Færsluflokkur: Pepsi-deildin
7.10.2010 | 15:35
Er verið að lækka meðalaldurinn?
![]() |
Auðun og Grétar Ólafur hætta með Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 14:58
Þið segið nokkuð
![]() |
Bjarni samdi til þriggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 17:20
Dapur endir á góðu móti
Það er ekki hægt að segja annað en að árangur ÍBV í sumar í deildinni sé góður. Sigur á síðasta degi og við hefðum orðið meistarar en svo var ekki og liðið endar í þriðja sæti. Fyrir mótið var ég að gæla við að við myndum auka stöðugleikan frá í fyrra og enda í 6-8 sæti þannig að ég get ekki verið annað en vel sáttur. Vissulega er pínu svekkelsi með úrslitin í dag en svona er þetta.
Þakka leikmönnum, Heimi þjálfara og knattspyrnuráðinu fyrir góða skemmtun í sumar. Nú er bara að byrja að púsla saman fyrir sumarið 2011. Deild, bikar .......og já Evrópukeppni. Stefnir í að það gæti orðið skemmtilegt sumar.
Áfram ÍBV alltaf allsstaðar
![]() |
Keflavík gerði út um vonir Eyjamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2010 | 17:09
Til hamingju Blikar
Vel að þessu komnir Blikar. Búnir að spila vel þetta tímabil í deildinni og eiga þetta fyllilega skilið. Þeir hafa verið við toppinn nánast frá því að blásið var til leiks fyrir 22 umferðum síðan. Mínir menn áttu auðvitað séns þangað til i dag að verða meistarar en það gekk ekki eftir. Það verður ekki til að deyfa sársaukan að heyra að sigur ídag hefði fært dolluna til Eyja.
En til hamingju Blikar, alltaf gaman þegar félag tryggir sér titilinn í fyrsta sinn. Ekki mörg ár síðan FH vann dolluna í fyrsta sinn, ætli Blikar feti í fótspor þeirra?
![]() |
Breiðablik er Íslandsmeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2010 | 11:33
Hið besta mál
Nú er bara að láta sökudólagana borga og læra af mistökunum.
Veit að við Eyjamenn lærum af þessu spurning með KR-ingana
![]() |
KR og ÍBV fengu sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2010 | 08:37
Að horfa á leikinn! - Víst kom fagn....
Þarna voru menn nú ekki á tánum. hvorki blaðamaður né þjálfari því Stjörnustrákar tók lítið og nett fagn eftir að þeir skoruðu mark sitt í leiknum í gær. Beint fyrir framan þá er höfðu verið að stríða þeim hvað mest í stúkunni!!!!
Hvort það er aftur á móti viðeigandi að taka fagn þegar liðið er undir er svo annað mál. Persónulega fannst mér það ekki viðeigandi en því má ekki gleyma að þessi fögn Stjörnumanna í sumar hafa gefið deildinni skemmtilegri, og alþjóðlegri, umfjöllun. Auk þess sem þeir hafa spilað opinn og skemmtilegan bolta, með misjöfnum árangri þó. Skemmtanagildið hefur verið gott hjá Stjörnumönnum í sumar og þeir eru búnir að sjá til þess að þeir verða með í deildinni næsta sumar. Hvað ætli þeir bjóði upp á þá.
![]() |
Bjarni Jóhannsson: Fögnin hafa truflað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2010 | 20:25
Komu fagnandi......
Þrjú góð stig á Hásteinsvelli í dag. Stjörnumenn byrjuðu nú leikinn aðeins betur og hefðu getað komist yfir en Albert varði mjög vel þegar ein leikara stjarnan komst ein í gegn. Skömmu síðar skoraði Sytnik gott mark og kom ÍBV yfir. Aðeins sterkari voru Eyjamenn og Þórarinn Ingi kom þeim í 2ö1 með marki eftir frábæran undibúningi frá Arnóri Eyvari og Eyþóri Helga. Tvö núll og mann fannst fjara undan Stjörnumönnum en þá urðu mínir menn pínu kærulausir og það var eins og við manninn mælt þeir fengu á sig mark rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var svona la la og á köfæum fannst mér mínir menn ekki líklegir til neins, og manni fannst eins og slysið gæti gerst og við fengjum á okkur jöfnunarmark en það gerðist ekki. Ekki taka þessu samt þannig að Stjörnumenn hafi verið með einhverja svakapressu og við ekki komið boltanum yfir miðju. Það var ekki svo. Þeir leið á hálfleikinn var nokkuð jafnvægi með liðunum og niðurstaðan 2-1 sigur ÍBV alls ekki ósanngjörn úrslit. Ljótur blettur á seinni hálfleik var að Tryggvi Guð fékk gult spjald, og fer í leikbann, og það fyrir leikaraskap. Þaðan sem ég sat virtist mér þetta vera hárréttur dómur. Synd að missa Tryggva í bann svona í síðasta leiknum í sumar. Kannski þarf það ekki að vera svo slæmt því ég hef grun um að Keflvíkingar myndu nánast leggja hann í einelti í leiknum um næstu helgi ef hann hefði verið með. Betra að hafa hann utanvallar og láta hann pirra þá þaðan.
Gaman var að sjá í dag að annan leikinn í röð eru yfir 1000 manns í kringum Hásteinsvöll, ekki slæmt í 4000 manna byggðarlagi. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru fáir en samt nokkrir. Nú er bara að vona að Landeyjahöfn verði í gír næsta sumar og þá hef ég þá trú að við fáum að meðaltali svona 150-200 stuðningsmenn annarra liða per leik. Það er búbót sem við höfum ekki haft aðgang að áður.
Það vakti einnig sérstaka athygli fastagesta á Hásteinsvelli að rödd Geirs Reynissonar ómaði ekki um völlinn fyrir leik, hálfleik eða þegar skoruð voru mörk eða skipt inná. Það tók mig nú ekki margar sekúndur að átta mig á að þarna var um að ræða hljómfagra rödd Gunnars Friðbergs eldgleypis, blikksmiðs og allt múligt manns. En fyrir þá sem ekki vita að þá er það álíka viðburður að mæta á völlinn og heyra ekki rödd Geirs Reynis og það var á sínum tíma að sjá einhvern annan en Sigga Reim halda á kyndlinum til að tendra bálið á Fjósakletti á föstudegi í Þjóðhátíð, afar sérstök upplifun. EN piltur stóð sig vel og verður jafnvel kallaður til aftur síðar skilst mér.
En nú er bara að bíða eftir fjörinu um næstu helgi. Áfram ÍBV alltaf allsstaðar
![]() |
Eyjamenn unnu Stjörnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt 20.9.2010 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2010 | 09:49
Til hamingju.........
....en ekki strax!!!
Mótið er ekki búið en eitthvað segir mér að úrslitin ráðist ekki í dag. Held að eftir umferðina í dag muni 2 lið en eiga möguleika á titlinum. En við munum komast því er líður að kvöldmat á vel flestum íslenskum heimilum.
Mótið hefur verið skemmtilegt í sumar þó svo að ég sé á því að deildin sé ekki eins sterk og stundum áður reyndar snöggtum skárri en í fyrra, fannst það reyndar ekki eftir fyrstu umferðirnar. Er sáttur við mitt lið. markmið sumarsins var klárlega að taka sér stöðu á meðal þeirra liða sem ekki voru að berjast um fallsæti og það hefur tekist og gott betur. menn geta en séð Íslandsbikarinn á hólnum fyrir framan sig en það er bara ekki nóg að vinna sína leiki önnur úrslit verða líka að verða hagstæð. Flott sumar sem sagt en getur en batnað.
Verður gaman að fara að völlinn. Bjarni Jójó, Atli Yo og Tryggvi Bjarna í kaffi það gæti orðið fjör, bara að sigurinn lendi réttu megin!
![]() |
Íslandsbikarinn á loft í Kópavogi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 20:04
Svona eru jólin!
Er það ekki þannig á jólnum að ekki fá allir það sem að þeir vilja? Selfyssingar fallnir - því miður. Breiðablik vann KR - því miður,ber samt meiri hlýhug yfirleitt til Blika, hefði viljað jafntefli. Fimleikafélagið vann.
En engu að síður góður sigur í suðurlandsslagnum og ÍBV klárlega en með í baráttunni um titilinn. Til hamingju með þetta peyjar, Heimir og þið er að þessu standið - glæsilegt.
Gaman að sjá líka að Berti fékk að taka víti, hann hefði kannski nýtt víti sem farið hafa í súginn hjá okkur en það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því. Hann kostaði okkur líka mörk í fyrstu leikjum sumarsins þannig að allt jafnast þeta út. En hann er búinn að vera einn af lykilmönnum sumarsins sá gamli, hefur leikið heild yfir vel yfir pari. Vona að félagi Tóti sé ekki illa meiddur.
Hlakka til að fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudag,Atli Yo og Tryggvi Bjarna koma í kaffi á Hásteinsvöll, þann leik verðum við að vinna.
Áfram ÍBV alltaf allsstaðar
![]() |
Selfoss nánast fallið eftir tap gegn ÍBV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2010 | 12:47
Komum fagnandi...
- Eyjapeyjar hafa það að aðalmarkmiði,
- að sparka hvorkí mótherjann né rífa kjaft við dómarann
- Látum heldur ánægjuna vera ríkjandi,
- Þetter jú bara fótbolti.
- Þótt streymi á móti og stig séu fá
- Þá stöndum við saman að því,
- Að þegar við sameinumst Hásteinsvell á
- Komum fagnandi.
- ÍBV, ÍBV, fögnum saman sumarlangt
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
- Knattspyrnumenn Eyjamanna njóta góðs af því
- Að nóg er af ráðleggingum frá spyrnufróðum spekingum
- Fremstur er í flokki þar og hvers manns hugljúfi
- Hinn dæmigerði Hólsari
- Jafnt heima sem heiman menn styðja sitt lið
- Og stálslegnir mæta á völl
- Með kraftmiklum köllum að Eyjanna sið
- Koma fagnandi
- ÍBV, ÍBV, fögnum saman sumarlangt
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
- ÍBV, ÍBV, fögnum saman sumarlangt
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
- Þetter okkar mál, tökum þátt af lífi og sál
- Og syngjum áfram ÍBV
Texti: Leifur Geir Hafsteinsson og Ívar Bjarklind Lag: Leifur Geir Hafsteinsson
Áfram ÍBV alltaf allstaðar og um alla eilífð
![]() |
Til tíðinda getur dregið í fallbaráttunni í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)