Bið að heilsa Jóni
Veit aldrei hvað ég á að halda með Jón Bjarnason og hans ákvarðanir.
Finnst þetta með fæðuöryggi landsmanna alveg frábært. Minnir mig svolítið á reglugerðina um heimabaksturinn og þá umræðu sem farið hefur fram um það. Konan mín má baka heima í eldhúsi en ef einhver borðar þetta utan heimilis þá stafar honum hætta af bakstri hennar. En við heimilisfólkið erum aldrei í hættu. Kjöt sem keypt er t.d. í Noregi hefur ekki skaðað norðmenn en gæti gengið af okkur dauðum!!!
Held stundum að Jón sé flón!
![]() |
Tók mið af gjaldeyrishöftum og fæðuöryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2011 | 13:49
Menn eða mýs?
Verður gaman að sjá hvort strákarnir hans Bjarna Jóh. geri góða ferð í Frostaskjólið í kvöld. Deildin þarf á því að halfa að Stjörnumenn vinni, svona til að skapa spennu.
Grindavík vinnur Víking, Fylkir vinnur Breiðablik og Fram og Valur skilja jöfn.
Mér er svo sem slétt sama hvort ég spái öllum þessum leikjum vitlaust.
![]() |
Eykur KR forskotið á ný? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2011 | 19:12
Flott úrslit
Það var nú ekki leiðinlegt að menn náðu að innbyrða þessi 3 góðu stig. Framan af var nú ekkert á milli liðanna og Keflvíkingar jafnvel aðeins sterkari ef eitthvað var. En við skoruðum og héldum út fram að hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoruðu strákarnir af suðurnesjunum frábært mark. Leikmenn ÍBV dottuðu augnablik eftir að dæmt var aukaspyrna en Keflvíkingar voru snöggir upp á lagið og jöfnuðu. En eftir ða Heimir gerði þá góðu skiptingu að setja Aaron Spear og Guðmun Þórarinsson inná bættu Eyjamenn leik sinn verulega og sérstaklega var Guðmundur skæðir, alveg frábær í raun sívinnandi og ógnaði stöðugt. Eyjamenn náðu betri og betri tökum á leiknum. Voru orðnir miklu betri. Það var svo Þórarinn Ingi sem tryggði stigin þrjú með skallamarki eftir frábæra sendingu Tryggva G.
Sérstök tilnefning í þessum leik fer til Willums Þórs sem var hreint augnkonfekt langtímum saman á hliðarlínunni. Held að menn ættu að taka sig til og fylgja honum heilan leik - er ansi hræddur um að það gæti orðið bráðskemmtilegt sjónvarpsefni.
En stigin fóru til ÍBV og menn halda upp áframhaldandi pressu á KR, FH og Val í baráttunni um efstu sætin.
![]() |
ÍBV heldur áfram að þjarma að KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |